25.4.05

Tíðindi úr kvikmyndaheiminum!!!
Katarína hin mikla hefur tekið að sér hlutverk í æsispennandi sannsögulegum rússneskum "thriller". Kvikmyndatökur hefjast í júní....
Þetta verður nú ekki í fyrsta ( og eflaust ekki síðasta ) skipti sem leikkonan mun sjást( ekki sjást ) á kvikmyndatjaldinu. Hver man ekki eftir henni í glamúrmyndinni MONSTER sem tekin var hér á landi forðum daga. Þar fór hún snilldarlega með hlutverk blaðaljósmyndara, maður fann svo fyrir nærveru hennar í þeirri mynd að ég hef aldrei skilið afhverju hún var ekki tilnefnd til verðlauna fyrir frammistöðu sína.

Í þetta sinn mun hún taka að sér hlutverk amerískrar flugkonu í seinni heimstyrjöldinni. Kata í hermannabúningi...nammi namm....

Ástin þú ert landi og þjóð til sóma! Eflaust ekki margir íslenskir leikarar sem hafa afrekað að komast á launaskrá sem leikkona í Rússaveldi.

Ég verð að segja að ein magnaðasta rullan sem snótin hefur leikið á sínum frækna ferli var hlutverk gömlu konunnar í púðurtunnunni!!!....Ég varð AGNDOFA....Hún var ótrúleg (ég veit ég er systir en hún var MÖGNUÐ...Ég er harður gagnrýnandi og það veit Katan sjálf...) Maður sá bara hundgamla konu á sviðinu, þvílík líkamstjáning!
Nú svo má nú ekki gleyma er Katan lék Snæfríði Íslandssól....sem var frekar frábærlega gert af rauðhærðu dísinni, eflaust fyrsta ef ekki eina skiptið í sögu íslenskrar leiklistar sem hið ljósa man leit út sem logandi eldur....

Kata til hamingju með sumarvinnuna ;) ...

p.s spr um að senda manni nokkrar áritaðar myndir...