16.5.04

;) Bara gaman í gær....Júró,matarboð og síðbúin afmælisveisla að hætti Andra og Boggu...Takk fyrir mig....Herlegheitin hófust með skyldumálningu inni á baði hjónakornanna þar sem Íslenski fáninn var málaður á vinstri kinn ásamt vel stórum fegurðarbletti. Ég þarf að láta mála þetta á mig aftur....var svo fín....djammmálning ársins!!

Það var nú ekki drukkuð mikið á mínum bæ þetta kveldið þar sem ég var enn þunn frá deginum áður....en þá var náttúrlega haldið upp á að vera búin í bóklegu meiraprófi....sú veisla var haldin í dískófriskóstuði í Keiluhöllinni....þar sem sumir stóðu sig betur en aðrir....Ég held ég sé MEISTARI í að henda aftur fyrir mig...úff.....en back to júró....

Alltaf jafn gaman af keppninni enda er ég forfallinn aðdáandi....að vísu fattaði ég ekki hvert málið var með þessu HVÍTU JAKKAFÖT sem virðast vera að tröllríða tískuheimi Evrópskra karlmanna....óbjakk...hreint út sagt ekki að gera NEITT fyrir mig....

Grikkinn Britney Spears...var ekki minn maður og fyrir vikið var ég í algjörum minnihluta í partíinu góða þar sem vinkvensurnar bókstaflega héltu ekki vatni yfir goðinu....

Rauðhærði Tyrkinn vakti mikla kátinu og vorum við öll sammála um það að hann hefði vel getað rakað fánann sinn í hár sitt sem hefði litið miklu betur út á sviði!!! En í staðinn fékk Brynkus það hlutverk að halda uppi heiðri Tyrkja með fánann á hægri kinn...og leit bara nokkuð vel út í stólnum þar sem hún furðaði sig á klæðaleysi Evrópskra kvenna... ,, Afhverju má hún ekki vera í fötum " spurði Brynka sig oft og skildi hvorki upp né niður í þessari berun holdsins sem virtist vera tískutrend júrókvenna....

Við vorum öll duglega að leggja á minnið ýmsa danstakta sem verða eflaust endurvaktir á Ítalíu og var ákveðið að gullglimmerkögur bikíni verði fatnaður okkar kvk við Garda....

Annars var ég nokkuð sátt við Jónsa okkar...frábær söngvari og stóð sig mjög vel...Annars átti annar maður hug minn og hjarta þetta kveld....enda lagið ótrúlega fallegt hjá Serbíu-Svartfjallalandi.....

Ég náttúrlega stóðst ekki freistinguna og lét Jóhannes förðunarmeistara mála eitt stykki hjartalagaðansvartfjallalandsfána á hægri kinn þeim til heiðurs..Fánamálningin ásamt mínum 6 atkvæðum dugði í annað sæti.....Ég varð smá fúl að lagið náði ekki fyrsta sæti og skelli skuldinni alfarið á inneignaleysi mitt hjá Vodafone ...þarf sko að sjá til þess að eiga FEITA inneign fyrir næstu keppni...

Marý var í beinni útsendingu hjá okkur þetta kveld...sem var ánægjulegt þar sem ekki var skemmtilegt að vita af henni einni í júrófíling úti í stóra Bretlandi...Eftir keppnina var náttúrlega gömlum júrólögum skellt á fóninn og sungið og dansað eins og vitleysingar....og veit ég til þess að sumir báru sig ansi illa í dag er þeir vöknuðu og voru mikið að velta því fyrir sér hvað þeir hefðu eiginlega gert í gær...verkir út um allan líkama ;)

Dansinn vakti mikla kátínu hjá nágrönnum Boggu og Andra sem eflaust leist ekki á blikuna þegar Lilja hóf að dansa ögrandi við ryksugu heimilisins....enda alvöru veisla og tveimur misdýrum glösum stútað á staðnum....SKÁL fyrir því ;)!!!

Nú úff...ég sé að þetta er orðin langur pistill ;)...enda frá svo mörgu að segja....Andri tók auðvitað fram gítarinn og jú banjóið góða....og gestir sungu fram á rauða nótt......bara gaman....

En jæja..læt þetta duga í bili enda er markmiðið að horfa á júró aftur fyrir svefn.....;)