31.3.04

Jæja..þá er það hér með opinbert -- Ég fékk EKKI draumastarfið!!!...hnuss og svei svei...ekki einu sinni VIÐTAL....samhliða því að vera orðlaus þá er ég jafnframt oggupínuponsusmá MÓÐGUÐ......sniff.....ég meina...C'EST MOI...;)...jamm..fyrsta sinn sem mér er HAFNAÐ um vinnu...sniffsniff....kannski kominn tími til...örlaganornirnar hafa ekki ætlað mér þennan vef að spinna....so be it.....það bíður mín eitthvað áhugaverðara handan við hornið....kannski bara blaðamaður á DV???..... :þ

Annars fór ég á mjög svo skemmtilega tónleika í gær þar sem Brynkus mín söng eins og engill....glæsileg uppsetning hjá þeim!!....Furðulegt að ég skuli ekki sækja fleiri tónleika...eins og það er gaman....Ég sat út í sal með gæsahúð og tárin í augunum svo flott var þetta....Mig langaði nánast að fá að syngja með...þarf að fara að skella mér í kór....sem fyrst...

Af kennslunni er það að frétta að ég er bara orðin ansi klár í dönskunni ;) ...tveir dagar eftir af þeirri kennslu og svo bíður mín mjög svo áhugaverð 6 vikna kennsla eftir páska......Og hvað ætlar hún Berglind að fara að kenna þá???.....JÚ hún verður HANDAVINNUFORFALLARKENNARALEIÐBEINANDI.....YESS...ég vissi að hönnunarbrautin mín kæmi mér að gagni einhvern tíma á lífsleiðinni ;)

Annars er ég bara búin að hafa það ,,rólegt" undanfarið...enda þorir maður vart að tjá sig þessa dagana um nokkurn skapaðan hlut....las samt ansi áhugaverða stjörnuspá í dag þar sem mér var sagt...ja eiginlega bara að þegja næstu daga ;)...gat ekki annað en hlegið....og spáinn kom náttúrulega úr þeim miðli sem ég hef hvað gagnrýnt mest ( og ætla ekki að lesa ) .....en þar sem mér var bent á hana þá gat ég nú ekki annað...enda ekki oft sem DV segir manni bara að þegja ;)....

26.3.04

Jæja..já.....merkilegt....þetta ;)

Ég fékk flottasta boðskort EVER áðan....

Berglind mín
björt í lundu,
syngur dátt,
dreifir gleði.
Kom til mín
kát í skapi,
et og drekk
emsinni hjá.

Klukkan sjö
kjötið ber hún
fram, rauðvíns-
flaskan opnast.
Glös klingja,
garnagaulið
hverfur og
hamingjan hlær

Geri aðrir betur...en þeir sem vilja forvitnast nánar um háttinn hafi samband við emsina mína....




23.3.04

Ég get ekki orða bundist...Er komin í heilagt stríð við DV...
Þvílíka siðferðisblindu hef ég vart séð á mínum æviferli!!!!....Ég er ekki á móti málfrelsi svo síður sé...en aðferðir DV öfgamanna er ekki að mínu skapi.....

Sem betur fer er ég ekki ein um þessa skoðun og finnst mér vera töluverð uppvakning á meðal landsmanna gagnvart þessum ,,ofsafjölmiðli" með þá sápuóperuskáldskaparogsiðblinduöfgamenn þá Illuga og Mikael við stjórn. En þeir félagar hafa nýlega fundið sér skemmtilegt leiktæki í sandkassa sínum og hafist handa við að draga fram hvern þann sora sem hægt er að finna á meðal breyskra einstaklinga í þeirri von um að græða smá aur........

Ég þarf ekki að nefna hvaða fréttir hafa farið fyrir brjóst mitt því sá sem hefur séð til forsíðuauglýsinga DV manna veit alveg hvað ég er að tala um....

Undanfarnar vikur hefur maður horfst í augu við ömurlegar forsíður og fyrirsagnir sem settar eru til þess eins að SELJA SEM MEST ....Með slíkum birtingum er um leið verið að rústa fjölskyldulífi margra einstaklinga. Birtar eru stærðarinnar myndir af mönnum sem hafa framið glæpi ásamt ítarlegum upplýsingum um heimilisaðstæður,fjölskyldutengsl og saklaust fólk nafngreint...jafnvel gefnar upplýsingar um búsetu!!!.......Reynt er að gera sem mest úr fréttinni svo landinn geti að minnsta kosti tengt sig strax við einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir viðkomandi glæpamann....Þá fyrst verður svo gaman....því þá er hægt að smjatta á þessu til dauðadags!!!....

Ég vil ekki svoleiðis samfélag og mótmæli þessari þróun. Mér finnst hún ekki farsæl lausn við meðhöndlun sakborninga eða við að upplýsa glæpi....við erum svo heppin að hafa einmitt stofnun sem sér um slík málefni fyrir okkur en þar vinna einstaklingar sem VITA hvernig meðhöndla skal upplýsingar....hvernig vinna eigi úr þeim... Þeir hafa menntast til þess og kallast rannsóknarlögreglumenn.....

Ef DV menn hyggjast fela sig á bak við sinn fréttaflutning með því að segjast stunda rannsóknarblaðamennsku þá þarf blaðamannafélagið virkilega að fara að setja sér siðareglur gagnvart meðhöndlun upplýsinga!!...

Á Íslandi viðgangast ekki dauðarefsingar....menn sem fremja glæpi eru settir inn í þeirri von um að hægt sé að skila þeim út í samfélagið að lokinni afplánun með það fyrir augum að þeir hafi betrumbætt sig...Þeir fái tækifæri til þess að fóta sig að nýju í lífinu....þeir borga sína sekt...þannig virkar það hér á landi og hefur tíðkast síðan við hættum að senda glæpamenn inn til fjalla þar sem þeir voru réttdræpir.

En DV menn virðast ekki sáttir við þær staðreyndir og reyna nú hvað þeir geta að stuðla að fækkun fólksfjölda hér á landi með því að gera ólánsmönnum og fjölskyldum þeirra lífið leitt með ærumeiðandi fréttaflutningi. Þannig koma þeir í veg fyrir að ólánsmenn geti snúið blaði sínu við.....DV menn hafa sett sig í hlutverk böðulsins ,deila nú út byssum og skotum til þeirra sem á vegi þeirra verða....,,Gjössuvel....fáum við ekki einkabirtingu??"....FÍN AFTAKA!

Eru skuldir heimilanna svo miklar að lágkúrulegir einstaklingar eru farnir að vinna í aukavinnu hjá DV með því að senda inn hin ömurlegustu fréttainnskot í von um skjóttan 3000-7000 króna gróða??..sem jú gæti orðið að 10000 króna gróða ef maður er svo heppinn að hafa sent inn ,,besta" = lágkúrulegasta fréttainnskot vikunnar...

Við Íslendingar látum ekki bjóða okkur hvað sem er....og sækjumst ekki eftir USA lifnaðarháttum eða hræðslusamfélagi þar sem enginn er óhultur...neikvæðar og niðurdrepandi fréttir daglega....sorinn í öllu sínu veldi...

Sem betur fer eru margir Íslendingar með fína siðferðiskennd og neita að fjárfesta í þessum sora....sumir hafa sagt upp áskrift sinni í kjölfar þeirrar stefnu sem blaðið hefur tekið og veit ég dæmi um að þeir sem hafa fengið blaðið ókeypis inn um lúguna hjá sér hendi því.....enda ekki klósettpappírsvirði...

Ég hins vegar í mínu heilaga stríði við DV er að safna sorablöðunum saman því ég mun gera mér ferð niður í DV hús og afhenda þeim þessar ógeðsfréttir sem berast nú inn um lúguna hjá mér án þess að ég hafi nokkurn tíma viljað fá þær!

21.3.04

Jæja...þá er fyrsta helgin búin í náminu ógurlega....mikill léttir ég hélt ég myndi deyja úr súrefnisskorti,áhugaleysi og leiðindum ;).....mikið var þetta ömurleg námskrá þessa fyrstu helgi....Við Brynkus vorum ekkert skárri í dag en í gær....en Jói vildi samt sitja hjá okkur svo ég tel að við höfum örugglega verið hinar skemmtilegustu kjaftatíkur og flissarar....

Afmælisteitið í gær var hið glæsilegasta þrátt fyrir stórkostuleg afföll í vinahópnum....vinna, ,,barnapössun",árshátið,veikindi og rómantísk helgi turtildúfanna settu svip sinn á mætingu en það var ekkert svo slæmt....bara meira af kræsingum fyrir okkur hin....
Við Brynkus vorum allt of settlegar þetta kvöld og nær ekkert um drykkju af okkar hálfu...enda töluverðar áhyggjur vegna tilvonandi námskeiðs morguninn eftir....

Jamm og jæja...mín er bara ótrúlega þreytt.....klukkan ekki orðin 22:00 og ég farin að horfa löngunaraugum á koddann....en mér finnst aðeins of snemmt til þess að halla höfði.....ó well..

19.3.04

Yesss...þá er fyrsta degi lokið í meiraprófsnáminu........þrjár stelpur og eflaust 40 strákar í tímanum...ekki slæmt það hjá manneskju sem var að útskrifast úr kvennafagi ;) gaman að sjá stráka á skólabekk ;) ....það voru nú samt engir álitlegir prinsar á lausu þarna inni...þeir fáu sem ekki voru með hringa ;) Já ég tók eftir því!!! ...... :0) voru annað hvort of ungir eða hmmm.....ekki alveg mínar týpur...

Sem betur fer sat Jói á milli okkar Brynku því annars hefðum við verið reknar út úr tíma....ég veit ekki hvort það var súrefnisskortur eða sykursjokk...sykurflipp...ofþreyta eða bara einfaldlega okkar raunverulegi persónuleiki sem fékk töluverða útrás í tímanum....gerðum vart annað en að ranghvolfa augum...flissa,hlægja,skríkja....og hvísla ;) ....sem er kannski ekki alveg það sniðugasta sem ALVÖRU kennari gerir er hann sest á skólabekk né forfallakennaraleiðbeinandi ;)....en gaman gaman og tími strax í fyrramálið...svo ég er farin að sofa....enda að deyja úr þreytu........eini bömmerinn við þetta er að ég þarf að mæta í skólann kl 09 á SUNNUDEGINUM.....sniff.....sem þýðir einfaldlega að ég þarf að hefja drykkjuna eeeeeldsnemma á morgun.....og hætta á miðnætti.....bömmer.

18.3.04

Nú er ég orðin ,,forfallakennari" ( leiðbeinandi ;) )
Og ÞAÐ ER GAMAN AÐ KENNA!!!!...
Ótrúlegt en satt...ég hélt að kennsla væri nokkuð sem ég myndi ALDREI taka að mér....ALDREI...
Undanfarin ár hafa ýmsir aðilar bent mér á að ég yrði góður kennari....í hvert sinn sem það var sagt pirraðist ég og fussaði og sveiaði....no way..not me....

Er ég var 7 ára þá var minn uppáhalds leikur að leika kennara....hvern einasta dag las ég upp úr kladdanum og merkti við þá sem voru mættir...allir nemendur nema einn voru ósýnilegir...og þessi eini nemandi naut nú góðs af þessari kennslu minni þar sem hann lærði að lesa 4 og hálfs árs gamall.........þessi nemandi var auðvitað litli rauðhausinn hún systa mín...sem mætti alltaf í alla tímana og lærði stafina samviskusamlega og áður en mútta og padre vissu af var hún bara læs stúlkukindin ;) ....

En ég er náttúrlega bara búin að kenna í tvo daga ;) en það hefur ansi margt gerst á þessum dögum......fullt af ótrúlega skemmtilegum og furðulegum uppákomum...mjög svo fjölbreytilegt starfsumhverfi......en um leið stórhættulegt.....mjög svo ofbeldisfullir krakkar sem hrærast í þessu þjóðfélagi okkar í dag....

Jæja...verð að hætta....er að fara að kenna leikfimi á morgun ;) heheheh....6 ára bekkurinn er víst svo hrikalega erfiður að leikfimiskennarinn þarf aðstoð ;)
gaman gaman......og jú svo er jú meiraprófsdagurinn á morgun....mín ætlar að taka meiraprófið næstu vikurnar... Bara brjálað að gera....

Og svo er jú megapartíið hjá Gunna um helgina...hlakka mikið til......

16.3.04

Og enn heldur sjálfsskoðunin áfram....
Sumir halda því fram að ég eigi að gerast skrifari á hörðum kolli og hlusta á barbieplastic lög í 1000 ár....sumir segja að ég sé skrítin...sumir að ég sé furðuleg...spes..biluð.....ég held ég hætti bara að hlusta á fólk...þessi netpróf eru miklu skemmtilegri og ábyggilegri en skraf í mannfólki ;)
jamm......
gold heart
Heart of Gold


What is Your Heart REALLY Made of?
brought to you by Quizilla

Eða hvað........!!!! ??????
CWINDOWSDesktopPowerRangeres.jpg
Power Rangers Movie!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

Mæ god!!....Hef sko aldrei séð þessa mynd,ætla aldrei að sjá hana...mér finnst þessi ljósmynd ekki gefa til kynna að um sé að ræða vitsumunalega kvikmynd!!!....sjokkerandi outfit....ekki að mínu skapi......eeehh.....er í sjokki...

En þessi tvö próf eiga það sameiginlegt að nefna gull..jamm....
Ég er GULLS ÍGILDI...

11.3.04

Til hamingju með afmælið GUNNI!!!!!......
Enn eitt fórnarlambið komið á fertugsaldurinn....

Ég er mikið að hugsa þessa dagana um allt og nánast ekkert.....er svo bissí við að gera akkúrat ekki neitt....og við slíkar aðstæður þá fer ég oft að pæla í ótrúlegustu hlutum....pæling dagsins í dag er KVENFÓLK...

Við erum ótrúlega skrítnar...skil ekki afhverju ég er alltaf jafn hissa á því en það er bara staðreynd....Við erum í því að flækja líf okkar með alls konar hugsunum og vangaveltum um eitt og annað og leggjum gjarnan fáránlegan skilning í hlutina...og á þetta sérstaklega við ef karlmenn segja okkur eitthvað....

Þið vitið eflaust að karlmenn ( flestir ) þeir tala frekar hreint út....En konur...þær eru alltaf að læðast í kringum hlutina...segja eitthvað í óljósri merkingu með alls konar hintum..sem hinn aðilinn Á BARA AÐ SKILJA...en gerir auðvitað ekki þar sem hann veit ekkert hvað er að gerast í þessu klikkaða heilabúi okkar....Við erum oft að ýja að einhverju....og föttum svo ekki afhverju enginn skilur okkur nema auðvitað kynsystur okkar sem sitja í sama ruglumbullumpolli og við...

hmmm..nú viljið þið eflaust fá dæmi.....ok...ætla að nefna tvö dæmi....

Kona ein segir við kærasta sinn..ohh.....ég er svo svöng...ætla að fara að koma mér og fá mér að borða....
Hann segir auðvitað....já ok..sjáumst.....gangi þér vel eða eitthvað slíkt.... (vonandi segir hann samt eitthvað annað en þetta)

En það sem hún vildi sagt hafa var....Æ..ertu ekki til í að bjóða mér í mat....eða..eigum við að fara út að borða saman..eða viltu ekki koma í mat til mín í kvöld...hún sem sagt hugsar allt þetta þrennt..á þessari ögurstundu...hann heyrir náttúrlega....hún svöng...hún fara...núna...ég segja bless....einfalt mál!!......Nei nei...hún fer svöng og fúl og heldur að hann elski sig ekki.....bömmer í þrjár vikur og hann skilur ekki í því afhverju hún er svona erfið í skapinu......SKILJANLEGT....

Dæmi tvö...fékk þennan póst í dag ...frá pabba ;)

For all you parents out there!
(This includes all "wanna-be"and "could-have-been-but-chose-not-to-be
parents" ;)

OKEY OKEY ...hérna strax fara bjöllur að klingja í kvenmannskolli.....í fyrsta lagi er ég ekki foreldri...er þetta því hint frá pabba um barnleysi mitt...smá ádeila....skot undir beltisstað......þar sem pabbi vill auðvitað verða afi og ég að komast á fertugsaldurinn og hef ekki sýnt neitt nema algjöra ófrjósemi...

Repeat after me:


I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ..........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ..........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ..........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ..........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again ...........
I will never complain about MY kids again:

Hmm....eða er hann að segja að ég sé svo erfið í umgengni en hann ætli nú að REYNA sitt besta við að sýna því skilning....og hætta að kvarta undan mér....... Eða er þetta einfaldlega póstur sem átti að draga fram bros...svona póstur sem gengur á milli manna..ég sendi pabba brandara hann sendir mér...

Jamm...erfitt að vera kona...við þurfum að fara að hugsa eins og karlmenn...lífið væri miklu auðveldara.....eða hvað?


10.3.04

Er mikið að velta því fyrir mér hver ég er þessa dagana....og hvert ég sé að fara .....svona..,,Hvert er ferðinni heitið og til hvers lagðir þú af stað...ert þú fyrir alla eða allir fyrir þig" ( kvót úr Grænjöxlum)

Stend á krossgötum í mínu lífi í orðsins fyllstu merkingu.....
T.d...er ég sundmagadrottningin ógurlega eða hjartadrottningin eða bara gamla bestaskinn....er ég enn í námsmannahugleiðingum eða er þetta ágætt í bili....er ég að fara að vinna við draumastarfið eða ætla ég að puða í ruglumbulli næsta árið og skella mér í M.A. á næsta ári...

Ætla ég að gerast innanhúsvinnualki eða hindrar fiðrildið í maganum á mér að svo verði...dæmd til þess að vinna í fjölbreytilegri umhverfi....

Svona pælingar sem maður þarf að íhuga nokkrum sinnum á ævinni....
Og ekki verra að til séu próf til þess að auðvelda þetta fyrir manni.....

Earth girl
You are a true nature girl!


Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla

Yess....gott að vita að ég sé í svona góðu jafnvægi og sé blessuð af sjálfri Gaia.....iss..hvað er ég að velta mér upp úr þessu......

p.s..ágætis mynd af mér....þarf að fara að strauja þennan búning og klæðast honum á ný......

7.3.04

Ég vil óska Brynku til hamingju með frábæra síðu....flottar myndir!!!.....Nú þarf maður sko að bretta upp ermarnar...

Ég varð snældubrjáluð í umferðinni í dag....var að keyra í bíl ( farþegi ) voða gaman....á Miklubrautinni ...sat sæl og kát í farþegasætinu mjög svo afslöppuð....þegar allt í einu það brotnaði GLERFLASKA fyrir framan bílinn sem ég sat í.....Múttan og ég fengum næstum því hjartaáfall okkur brá svo .....hafði þá ekki einhver AUMINGI í leigubílnum fyrir framan okkur ( sem var númer 134 ) hent heilli flösku út um gluggann....Á MIKLUBRAUTINNI.....helvítis aumingi!!!.....ég varð svo vond!!!....missti vitið og sagði MAMMA ELTU BÍLINN!!....og mútta náttúrulega þorði ekki öðru þar sem ég var komin með símann í hendurnar og ætlaði að hringja í 112 og KLAGA......NÚ...við eltum bílinn og loks náðum athygli farþeganna á ljósum þar sem við stoppuðum og ég fékk mínar 20 sek frægð þar sem ég ,,reyndi" að messa yfir drukknum strákfábjánum....sem náttúrlega bara dissuðu mig....sem ég hafði að vísu alveg gert ráð fyrir....svo ég setti bara á þá bölvun og leið miklu betur eftir það ;) ....

En ótrúlegt hvað fólk getur verið HEIMSKT..hættulega heimskt...þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í því að fá næstum því eitthvað á bílinn sem ég er í.....fyrir nokkrum árum var ég að keyra rétt fyrir utan Selfoss þegar ég fékk næstum því fulla bjórdós á húddið....en pakkið fyrir framan mig hafði hent henni út um gluggann...og jú..þar sem ég varð snældubrjáluð elti ég auðvitað bílinn....sem stoppaði við kfc þar sem ég tók bjánasnáðana í karphúsið.....og þeir urðu miður sín...þar sem ég ,,lék aumingjastúlkannæstumþvígrátinæstmiðursínogísjokki" ....sem getur verið mjög hentugt til þess að koma skilaboðum áleiðis....þeir urðu voða skömmustulegir og EFAST ég um að þeir hafi ekki endurtekið þennan leik aftur....

Nú svo var ég einu sinni sem oftar að keyra í Kópavoginum þegar ég fékk næstum því KÚKABLEYJU...á rúðuna hjá mér....

Ogogogog...einu sinni tæmdi einn bévítanskarl öskubakka sinn á Reykjanesbrautinni í MIKLUM VINDI ....og askan og stubbarnir flugu á rúðuna hjá mér.....

HVAÐ ER AÐ FÓLKI Í DAG!!!!!!..........................ÉG ÞOLI EKKI SVONA EINSTAKLINGA.....OG ERU ÞEIR RÉTTDRÆPIR Í MÍNUM HUGA....Háttalag sem þetta getur valdið slysi....því maður á alls ekki von á svona lagað þar sem maður keyrir um á 80 km hraða....mitt litla hjarta þolir ekki svona fávitaskap....

Eftir Kúkableyjureynsluna og Stubbana var ég nú viss um að lenda ekki í þess háttar aftur....en Selfosskeisið fyllti mælinn hjá mér og tók ég þá ákvörðun eftir þá reynslu að ELTA FÓLK UPPI....ójá...og setja bölvun á þá sem ekki taka sönsum........

Passið ykkur á ruslinu...og þið þarna kúkableyjustubbabjórdósaogglerfantar...passið ykkur á MÉR!!!.....Mér er þokkalega alvara með þessu....




5.3.04

9 mánuðir og og og 19 dagar til jóla!!!...yesss......bara eins og fín meðganga....( ekki að ég hafi reynslu á því sviði ...)


Silent Night
You are 'Silent Night'! You really enjoy
Christmas, and you like your Christmases
conventional. For you, Christmas is about
family and traditions, and you rather enjoy the
rituals of going to church at midnight and
turning off the lights before flaming the plum
pudding. Although you find Christmas shopping
frustrating, you like the excitement of
wrapping and hiding presents, and opening a
single door on the Advent Calendar each day.
You like the traditional carols, and probably
teach the children to sing along to them. More
than anyone else, you will probably actually
have a merry Christmas.


What Christmas Carol are you?
brought to you by Quizilla

Langaði að deila þessu með ykkur.....

3.3.04

Ég biðst velvirðingar á skammtímaminni mínu...og já eins og ég sagði ...ég hef mér engar málsbætur...Viðurnefnið Hjartadrottningin er heimasmíði hennar frænkuvinkonu minnar LILJU MEGAHÚSMÓÐUR...og hef á ákveðið að nýta mér það uns annað kemur í ljós ;)

Annars er ekkert að frétta...neibb...eða júhú...var að fá 152 myndir úr veislunni góðu....margar hverjar mjög góðar...aðrar ekki eins góðar og svo eru það þessar sem sýna greinilega ,,ástand" síðla næturs..jamm...og eru þessar ástandsmyndir aðallega af mér...og jú Lilju og Andra megagítarsólista....ætla að láta prenta þær út ...

Hvernig er með þetta myndakvöld húsmóðir??...

2.3.04

Meira meira rok meira rok meira meira rok......lalalalalalalalalalalalala...
Ég elska þetta veðurfar....súrefni beint í æð....ókeypis hárgreiðsla...ókeypis bað...allt frítt...mér að kostnaðarlausu...gerist ekki betra...En þar sem ég er víst hrikalega opin fyrir öllum flensum þetta árið þá setti ég mig í útvistarbann í kvöld.... :( hefði sko alveg viljað fara í laaaangan göngutúr....jafnvel týnast...

Takk emsin mín....bestaskinnið var farið að vera svolítið aumkunarvert ;) mér líður eins og DÖMU núna.....ber nafnið með stæl og á sko skartið í stíl!!!...

Hér með verður Berglind eingöngu bestaskinn ÞEGAR MIKIÐ LIGGUR VIÐ...en þess á milli hjartadrottningin....

1.3.04

ELSKU ÆTTINGJAR OG VINIR.......TAKK FYRIR MIG!!!!!.......

Ég átti ótrúlega góðan dag/nótt með ykkur á laugardaginn og vil ég þakka KÆRLEGA FYRIR MIG....Mér þótti rosalega vænt um að þið skylduð getað samfagnað með mér á þessum líka merkisdegi í mínu lífi ;) Pabbi,Mamma,Helga og Kata systir eiga öll þakkir skilið fyrir frábært skipulag á GÓÐUM DEGI......

Ég er snortin yfir öllum þessum dýrindis gjöfum sem mér voru gefnar....eiginlega bara orðlaus...sit hérna umvafin hjörtum og líkar bara vel....takk fyrir það!! ,, FRÍÐA FÖRUNAUTIÐ" ( ágætt orð yfir ykkur )

Í dag hafa mér borist þó nokkuð margar umsóknir ...um inngang að vinahópnum.....einu sinni prófað....þú getur ekki hætt.....skil það vel ....eins og ég ánetjaðist ykkur fyrir 13 árum.....jájá og ykkur stelpur fyrir 17-20 árum.....

Ég er líka svo hissa á ykkur....þvílíkar framfarir....þið eruð algjörlega húsum hæf!!!...ælufatan víðs fjarri ( bömmer ) og og og ég er bara ótrúlega ánægð yfir því hvað allir voru fínir og sætir og ,,dannaðir" og .....frábærir ;) ...POTTÞÉTT AÐ ÞIÐ FÁIÐ aðgengi að brúðkaupinu mínu......

En talandi um það....eins og allir vita ( eða eiga að vita ) þá mátti vitja karlmanna í gær...en slíkt gerist nú bara á fjögurra ára fresti....nú mín ákvað að láta reyna á daginn ....og eins og Andri og Benni eru mér til vitnis...þá REYNDI ÉG...VIRKILEGA REYNDI......en það vildi mig enginn......bara horft á mig með hræðsluaugum ....svona ....eins og menn vildu ekki vita af mér þarna......og sagt ,,NEI"....ekki ,,Nei, takk fyrir annars gott boð....en ég er frátekinn"...eða ,,Vil ekki" eða ,,Er hommi"..eða ,,Þú hrífur mig ekki"...Ó nei....bara NEI....Og forðað sér í burtu......Einn svaraði mér ekki....og ég var svona að velta því fyrir mér hvort að þögn sé sama og samþykki í þessu tilfelli???

Frænka mín komst að þessu uppátæki hjá mér...og hún var EKKI ánægð...held hún sé búin að panta sálatíma fyrir mig.... það er allavega búið að kalla út fjölskyldufund í vikunni.... :/

Enn og aftur TAKK TAKK TAKK...fyrir mig....nú bara klára þessar 8 einingar sem ég á eftir í B.S. og halda AÐRA VEISLU...JIBBBB???????........not...eða hvað?.... ;) Það voru víst veðmál í gangi..um fyrirhugað/eða ekki/ áframhaldandi nám mitt......ssssspennandi ....hvað er í vinning? Ég fékk aldrei að vita það......