30.4.05

Gædalæti...
Yess....byrjuð að leiðsegja. Ég hef aldrei byrjað svona snemma og er bara nokkuð sátt. Er að vísu ekki búin að fá nema 2 ferðir í maí fullt í júlí og ágúst en ég hef engar áhyggjur af júní,nei nei nei nei....Fullt af vinnu þar sem Brynkan er fjarri öllu gamni þetta sumarið sökum??

...eeh..já...innan ,,ferðaheimsins" ganga ýmsar furðusögur um ástand Brynku og ég verð að viðurkenna að nokkrar þeirra hafa látið mig efast um óléttu Brynkunnar.
Nú ein sagan segir að þetta sé bara bjórvömb...ég meina...höfum við einhverja sönnun fyrir lifandi bumbubúa? Ég hef ekki fundið fyrir neinu sparki..og það er hægt að kaupa sónarmyndir hvar sem er....Ég ætla ekki einu sinni að fara nánar út í hinar sögusagnirnar...úff...

Allavega...draumur minn hefur verið að fá að vera með Brynkunni minni í ferð og það má eiginlega segja að sá draumur hafi ræst í dag!....
Við Brynkusinn gegnum því ábyrgðahlutverki þessa dagana að vera fylgdarkonur 115 Ungverja...sem er sérstök lífsreynsla.
Eftir að hafa unnið við þetta dásamlega starf í fjölda mörg ár :) hélt ég að ég væri nú búin að upplifa flest...en nei nei nei það er alltaf verið að koma manni á óvart.

Ég veit vart hvar ég á að byrja varðandi þessa Ungverja ( fínt fólk ) en fararstjórar þeirra eru mjög spes....sérstaklega ein þeirra sem fékk sko að heyra það frá Brynkunni minni í dag!!...AND IT WAS ABOUT TIME....
Spurningar þeirra eru furðulegar og eiginlega ósvaranlegar... svona í anda...hvað er langt í næst hestastóð? Hvað er maður lengi að keyra frá þúfu 1 til þúfu 2. Hvað heitir þessi kirkja ( afdalakirkja sem enginn veit hvað heitir) og hver er saga hennar, hvað eru mörg sæti í kirkjunni og hversu oft hefur hún verið máluð????

Jebb...stundum getur maður einfaldlega ekki svarað,brosað eða grátið....

Á morgun ætla ég að skella mér í Hvalaskoðun og svo í Bláa Lónið með Brynkunni minni, það verður sko stuð...
Ég er búin að undirbúa mig ÞVÍLÍKT og get alveg svarað spurningum eins og....

Hvað eru margir HVALIR í sjónum AKKÚRAT NÚNA...?
Hvað eru þeir gamlir?
Eiga þeir maka?
Hvert hafa þeir ferðast?
Hvað borðuðu þeir í gær?

Svör mín verða á þessa leið

Fleiri hvalir í sjónum í dag en í gær
Þeir eru eldri í dag en þeir voru í gær
Þeir áttu maka í gær en engan í dag, allir makar voru veiddir í morgun
Þeir hafa ferðast meira í dag en í gær
Þeir borðuðu meira í gær en í dag

Æm the perfect gæd...yesss æ am.....