29.6.05

Gædalæti - Dagur 1 í VIP ferðinni ógurlegu

Ég hef aldrei tamið mér að eltast við stjörnur á röndum og fiska eftir eiginhandaráritunum, hef það bara ekki í mér. Finnst kjánalegt að sitja um fólk,öskra og æpa í þeirri von að fá að sjá, snerta og kannski hafa eins og eitt ofurstjörnuhár upp úr krafsinu.

Ég reyndi á yngri árum að þróa með mér þessa hæfileika og á einhvers staðar eiginhandaráritunuarblokk, en það er tilviljun frekar en yfirþyrmandi hvöt að þurfa að sækjast í nærværu frægra sála.
Safnið góða samanstendur af áritunum ICY-gengisins, Eika, Helgu Möller og Pálma, fegurstu konu heims henni Hófí og handboltakappans knáa Þorgils Óttar M.
Ágætis safn þó ...

Nú afhverju er ég að röfla um þetta......jújú...því
HÁPUNKTUR dagsins var pottþétt samverustund mín með Duran Duran meðlimum!!!

MÆ GOD ÉG OG DURAN DURAN LIKE THIS!!!!!...;) ....Ok, það er ekki á hverjum degi sem maður stígur út úr lyftu og gengur beint í faðm meðlima DD, ekki á hverjum degi sem maður brosir til John Taylor, Andy Taylor??...eða var það Roger??
Nú eða stendur við hlið Mr. Le Bon í móttöku hótels...nei nei...slíkt gerist kannski bara einu sinni í lífinu. Það er ekki á hverjum degi sem maður snæðir kvöldmat með DD nú eða kennir róturum þeirra íslensku...nei...það er eflaust bara EINN SLÍKUR DAGUR...

Jæja fyrsti dagurinn í VIP-ferðinni búinn. Fólkið kom til landsins í dag og allir voða voða spenntir yfir því sem framundan er. Gullnihringurinn á morgun og svo verður okkur rænt af Víkingum í Hafnarfirði. Fínt plan það....

P.s...

Ég er mikið búin að pæla í því í dag hvernig ég hefði höndlað að ganga í faðm Wham meðlima?...hmmm... Skildi ég hafa beðið um eiginhandaráritun?

27.6.05

STOLT SYSTIR Í LEIT AÐ NÝJUM HEILBRIGÐUM VINKONUM

Katarína hin mikla náði öllum rússneskuprófunum sínum og stóð sig þetta líka vel!!!
Ég er ekkert smá stolt af henni!! Er eiginlega bara að springa....TIL HAMINGJU KATA!! :*
Í dag ætlar hún að leggja land undir fót en ferðinni er heitið á kvikmyndatökustað og verður spennandi að fá fregnir af því ævintýri.

Annars er ég í sjokki þessa dagana, ALLAR MÍNAR VINKONUR ERU HJÁ SJÚKRAÞJÁLFARA...Við skriðum rétt yfir þrítugt og stuttu seinna voru þær allar komnar á fast með einum slíkum.
Ef þær eru ekki barnshafandi með grindagliðnun, ógleði eða brjóstsviða þá eru þær með brjósklos í hálsi...ég meina við erum bara ÞRJÁTÍUÁRA...OK sumar ÞRJÁTÍUOGEINS....en ég bara trúi ekki að við séum komnar á ,,veikindaaldur,,.

Ég er að hugsa um að finna mér yngri vinkonur...jamm...

25.6.05

ÉG ER VÆMIN OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ!!!
Ég sannfærist með hverju árinu að ég er með ,,sérstakan,,tónlistarsmekk. Ekki nóg með það að ég hlusti á ,,uppáhaldsdiskinn,, hverju sinni í margar vikur áður en ég skipti um þá hrífst ég alltaf af diskum sem enginn annar ( sem ég þekki ) hlustar á. Þessa dagana á IL DIVO hug minn og hjarta. Il Divo hópurinn er fyrsta boys-bandið innan óperuheimsins og samanstendur af fjórum vel sköpuðum tenórum á besta aldri. Þeir koma allir til greina sem tilvonandi eiginmannsefni en þó er ein rödd sem sker sig úr og er hreint út sagt guðdómlega falleg. Ég er eiginlega búin að ákveða að sú rödd tilheyri Sebastian sem er alls ekkert svo ljótur maður, nei nei nei...
Ég er hrikalega ánægð með þetta framtak Simons dómara úr Idolinu og þakka honum kærlega fyrir að hafa eytt 3 árum af lífi sínu í að mynda þetta KRÆSILEGA BAND sem nærir bæði eyru og augu.

Nú er bara að skrá sig á póstlistann hjá þeim og skella sér á tónleika...

13.6.05

Að flytja eða ekki flytja!
Í síðustu viku skipaði ég sjálfa mig sem sérlega aðstoðarkonu óléttu konunnar í búferlaflutningum hennar. Maður myndi halda að þetta væri svo sem ekki erfitt starf. Það þarf bara setja hluti ofan í pappakassa, merkja þá og loka þeim. En þetta starf er lúmskt...og ansi erfitt í raun og veru. Það krefst mikils aga,vinnusemi og jafnframt þarf maður að búa yfir þeim hæfileikum að standast freistingar þær sem óléttar konur bjóða upp á í stað þess að PAKKA NIÐUR...Því óléttar konur eru yfirfullar af alls konar hugmyndum um það sem HÆGT ER AÐ GERA Í STAÐ ÞESS SEM ÞARF AÐ GERA....

Dæmi:
Þær geta beðið þig um að fara með sér í smá útréttingar. En smá útréttingar eru yfirleitt ekki smá útréttingar heldur STÓR útréttingar sem geta tekið marga klukkutíma.

Þær geta beðið þig um að fara og kaupa ís áður en byrjað er að pakka niður. En ískaup eru ekki bara ískaup. Ískaup geta breyst í langan bíltúr þar sem nýja íbúðin er heimsótt svona rétt til þess að kanna hversu langt smiðirnir eru komnir.

Ef maður gerir þau regin mistök að falla í þá gildru ,,kíkjum aðeins á nýju íbúðina,, getur maður átt von á að ólétta konan stingi upp á því að fara í smá bíltúr þar sem veðrið er svo gott.

Fyrir óléttu konunni þá er smá bíltúr ekki smá bíltúr heldur laaangur bíltúr og áður en maður veit þá er maður allt í einu staddur í röngum landshluta. En maður þarf ekki að örvænta því ólétta konan hefur pakkað vel til ferðarinnar og er ,,óvart,, með NESTI með sér sem hægt er að gæða sér á.

ÓJÁ þetta starf er bara miklu erfiðara en nokkurn getur grunað....

Í síðustu viku afköstuðum við á EINUM DEGI að pakka niður í 5 kassa og fylla þrjár ferðatöskur....Það hljómar kannski vel en þetta er verk sem hefði átt að taka í mesta lagi hálftíma en tók okkur 5 klukkustundir sökum ítrekaðra kjafta- og sódavatnspása sem voru teknar á fimm mínútna fresti.

Upprunalega plan dagsins í dag var að reyna enn og aftur að hjálpa Brynkusinum ólétta að pakka niður. En veðrið þvældist fyrir okkur í þetta sinn en óléttar konur eru sérstaklega meðvitaðar um að í góðu veðri er ekki hægt að hanga inni og pakka niður. Í góðu veðri á maður að vera úti að leika sér.

Áður en ég vissi af var ég á fleygiferð um Krísuvíkurveg í leit að ævintýrum. Við keyrðum um skotsvæði sem er ekki langt frá námunni við Krísuvíkurveginn, fórum í lautarferð úti í hrauni, keyrðum upp í Bláfjöll og fórum um Hafravatn og Grafarholt og allt í einu var klukkan orðin kvöldmatur og tími fyrir óléttu konuna að fara heim.

Plan morgundagsins er að pakka niður...Við ætlum ekki að fá okkur ís áður en við byrjum að pakka niður, við ætlum ekki að skoða nýja húsið, við gerum ráð fyrir því að verðrið verði frekar vont. Við ætlum að vera rosalega duglegar. Við ætlum ekki að fjárfesta í sódavatni heldur límbandi og teipa fyrir munninn...

Já eflaust ætti þetta að takast hjá okkur núna....

7.6.05

Sumarið er tíminn!!!
Það hefur bara aldrei verið eins mikið að gera hjá mér og þessa dagana...en samt er ég ,,tæknilega,, séð atvinnulaus í júní...furðulegt það...

Ég hef ekki bloggað leeeeengi svo það er um að gera að stikla á stóru í þetta sinn...Ég fór á fyrsta brenniboltamót Brenniboltafélagsins Skúla þar síðustu helgi og það var BARA GAMAN....en Garún og félagar stóðu fyrir glæsilegu móti á Austurvelli. Það var fámennt en góðmennt og vegfarendur gengu með bros á vör framhjá okkur....svona einhvers konar nostalgíuhugsanir úr barnæsku... Ég afrekaði að skjóta boltanum í fót á öldruðum manni sem stóð hjá og brosti út að eyrum (,,aaahhhégmanþágömlugóðudagaþegarégvarúti aðleikamérbros,,).

Það er furðulegt, þó að veðrið sé gott og sumarið gengið í garð þá sér maður enga krakka úti að leika sér!!!...Ég er bara frekar hissa á því! Maður var úti frá 9 á morgnana fram til ellefu á kvöldin í alls konar leikjum í hverfinu, göturnar alltaf yfirfullar af orkuboltum...Kannski maður fari bara að ganga um hverfið sitt og spyrja hvort að krakkarnir nenni ekki að koma út að leika! Hehe...það væri frábær upplifun, foreldrar myndu eflaust hringja í lögguna og banna krökkunum að fara út.

Nú um helgina fór ég á Þingvelli í góðra vina hópi og var það yndislegt að komast aðeins út úr bænum og slappa af. Marý og ég dottuðum í pottinum til klukkan fjögur aðfaranótt sunnudagsins í góðum félagsskap tveggja stokkanda sem trítluðu í kringum okkur og gáfu skít í okkur í orðsins fyllstu merkingu þar sem við vorum að halda fyrir þeim vöku.

Jæja....ég nenni ekki að blogga...farin að sofa...því ég er að fara að vinna á morgun...jebb...mín fékk vinnu í heilan dag!!! Geri aðrir betur.......