11.1.08

Nothæfar upplýsingar!

Það er alltaf gaman að kynnast sjálfum sér örlítið betur.
Hér hafið þið 40 ítarlegar upplýsingar um moi.

1. Hvar ertu?
Sit heima hjá mér á rúminu með tölvuna fyrir framan mig.

2.Hvernig eru buxurnar þínar á litinn?
Bláar náttfatajoggingssss

3. Hvað ertu að hlusta á þessa stundina?
Þögnina... ég heyri í bílaumferð, fréttatímanum á efri hæðinni og svo heyrist óhljóð í tölvunni minni, hún er eitthvað að rembast.

4. Hvað eru 4 síðustu stafirnir í símanúmerinu þínu?
4818

5. Hvað var það síðasta sem þú borðaðir?
Hmm... hunangsmarineraður lax með salati og hrísgrjónum...hrikalega gott.

6. Ef þú værir vaxlitur hvaða litur værir þú ?
Gylltur

10. Hvernig er peysan/bolurinn þinn á litinn?
Svartur hlýrabolur

11. Líkar þér við persónuna sem sendi þér þetta?
Játs, hún er mitt hold og blóð, það er enginn í heiminum eins tengdur mér og hún.

12. Hvernig hefur þú það í dag ?
Mér líður vel, það er föstudagur!

13. Uppáhalds drykkur?
Noni, get ekki sagt annað því það er það dýrasta sem ég læt inn um varir mínar þessa dagana.

14. Besti áfengi drykkur?
Gin og Tonic, heilt sítrónutré og klakar... nammi namm...

15. Uppáhaldsíþrótt ?
Að lyfta glasi nú eða glösum sem er miklu erfiðara

17. Tekur þú lýsi?
Játs, 2 hákarlalýsispillur OG stór matskeið af þroskalýsi. Daglegur viðburður síðan í síðustu viku. Ég þarf á Omega3 að halda fyrir heilann minn sem er afar slappur.

19. Síðasta tímarit sem þú keyptir?
Ehhh.. : ) Sagan Öll, Vikan og Séð og Heyrt, allt keypt fyrir Kötuna sem þráir að lesa íslensk tímarit.

20. Systkini aldur og nafn?
Katan sem er 30 ára, Regína 21 árs og örverpið, 2m - 4 cm langi snáðinn hann Haraldur 19 ára.

21. Uppáhalds mánuður?
Desemeber... jólin jólin allllllssstaðar...

24. Uppáhaldsdagur ársins?
Aðfangadagur

25. Ertu feiminn að bjóða einhverri/jum út?
HA...ég? *Roðn*

26. Hvort líkar þér betur hryllingsmyndir eða góðar myndir?
Góð skilgreining, því hryllingsmyndir eru EKKI góðar myndir... Ég vel góðar myndir frekar ( stolið svar frá Lilju frænku )

27. Sumar eða vetur?
Ég er vetrardrottningin...

28. Knús eða kossar?
Já takk!

29. Sambönd eða einnar nætur gaman?
Já takk!

30. Súkkulaði eða Vanilla?
Jarðaber : )

31. Viltu fá þetta sent til baka af vinum þínum?
Já auðvitað. Þar sem ég hef takmarkaðan tíma fyrir vinaknús þessa dagana væri fínt að kynnast þeim frekar í gegnum tölvuna.

32. Hverjir svarar þessu örugglega?
Vinir mínir vonandi, ef ég á einhverja eftir, og ef ég sendi þetta til þeirra.

33. Hverjir svara þessu örugglega ekki?
Þeir sem fá þetta ekki sent til sín.

34. Í hvaða landshluta býrð þú?
Það er gott að búa í Kópavogi, tróni á toppnum þar!

35. Hvaða bók ert þú að lesa núna ?
Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð

36. Hvernig er músarmottan þín á litin?
Ég á bara eina músarmottu sem er hnotuviður og er notuð sem skraut á borði.

37. Skemmtilegasta spilið?
Matador og og og Viðskiptaspilið. Ég er alltaf stóreignamanneskja í þeim spilum.

38. Hvað gerðir þú af þér í gærkvöldi?
Ég fór í bíó með Lady Marý og skemmti mér vel.

39. Hver er þín uppáhalds lykt?
Lyktin á veggnum í kjallaranum á Laufvangnum, held það hafi verið olíulykt, hmmm....nammi nammi...mig langaði alltaf að sleikja veggina.

40. Hvað er það fyrsta sem kemur upp i huga þér þegar þú vaknar á
morgnana?

Nýr dagur alltaf sama martröðin aftur og aftur....eða Hvar er ég?? ( a la Mjallhvít)

Þar hafið þið það...