24.4.05

O Fortuna...velut luna...
Ohh...var að koma heim af yndislegum tónleikum með Söngsveit Fílharmóníu....CARMINA BURANA-CARL ORFF....Þetta er hreint út sagt ( samhliða Puccini ) snilldin ein.
Mig langaði bókstaflega að stökkva upp á svið og fá að syngja með, klæjaði í raddböndin, iðaði í sætinu, brosti út að eyrum, lauk aftur augum og táraðist...sniff...

Brynkusinn stóð sig eins og hetja og söng alltaf þegar hinir sungu og þagði þegar aðrir þögðu, fallega klædd í svörtu og fjólubláu með bumbubúann standandi út í loftið, svo stoltur af múttunni sinni.
Það var svolítið skrítið að sitja og fá ekki að taka þátt því fyrir utan söngsveitina, drengjakórinn og sópraninn þá var þetta sama fólkið og tróð upp með mér forðum daga...

Talandi um sópraninn...Hún Hallveig er ...mig vantar lýsingarorð! Þvílík rödd, svo tær og falleg. Ef til eru englar sem syngja þá er Hallveig forustuengillinn.

Þorgeir J. Andrésson er frábær í svanasöngnum og persónulega finnst mér að hann eigi ALLTAF- ALLS STAÐAR að syngja það hlutverk út um ALLAN heim!

Úff..ég er í góðu tilfinningalegu uppnámi eftir þessa kvöldstund...

Takk fyrir mig!