24.7.05

24.júlí 2005 - Erfinginn kominn í heiminn!

Barnið er fætt!!!!! Án efa yndislegasti gullmoli, foreldrar himinlifandi en þreyttir þar sem lítið hefur verið um svefn undanfarna daga. Barnið er stúlkubarn fætt fyrir rétt um KLUKKUTÍMA SÍÐAN og er því í LJÓNINU....Ég er ekkert smá stolt skámamma og hlakka bara til að knúsa og kjassa og jú kannski skipta um bleyju ef ég þarf.

Bryndís og Jón Einar INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ LITLU PRINSESSUNA!
Hún hefur þegar sigrað mitt hjarta og ég er ekkert smá ánægð með stundvísi hennar þar sem ég hafði jú miklar áhyggjur að fá ekki að sjá litla erfingjann fyrr en seint í ágúst! JÚLÍ ER fínn afmælismánuður.

Dúllunni lá nokkuð á þar sem ekki var búist við henni fyrr en um verslunarmannahelgina en ég tel að Brynku sé afar sátt. Það er ótrúlegt hvað þetta gengur hratt fyrir sig. Ég talaði við Brynku í gærkvöldi, 13 klukkutímum fyrir fæðingu og var ákveðið að ég myndi keyra hana til sjúkraþjálfara og ljósu á mánudaginn.

Jæja...ég er að springa af gleði....best að fara að gera eitthvað

18.7.05

ÉG ELSKA STARFIÐ MITT
Frábær hópur, hress og kátur og yndislega skemmtilegur!! Mikið hlegið og brandararnir fljúga hægri vinstri....
Erum búin að flakka um landið og ætlum að hætta okkur inn á hálendi í fyrramálið með 1,750 ml af brennivíni og 300 gr af hákarli...nammi nammi....
Ég lít út eins og hálfviti þar sem ég brann í sólinni í fyrradag og er nú með sólgleraugnafar í andlitinu!!!...
Á ferðaflakki sem þessu er BARA GAMAN að vera gæd!!!!

Kveðja frá Laugum...

Jamm klukkan er 02.06 og ég er á leiðinni í háttinn...hópurinn er enn á barnum og búinn að stúta að ég held 2 x 750 ml flöskum af brennivíni...Þvílíkt úthald...en ég er farin að sofa.....morgunmatur eftir 4 klukkutíma...úfffffff

10.7.05

ÉG Á AFMÆLI Á EFTIR ÉG Á AFMÆLI Á EFTIR ÉG Á AFMÆLI Á EFTIR....ÉG Á AFMÆLI Á EFTIR....

Jebb...mín verður formlega ÞRJÁTTTTTTTÍJUUUOGEINSÁRS eftir um það bil klukkustund og 8 mínútur. Hátíðarhöldin hófust í dag með megamatarboði a la pabbi. Það var yndælis kvöldstund í faðmi systkina, knús,kossar og gjafir! Ég er bara eftir mig.
Sit heima og er að hlusta á...JÚJÚ il divo...HVAÐ ANNAÐ!

Annars er ég voðalega þreytt ( andlega ) eftir hamfaraferð mína með VIP spánverjunum. Hópurinn var FRÁBÆR en hópstjórinn.... :(

Ég á eiginlega engin orð yfir þetta. Ég fór enn og aftur tilfinningaskalann upp og niður, út og suður, til hliðar og aftur á bak....maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Í þessari ferð uppgötvaði ég að ég þarf að ÆFA mig betur í að rífast á spænsku!!!!!... JÁ hnakkrífast, það er ekki nóg að hafa ákveðnina í röddu, grimmd í andliti.....ORÐAFORÐINN þarf sko að vera VEL SLÍPAÐUR.

Allir leiðsögumenn ættu í raun og veru að hafa eitt stykki RÍFAST RÆÐU í farteskinu ef ske kynni að þeir þyrftu að skvetta eins og einni fram í skyndi...A.m.k. hefði ég viljað vera undirbúin fyrir geðveikiskast hópstjóra míns klukkan 04:30 aðfaranótt föstudagsins síðastliðinn sem átti sér stað úti á Leifstöð. Sú stund er mér efirminnileg og eflaust öllum sem þar voru staddir.

En nóg um það. Brynkusinn er búin að fá söguna í fullri lengd svo ég nenni eiginlega ekki að eyða frekari orku í að pára um þessa lífsreynslu enda líka bara FJÖRTÍUOGFIMM MÍNUTUR Í AFMÆLI MITT......jibbbííí

3.7.05

Gædalæti - Dagur 5 í VIPPPP ferðinni ógurlegu...
úfff...ef ég hefði ekki BESTA BÍLSTJÓRA Í HEIMI væri ég DAUÐ!
kv,
Berglind sem er allt of þreytt til þess að skrifa meira.

p.s er á Mývatni, rigning, rok og rokk