12.12.07

Rússja hjér æ komm

Þá er það ákveðið. Rússland verður heimsótt í fyrsta sinn á minni ævi janúar 2008!
Eflaust er það engin tíðindi að ein sauðkind af skerinu ferðist út fyrir landsteinana en þessi ferð er merkileg, mikilvæg og meirirháttar sniðug.
Í nær þrjú ár hef ég falið mig á bakvið skólanám sem hefur fjötrað mig niður á ansi furðulegan hátt. Í einu af mínum hallærislegum ákvörðunartökum ákvað ég að til útlanda færi ég ekki fyrr en að námi loknu. Ansi sniðugt á þeim tíma en ekki svo sniðugt er litið er til þess að mín yndislega litla rauðkusystir hefur alið sinn mann í Rússalandi á þriðja ár ÁN ÞESS AÐ ÉG HAFI HEIMSÓTT HANA og ég skammast mín í botn!

Hvað er maður að takmarka sig svona...setja fyrir illa lyktandi og myglaðar gulrætur í þeirri von að hvað? Lífið er of stutt til þess.
Svo hingað og ekki lengra, hér með lýsi ég því yfir að hallærislega ákvörðunartakan á sínum tíma verður hér eftir merkt ,, dauð innihaldslaus og hallærisleg yfirlýsing,,.

Út vil eg og út skal ég fara :)

Kata-skan...eins gott að fara að búa um gestarúmið og skrifa niður óskalista um það sem ég á að hafa með mér frá klakanum.
Loðhúfan mín er komin ofan í tösku, lopapeysan verður sett út í rokið til hreinsunar og dúnúlpan er til í tuskið....