ÉG ER VÆMIN OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ!!!
Ég sannfærist með hverju árinu að ég er með ,,sérstakan,,tónlistarsmekk. Ekki nóg með það að ég hlusti á ,,uppáhaldsdiskinn,, hverju sinni í margar vikur áður en ég skipti um þá hrífst ég alltaf af diskum sem enginn annar ( sem ég þekki ) hlustar á. Þessa dagana á IL DIVO hug minn og hjarta. Il Divo hópurinn er fyrsta boys-bandið innan óperuheimsins og samanstendur af fjórum vel sköpuðum tenórum á besta aldri. Þeir koma allir til greina sem tilvonandi eiginmannsefni en þó er ein rödd sem sker sig úr og er hreint út sagt guðdómlega falleg. Ég er eiginlega búin að ákveða að sú rödd tilheyri Sebastian sem er alls ekkert svo ljótur maður, nei nei nei...
Ég er hrikalega ánægð með þetta framtak Simons dómara úr Idolinu og þakka honum kærlega fyrir að hafa eytt 3 árum af lífi sínu í að mynda þetta KRÆSILEGA BAND sem nærir bæði eyru og augu.
Nú er bara að skrá sig á póstlistann hjá þeim og skella sér á tónleika...
Ég sannfærist með hverju árinu að ég er með ,,sérstakan,,tónlistarsmekk. Ekki nóg með það að ég hlusti á ,,uppáhaldsdiskinn,, hverju sinni í margar vikur áður en ég skipti um þá hrífst ég alltaf af diskum sem enginn annar ( sem ég þekki ) hlustar á. Þessa dagana á IL DIVO hug minn og hjarta. Il Divo hópurinn er fyrsta boys-bandið innan óperuheimsins og samanstendur af fjórum vel sköpuðum tenórum á besta aldri. Þeir koma allir til greina sem tilvonandi eiginmannsefni en þó er ein rödd sem sker sig úr og er hreint út sagt guðdómlega falleg. Ég er eiginlega búin að ákveða að sú rödd tilheyri Sebastian sem er alls ekkert svo ljótur maður, nei nei nei...
Ég er hrikalega ánægð með þetta framtak Simons dómara úr Idolinu og þakka honum kærlega fyrir að hafa eytt 3 árum af lífi sínu í að mynda þetta KRÆSILEGA BAND sem nærir bæði eyru og augu.
Nú er bara að skrá sig á póstlistann hjá þeim og skella sér á tónleika...
<< Home