Skrýtnar reglur hjá ###
Samkvæmt farseðlinum mínum er ég á leið til ### en samkvæmt ### er ég ekki velkomin á 30 daga vísa, ástæða?
Jú, hvað ætla ég að gera þarna í 30 daga, ég hef ekkert að gera þangað í 30 daga. Í afar persónulegu bréfi sem ég fékk sent til mín í dag var mér tjáð að ég hefði sko ekkert að gera með að vera lengur en 2 vikur! Á tveimur vikum gæti ég farið á söfn, skoðað mig um, hitt fólk og haft gaman. Tvær vikur væri fyllilega nægur tími en 30 dagar væri ,,spúkí,, ferð.
,,Spúkí,, ferð krefst ítarlegra upplýsinga um hvað ég hyggst gera, hvern ég ætla að hitta, hvar ég ætla að búa og hversu mikla peninga ég ætla koma með inn í landið.
Nú þar sem ég er útlendingur þá má ég bara búa á hóteli ( sem ég náttúrulega mun gera ) því ef svo ótrúlega vildi til að ég þekkti einhvern, sér í lagi útlending, sem byggi í landinu þá mætti ég EKKI búa hjá honum. Útlendingar mega nefnilega ekki leigja húsnæði þarna úti. Svo EF ég þekkti einhvern ( sem ég geri náttúrulega ekki ) þarna úti sem væri útlendingur þá þyrfti hin sami að vera í námi og búa á stúdentagörðum. Og ef hann byggi á stúdentagörðum þá mætti ég náttúrulega ekki búa þar með honum því ég er jú ekki í námi þarna úti!
Eins gott að ég þekki engan útlending þarna úti sem er í námi og býr á stúdentagörðum!
Það sem er ennþá furðulegra er að samkvæmt gömlum ### lögum sem N.B. eru enn við lýði þá mega útlendingar ekki heimsækja það!
Svo niðurstaðan er þessi:
Ef allt gengur eftir þá er ég EKKI að fara að heimsækja ### í aðeins 2 vikur sem er sko nægur tími til þess að skoða hús og fólk. Og mun EKKI búa hjá einhverjum sem ég EKKI þekki sem er EKKI útlendingur í námi sem býr EKKI í eigin leiguíbúð.
Ég bíð spennt eftir EKKI ferðinni minni og krefst þess að þeir sem vilja segja skoðun sína á þessu bloggi nefni EKKI nöfn, lönd, eða annað sem mun skaða EKKIÐ mitt...
Takk fyrir og gleðilegt nýtt ár! : )
Samkvæmt farseðlinum mínum er ég á leið til ### en samkvæmt ### er ég ekki velkomin á 30 daga vísa, ástæða?
Jú, hvað ætla ég að gera þarna í 30 daga, ég hef ekkert að gera þangað í 30 daga. Í afar persónulegu bréfi sem ég fékk sent til mín í dag var mér tjáð að ég hefði sko ekkert að gera með að vera lengur en 2 vikur! Á tveimur vikum gæti ég farið á söfn, skoðað mig um, hitt fólk og haft gaman. Tvær vikur væri fyllilega nægur tími en 30 dagar væri ,,spúkí,, ferð.
,,Spúkí,, ferð krefst ítarlegra upplýsinga um hvað ég hyggst gera, hvern ég ætla að hitta, hvar ég ætla að búa og hversu mikla peninga ég ætla koma með inn í landið.
Nú þar sem ég er útlendingur þá má ég bara búa á hóteli ( sem ég náttúrulega mun gera ) því ef svo ótrúlega vildi til að ég þekkti einhvern, sér í lagi útlending, sem byggi í landinu þá mætti ég EKKI búa hjá honum. Útlendingar mega nefnilega ekki leigja húsnæði þarna úti. Svo EF ég þekkti einhvern ( sem ég geri náttúrulega ekki ) þarna úti sem væri útlendingur þá þyrfti hin sami að vera í námi og búa á stúdentagörðum. Og ef hann byggi á stúdentagörðum þá mætti ég náttúrulega ekki búa þar með honum því ég er jú ekki í námi þarna úti!
Eins gott að ég þekki engan útlending þarna úti sem er í námi og býr á stúdentagörðum!
Það sem er ennþá furðulegra er að samkvæmt gömlum ### lögum sem N.B. eru enn við lýði þá mega útlendingar ekki heimsækja það!
Svo niðurstaðan er þessi:
Ef allt gengur eftir þá er ég EKKI að fara að heimsækja ### í aðeins 2 vikur sem er sko nægur tími til þess að skoða hús og fólk. Og mun EKKI búa hjá einhverjum sem ég EKKI þekki sem er EKKI útlendingur í námi sem býr EKKI í eigin leiguíbúð.
Ég bíð spennt eftir EKKI ferðinni minni og krefst þess að þeir sem vilja segja skoðun sína á þessu bloggi nefni EKKI nöfn, lönd, eða annað sem mun skaða EKKIÐ mitt...
Takk fyrir og gleðilegt nýtt ár! : )