22.4.05

Kæru vinir, vandamenn og aðrir er málið varðar

Ég Kristín Berglind Valdimarsdóttir mun ekki svara í síma næstu daga samkvæmt læknisráðum.
Ástæða?....Júhú..hún er til staðar....Í hvert sinn er ég tala í síma þá hitna eyrun mín ansi mikið (þarf ekkert endilega að tala lengi)...ég verð pirruð...fæ seyðing í hnakkann og bakvið eyrun og verð ótrúlega óþolinmóð og eiginlega bara illskeytt...verð að losna hið fyrsta úr símanum...Þetta er búið að vera svona í nokkurn tíma og nú á að komast að því eitt skipti fyrir öll hvort að ég sé komin með ,,SÍMAVEIKINA"...jamm....

Símaveiki er svona furðuveiki sem herjar á furðufólk....Sumir segja að hún sé til aðrir (sem halda því fram að alls konar bylgjur hafi ekki áhrif á mann)segja að þetta sé bara ruglumbullum....Ég allavega þarf að komast að því hvort að þetta lagist ekki hjá mér ef ég hvíli símann. Ef svo verður þá mun ég fjárfesta hið snarasta í handfrjálsum dýrum og flottum búnaði og sjá hvaða afleiðingar það hefur fyrir mig...Nú...ef árangur næst ekki þá mun ég bara einfaldlega leggja helv..símanum því ég get ekki HÖNDLAÐ ÞETTA LENGUR...sniff...

kveðja
Berglind hin pirraða