12.4.05

Bloggedíblogg blogg
Ég tek fúslega undir með vinkonu minni einni sem var svo alúðlega að bendla þessu fallega bloggi mínu við aumingjablogg.
Ég bara hef ekkert að segja!!!....( right! )...
Líf mitt þessa dagana snýst eingöngu í kringum NÁMIÐ..það eru verkefni og ritgerðir og skýrslur og starfsnám og VERKEFNI og svo önnur verkefni sem eru að gera mér lífið leitt!!...Sál mín er á gjörgæslu ...gjörrrrssamlega búin á því. En það er líf framundan....fyrr en seinna. Til þess að höndla þetta yndislega álag þá hlusta ég á Eruovison 2004 aftur og aftur og aftur....og svo eitt lag með Sting inn á milli.
Er að hlusta á Möltu núna...frekar hallærislegt lag en axlirnar komast alltaf í stuð og dilla sig í takt við nóturnar...on again off again....

Talandi um Eurovison hvenær er það eiginlega???

SKÓLINN ER BÚINN Í NÆSTU VIKU...JEEEEHHAAAAAA...og ég hætti í lok mánaðar í vinnunni og byrja í nýju vinnunni og svo er múttan að koma heim eftir langa skiptinemadvöl svo það er bara ansi margt skemmtilegt framundan.
Jemm..einmitt...framundan...en ekki akkúrat núna.
Ég sit sveitt heima að reyna að bjarga því sem bjargað verður af útvarpsþættinum mínum sem ég var búin að gera en er allt í einu HORFINN....voðalegt fjör...Á stundum sem þessum er ég ofboðslega fegin að eiga nokkur Pollýönnu gen í mér.

Annars kom Brynkus og reddaði geðheilsunni í heila klukkustund. En hún sagði að það væri svo gott veður úti að ég yrði bara að fara með henni og fá ís...ég elska ís...og ég elska líka að reyna að forðast að læra...og það veit hún ;)
Ísinn var góður, veðrið var ...ja ekki eins heitt eins og þessi bumbukúla var búin að lofa og lærdómurinn beið mín er ég kom heim.....jæja nú er ég farin að eyða tíma bara til þess að eyða honum...þekki mína sko....nú vil ég BARA BLOGGA og forðast að horfast við raunveruleikann.....LÆRDÓMUR ÓGURLEGI...HÉR KEM ÉG.....