Að flytja eða ekki flytja!
Í síðustu viku skipaði ég sjálfa mig sem sérlega aðstoðarkonu óléttu konunnar í búferlaflutningum hennar. Maður myndi halda að þetta væri svo sem ekki erfitt starf. Það þarf bara setja hluti ofan í pappakassa, merkja þá og loka þeim. En þetta starf er lúmskt...og ansi erfitt í raun og veru. Það krefst mikils aga,vinnusemi og jafnframt þarf maður að búa yfir þeim hæfileikum að standast freistingar þær sem óléttar konur bjóða upp á í stað þess að PAKKA NIÐUR...Því óléttar konur eru yfirfullar af alls konar hugmyndum um það sem HÆGT ER AÐ GERA Í STAÐ ÞESS SEM ÞARF AÐ GERA....
Dæmi:
Þær geta beðið þig um að fara með sér í smá útréttingar. En smá útréttingar eru yfirleitt ekki smá útréttingar heldur STÓR útréttingar sem geta tekið marga klukkutíma.
Þær geta beðið þig um að fara og kaupa ís áður en byrjað er að pakka niður. En ískaup eru ekki bara ískaup. Ískaup geta breyst í langan bíltúr þar sem nýja íbúðin er heimsótt svona rétt til þess að kanna hversu langt smiðirnir eru komnir.
Ef maður gerir þau regin mistök að falla í þá gildru ,,kíkjum aðeins á nýju íbúðina,, getur maður átt von á að ólétta konan stingi upp á því að fara í smá bíltúr þar sem veðrið er svo gott.
Fyrir óléttu konunni þá er smá bíltúr ekki smá bíltúr heldur laaangur bíltúr og áður en maður veit þá er maður allt í einu staddur í röngum landshluta. En maður þarf ekki að örvænta því ólétta konan hefur pakkað vel til ferðarinnar og er ,,óvart,, með NESTI með sér sem hægt er að gæða sér á.
ÓJÁ þetta starf er bara miklu erfiðara en nokkurn getur grunað....
Í síðustu viku afköstuðum við á EINUM DEGI að pakka niður í 5 kassa og fylla þrjár ferðatöskur....Það hljómar kannski vel en þetta er verk sem hefði átt að taka í mesta lagi hálftíma en tók okkur 5 klukkustundir sökum ítrekaðra kjafta- og sódavatnspása sem voru teknar á fimm mínútna fresti.
Upprunalega plan dagsins í dag var að reyna enn og aftur að hjálpa Brynkusinum ólétta að pakka niður. En veðrið þvældist fyrir okkur í þetta sinn en óléttar konur eru sérstaklega meðvitaðar um að í góðu veðri er ekki hægt að hanga inni og pakka niður. Í góðu veðri á maður að vera úti að leika sér.
Áður en ég vissi af var ég á fleygiferð um Krísuvíkurveg í leit að ævintýrum. Við keyrðum um skotsvæði sem er ekki langt frá námunni við Krísuvíkurveginn, fórum í lautarferð úti í hrauni, keyrðum upp í Bláfjöll og fórum um Hafravatn og Grafarholt og allt í einu var klukkan orðin kvöldmatur og tími fyrir óléttu konuna að fara heim.
Plan morgundagsins er að pakka niður...Við ætlum ekki að fá okkur ís áður en við byrjum að pakka niður, við ætlum ekki að skoða nýja húsið, við gerum ráð fyrir því að verðrið verði frekar vont. Við ætlum að vera rosalega duglegar. Við ætlum ekki að fjárfesta í sódavatni heldur límbandi og teipa fyrir munninn...
Já eflaust ætti þetta að takast hjá okkur núna....
Í síðustu viku skipaði ég sjálfa mig sem sérlega aðstoðarkonu óléttu konunnar í búferlaflutningum hennar. Maður myndi halda að þetta væri svo sem ekki erfitt starf. Það þarf bara setja hluti ofan í pappakassa, merkja þá og loka þeim. En þetta starf er lúmskt...og ansi erfitt í raun og veru. Það krefst mikils aga,vinnusemi og jafnframt þarf maður að búa yfir þeim hæfileikum að standast freistingar þær sem óléttar konur bjóða upp á í stað þess að PAKKA NIÐUR...Því óléttar konur eru yfirfullar af alls konar hugmyndum um það sem HÆGT ER AÐ GERA Í STAÐ ÞESS SEM ÞARF AÐ GERA....
Dæmi:
Þær geta beðið þig um að fara með sér í smá útréttingar. En smá útréttingar eru yfirleitt ekki smá útréttingar heldur STÓR útréttingar sem geta tekið marga klukkutíma.
Þær geta beðið þig um að fara og kaupa ís áður en byrjað er að pakka niður. En ískaup eru ekki bara ískaup. Ískaup geta breyst í langan bíltúr þar sem nýja íbúðin er heimsótt svona rétt til þess að kanna hversu langt smiðirnir eru komnir.
Ef maður gerir þau regin mistök að falla í þá gildru ,,kíkjum aðeins á nýju íbúðina,, getur maður átt von á að ólétta konan stingi upp á því að fara í smá bíltúr þar sem veðrið er svo gott.
Fyrir óléttu konunni þá er smá bíltúr ekki smá bíltúr heldur laaangur bíltúr og áður en maður veit þá er maður allt í einu staddur í röngum landshluta. En maður þarf ekki að örvænta því ólétta konan hefur pakkað vel til ferðarinnar og er ,,óvart,, með NESTI með sér sem hægt er að gæða sér á.
ÓJÁ þetta starf er bara miklu erfiðara en nokkurn getur grunað....
Í síðustu viku afköstuðum við á EINUM DEGI að pakka niður í 5 kassa og fylla þrjár ferðatöskur....Það hljómar kannski vel en þetta er verk sem hefði átt að taka í mesta lagi hálftíma en tók okkur 5 klukkustundir sökum ítrekaðra kjafta- og sódavatnspása sem voru teknar á fimm mínútna fresti.
Upprunalega plan dagsins í dag var að reyna enn og aftur að hjálpa Brynkusinum ólétta að pakka niður. En veðrið þvældist fyrir okkur í þetta sinn en óléttar konur eru sérstaklega meðvitaðar um að í góðu veðri er ekki hægt að hanga inni og pakka niður. Í góðu veðri á maður að vera úti að leika sér.
Áður en ég vissi af var ég á fleygiferð um Krísuvíkurveg í leit að ævintýrum. Við keyrðum um skotsvæði sem er ekki langt frá námunni við Krísuvíkurveginn, fórum í lautarferð úti í hrauni, keyrðum upp í Bláfjöll og fórum um Hafravatn og Grafarholt og allt í einu var klukkan orðin kvöldmatur og tími fyrir óléttu konuna að fara heim.
Plan morgundagsins er að pakka niður...Við ætlum ekki að fá okkur ís áður en við byrjum að pakka niður, við ætlum ekki að skoða nýja húsið, við gerum ráð fyrir því að verðrið verði frekar vont. Við ætlum að vera rosalega duglegar. Við ætlum ekki að fjárfesta í sódavatni heldur límbandi og teipa fyrir munninn...
Já eflaust ætti þetta að takast hjá okkur núna....
<< Home