22.4.04

Sumardagurinn fyrsti var FRÁBÆR dagur...

.......Meiriháttar gaman....
Nú ég byrjaði á því að vakna eee...um hádegi ;) og í kjölfarið dróg Brynkus mig út að hjóla í þessu líka yndislega veðri.....en við vorum nú ekki búnar að hjóla lengi þegar okkur datt þetta líka snjallræði í hug að skella okkur í kajakróður í Nauthólsvíkinni.....sem var bara gaman....ég elska þessa báta....frábær ferðamáti...nú bara að fjárfesta í einu eintaki....( eins og ég ætlaði nú að gera forðum daga er við vinkonurnar fórum í svipaðan túr ).

Eftir skemmtilegan róður þá var förinni haldið á KR völlinn þar sem við hittum Lilju + Jóhannes og dætur ( tilvonandi fjölskylda mín ..þar sem ég hef nú farið fram á það við skötuhjúin að þau ættleiði mig)...

Þar sem veðrið var svona meiriháttar þá náttúrlega dróg Jói fram bátinn sem var ekki leiðinlegt....þvílík frelsistilfinning að þjóta svona um ...Brynkus og ég stóðumst ekki mátið og sungum ( öskruðum ) fullum hálsi....THE HILLS ARE ALIVE.....sem var mjög viðeigandi....ferðuðumst um Skerjafjörðinn....fórum alla leið inn í smábátahöfn Kópavogs þar sem Brynkus ætlaði að leika áhættuatriði sem AÐEINS SÉST Í GEÐVEIKUM spennimyndum....úff...hjartað sló ansi hratt :=)...nú við náttúrulega litum við hjá Dorrit og Óla....bögguðum nokkra fugla.....bara gaman...

Maður fær frábæra sýn á borginni að ferðast svona um á zodíak ;) ......nú það var vart hægt að hætta þessum skemmtilegheitum svo eftir að hafa staldrað fáeinar mínútur við Sörlaskjólið tók Lilja við stjórn og enn og aftur þutum við um öldurnar syngjandi ( öskrandi ) THE HILLS ARE ALIVE.....í þetta sinn var ferðinni heitið til Hafnarfjarðarhafnar...en þar fór mín í land.....enda orðin næstum því of sein í afmæli.....

Ég VERÐ að eignast hús við ströndina,fjöruborðið....því það er stórkostlegt að geta bara skellt sér út á haf ef manni langar til.....

Eins og ég segi...meiriháttar dagur....nú sit ég þreytt við tölvuna...með allt of mikið súrefni í blóðinu...rjóðar kinnar,úfið hár og svo þreytt.......verður gott að sofna....