26.4.04

Ég er Í snælduvitlausu skapi.....get ekki kommentað á vinkonur mínar á blogginu....get ekki tengst msn-inu mínu....get ekki opnað póst,sent póst úr tölvunni minni...get ekki...... get ekki...... vil ekki skil ekki kann ekki.....HJÁLP!!!......SNIFF...

Annars er allt ágætt að frétta....Ég komst að því í dag að ég er að fara út EFTIR nokkra daga.....;) Tíminn líður...sko....ogogog...hlébarðabikiníið....mitt TÝNT OG TRÖLLUM GEFIÐ....thank GOD....Kannski maður dragi það fram um jólin...enda eflaust raunhæfara markmið en ég setti mér í byrjun.......annars gengur grasafæðið bara vel....Ég elska gúrkur og blaðsalat og ísbergskálblöð og sellerí ( sem bragðast eins og grenitré ) og jamm.....allt sem er grænt grænt....finnst mér vera fallegt....lalalalalallalaa.....

Jamm...en talandi um tölvuna mína...hún er með einhverja frekjustæla við mig...bölvuð tíkin sú tarna.....held hún sé að heimta einhver ný forrit....og varnir...og veit ekki hvað og hvað......Hún sem sagt er farin í verkfall sem útskýrir þetta bloggleysi,kommentaleysi og póstleysi frá mínum bæ.........þarf að fara að panta tíma hjá lækni fyrir hana.......nú eða hjá böðlinum......ó well....þið verðið bara að fyrirgefia mér þetta um sinn....og ekki treysta á póstinn hjá mér þar sem ég kemst ekki daglega í tölvu...jebbs.....

Er í símavændisvinnunni minni....voða gaman.....er svo fjölhæf.....