16.4.04

Ótrúúúlegur dagur...ég sit hérna ANDLAUS fyrir framan tölvuskjáinn eftir erfiðan dag.....og ég sem hélt að HANDAVINNUKENNSLA yrði pís of keik...en ó nei ó nei....aldeilis ekki....tek að mér dönskukennslu HVENÆR SEM ER!!!
Fyrsti dagurinn minn af sex vikna kennslu í handavinnu....FYRSTI....mægod...kennarar eru HETJUR...og ég er sko aldeilis orðin fráhverf því að gerast kennari UM SINN....er búin að vera með dúndrandi höfuðverk í allan dag sem fór ekki að lagast fyrr ég hafði gleypt 1500gr af eiturlyfjum....sem var nauðsynlegt því ég þurfti að fara í meiraprófstíma í kvöld....sem var erfitt...allt voða erfitt í dag..meiri að segja emsin mín hafði áhyggjur af mér er hún talaði við mig í símanum áðan....fannst ég hljóma svo ÞREYTULEGA....En Brynkan sú tarna hún gerði vart annað en að hlægja...enda finnst henni voða gaman að sjá mig takast á við það sem hún hefur gert daglega undanfarin ár.....en sko unglingadeildin er fín...það er allavega hægt að rökræða við krakkana...en litlu 6 ára krílin...þau eru ...já...say no more...æ rest mæ keis.....spr hvort það þurfi ekki frekar dýratemjara í kennslustofur í dag....

En já meiraprófið.....þriðja helgin framundan sem þýðir væntanlega að það eru bara tvær helgar eftir....yessss......Við stúlkukindurnar höguðum okkur voða illa í kvöld...Ég er viss um að Jói sé að blóta okkur í sand og ösku þessa stundina....og ég bara skil hann VEL.....okkur einfaldlega LEIÐIST....höfum takmarkaða þekkingu á því sem verið er að tala um...og allar samræðu miðast við að maður VITI UM HVAÐ VERIÐ ER AÐ TALA....sem við náttúrlega gerum ekki.....flissum,röbbum saman..teiknum og reynum að gera allt til þess að trufla tímann.....

Jæja...verð að koma mér í háttinn svo ég geti haldið flissinu áfram í tíma í fyrramálið....gúdnæt...