15.5.05

Gædalæti
2300 km að baki, fjórir dagar,búin að skoða ÖLL HÓTEL, heimsækja fullt af afþreyingarfyrirtækjum, veitingastöðum,borðað 100 gr af hákarli, eitt brennivínsstaup, 2 bjórar, 5 kaffibollar (ÉG DREKK EKKI KAFFI) rækjur, skelfiskur,ýsa,þorskur,lax,sá 8 hreindýr, fullt af faðmlögum,kossum og handaböndum. Búin að tala í 85 klukkustundir SAMFLEYTT á þessum fjórum dögum!! Þoka, ótrúlegt rok, sól, jöklar, fossar, hraun, eyðimörk, tognaður ökli, þurrar varir og úfið hár, búin að fara hamförum á tilfinningasviðinu.... Já..ég er komin heim eftir MJÖG áhugaverða ferð um landið reynslunni ríkari...Heilinn er þrútinn eftir álagið en ég er mjög sæl og sátt. Fyrsta ferðin sem ökuleiðsögumaður og var farþegafjöldinn EINN FARÞEGI...
Ég TEL MIG NÚ TILBÚNA Í HVAÐ SEM ER HVENÆR SEM ER MEÐ HVERJUM SEM ER...

Það sem hefur vakið furðu mína undanfarna daga er þessi fáránlega sjörnugjöf hótela hér á landi. Ég gisti á fjögurra stjörnu hóteli sem bauð upp á rykugt teppi, brotna rúðu og klósettskálar, skítuga glugga og sérlega óaðlaðandi móttöku. Ég heimsótti 2 hótel sem hafa enga stjörnu, sérlega falleg hótel, flott húsgögn, æðislegar myndir á veggjum, frábært útsýni, yndislegt andrúmsloft, hrein hótel og full af karakter.
Furðulegt hvernig þetta stjörnfyrirkomulag virkar...

Byrja í starfsnámi hjá MBL á morgun....hlakka til.....