4.4.05

Í dag eru 17 ár síðan ég fermdist!!!
Í tilefni dagsins, sem er senn á enda, vil ég óska vinkonum mínum til hamingju með daginn!!...Hugsið ykkur stelpur...17 ár síðan að ófreskju myndin var tekin af okkur.

Ég man ansi margt frá þessum degi enda vart hægt að gleyma heilum degi sem var alfarið tileinkaður manni. Ég fór í hárgreiðslu á fermingardaginn eins og flest allar stelpur gera, sem var nokkuð áhugaverð. Ég var með mjög ákveðnar hugmyndir um hvað mætti og hvað mætti ekki gera við hárið mitt og eitt af því sem ekki mátti gera var að spreyja hárlakki í það. Eftir nokkuð brölt á stofunni endaði hárgreiðsluferðin með því að fermingarbarnið ákvað að greiða sér sjálf, hárgreiðslukonan fékk að raða blómum í hárið og mamma fékk að borga. Ég var í hvítum blúndukjól, með hvíta uppháa satín blúnduhanska í hvítum sokkabuxum, hvítum háhæluðum ( ca 2 cm ) skóm ...ja...bara eins og brúður ...ef ekki hefði verið fyrir BLEIKA VARALITINN.... Já bleikur,ógeðslegur varalitur. Ég er enn ekki búin að fyrirgefa múttu fyrir að hafa LEYFT mér að bera þennan óþvera.
Ekki það að ófreskjumyndin hefði verið eitthvað skárri án hans....
Já..minningar minningar.....