29.12.02

Saumó....


Ég átti sko fína kvöldstund í faðmi góðra vinkvenna....Hugsa sér við höfum flestar verið vinkonur í hmmm...næstum því...jú..örugglega...17 ÁR!!!!.....HRIKALEGT ALVEG.....Meirihluti lífs míns... ;)
En allavega var þetta fín kvöldstund og vil ég þakka kærlega fyrir mig....gaman að taka á móti ykkur dúllurnar mínar ; ) og ég vona náttúrulega að ykkur hafi líkað vel ístertan sem ég bakaði ;) svo og desertinn hans pabba ;) og jú allt snakkið sem ég bjó til ;Þ
Það er hreint ótrúlegt hvað tíminn líður hratt með ykkur...enda frá mörgu að segja.. ;) og ja..lítið sem ekkert saumað ;Þ
Hápunktur kvöldsins var náttúrlega tilkynning aldarinnar....ENN EIN BARNSHAFANDI...OG ...auðvitað trúði því engin svo Lilju var ekki einu sinni óskað til hamingju með það ;) frábært alveg!!!

Sko...ég vil biðja Þyrí fyrirgefningar á því að hafa ekki dregið Marý út á djammið.....EMS og KBV eru einfaldlega EKKI að standa sig!!!...skömmirnar ...en áður en varði var klukkan orðin allt of margt til þess að fara á slíkt ról.....sorrý sorrrý sorrrrrý....geri betur næst...
Jæja..ég er farin að lúlla...kveð að sinni....

23.12.02

Ég þoli vel....


Jólin...því ÉG er jólabarnið....
Ég er búin að skreyta jólatréið mitt sem er það fallegasta í öllum heiminum,loðið gulljólatré!!!
Gerist ekki betra...
Gleðileg jól öll saman og hafði það sem allra best yfir hátíðina..hittumst hress og kát í áramótateitinu ógurlega...

p.s...ÉG ER HÆTT AÐ FARA Á JÓLABALL Í HÍ....þvílíkt og annað eins...20 hræður...þetta er bara skammarlegt...
En Í svörtum fötum fá hrós fyrir að leika flugeldasýningu Rammmmsteins eftir...mjög gott mjög gott....
En þeir fá skammir fyrir að setja LeonSÍ..á sviðið....HVAÐ VORU MENN AÐ PÆLA!!!...
Annars..komst ég í ágætis jólaskap þegar hún söng Loverboy..... ; )
Svo var hún sérstaklega jólaleg útlítandi...minnti mig eiginlega bara á fallega gulljólatréið mitt...bæði jafn mikið gervi ;)

12.12.02

Ég þoli ekki...


snjólaus..jól....
Það bara gengur einfaldlega ekki upp....þetta snjóleysi okkar er alveg að fara með mig...ég er vetrarstelpa...og ég vil snjó!!...Veðurguðirnir eru mér ekki hliðhollir...og sama hvað ég reyni virðist alltaf vera á tali hjá þeim þessa dagana.. :(
Þetta er bara frekar slæmt fyrir alla aðila...
T.d...fyrir ferðaþjónustuna...ímynd landsins er í molum...ferðamenn sitja daprir á kaffihúsum borgarinnar og vita ekkert í sinn haus...búið að lofa þeim haglél og leiðindum og þeir búnir að fjárfesta í rándýrum búnaði áður en þeir komu til ís-landsins...þar sem allra veðra er von...mjög slæmt...
Nú..svo eru það leigubílstjórar...það er EKKERT að gera hjá þeim....( samkvæmt áreiðanlegum heimildum ) og þeir hittast núna daglega þar sem farið er með veðrabænir í von um verra veðurfar sem þýðir...meiri viðskipti...
Svo er þetta einstaklega slæmt fyrir jólaskapið......vel skreytt hús...í öllum regnbogans litum ....eru bara ekki eins hátíðleg...með dökkum bakgrunni..hvítur bakgrunnur væri ákjósanlegri..jamm....Öll hús líta eins og wannabe jólahús....og þar sem ég er jólabarnið ógurlega þá er ég einfaldlega MIÐUR MÍN!!!....nenni ekki að skreyta...hlusta á jólatónlist..með bros á vör en sorg í hjarta..
Það er spurning um að fjárfesta í gervisnjóvél...annars finnst mér náttúrulega að yfirvöld eigi að sjá um slíkt þegar náttúran bregst manni..ég er alvarlega að hugsa um að flýja norður í faðm ömmu og afa...því það er víst búið að bóka jólasnjó þar.....jamm...eða kannski er bara komin tími á öðruvísi jól.. (..þoli ekki breytingar...) halda bara allt öðruvísi jól en venjulega....kannski bara...skella sér í messu,fara á djammið og drekkja sorgum sínum.....og..hmm.....eee..skella sér í ljós...og.....fara í ræktina...og bara...taka til í garðinum...eða eitthvað..góður tími til þess..!!...

p.s..
Fyrir forvitna... ( íslenska nýbúann erlendis og frænku ) þá sótti ég um vinnu á hóteli...jamms....very very....nice...yes..

11.12.02

Ég þoli ekki....


Fólk sem stelur bílastæðinu MÍNU....
Jamm...MÍNU..því ég hlýt að eiga tilkall ( óskrifuð lög ) til a.m.k eins bílastæðis af þessum SEX sem eru hér fyrir framan....grannarnir mínir eru með einkastæði annars staðar..sko...
Undanfarin kvöld hef ég verið að koma frekar seint í hlað og þá hafa bara öll stæðin verið upptekin..ég er ýkt fúl..og pirruð...í kvöld varð ég að leggja í örugglega kílómetra fjarlægð frá heimilinu!!!..sem er sko allt of langt í burtu!!!...
Sko..annað hvort eru ættingjar granna minna alltaf í heimsókn...eða einhvern hérna er að stunda vændi og þetta eru kúnnarnir sem eru að þvælast þetta fyrri mér...nú eða..kannski eru þetta viðskiptavinir Catalinu og þar sem þeir hafa fengið sér of marga bjóra hafa þeir ákveðið að skilja bílana eftir ( sem er bara gott mál...en ekki ÖLL KVÖLD ).....
JÁ...þetta pirrar mig geðveikt!...hmm...að vísu er þetta ókeypis auka hreyfing...en ..ég er samt fúl....hmm..kannski eru þetta bara samantekin ráð einstaklinga að ég eigi að fara að hreyfa mig meira...en mér þætti vænna um ef þeir töluðu þá við mig..í stað þess að þvælast í MÍNU stæði!!!....hmm..kannski ég ætti bara að hætta að vera fúl og fara að sofa...loka gluggunum svo kettirnir komi ekki inn...það sem á mann er lagt!!!!....

p.s..annars var ég að sækja um VINNU : ) og það er bara gaman....eins gott að þeir ráði mig..annars verð ég meira ýkt fúl!!!

10.12.02

Ég þoli ekki....


Ketti.....
Neibb...einfaldlega hata þá...sérstaklega..gula og hvíta ketti....en þeir sækja í mig þessa dagana...
allavega....hefst þessi litla saga á þá leið..að ég var í sakleysi mínu að taka til heima hjá mér..þegar ég heyri þetta líka ógurlega hljóð koma frá glugganum....ég var nú viss á því að þetta væri ekki innbrotsþjófar...enda ekkert fyrir þá að sækja til mín...og auðvitað tölfræðilega séð er ég búin að fá minn skammt af innbrotsþjófum for the rest of mæ læf...allavega...."hljóp" ég tvö skref að glugganum og svippti gardínum frá..og horfðist í augu við hvítan og gulan feitan og ljótan kött....FITUHLUNKUR..... og ég svona.."fussaði og sveiaði" ok ok...ÖSKRAÐI..á hann...og honum brá svo....( sem var mjög fyndið að vísu..mun aldrei gleyma undrunarsvipnum....minningin fær mig enn til þess að brosa.. ) allavega brá honum þetta líka..að hann rívændaði....og ætlaði sér út um gluggann hið snarasta..spólaði á gluggakistunni og HENTI öllum fallega dótinum mínu á gólfið..með þvílíkum látum...
Mér fannst þetta að vísu frekar aumkunarlegt brotthvarf..þar sem fituklessan komst varla út aftur....og hefur án efa farið út á viljanum einum...enda ég í þvílíkum ham.....en..allavega..( uppáhalds orðið mitt núna ) þá er styttan mín dáinn...sniff...þessi líka fallega stytta af einum af hermönnum úr..X eitthvað héraðinu í Kína....sem voru grafnir upp þarna forðum daga..MUNIÐ!!....JÁ....einmitt...en allavega..flaug hausinn bara af henni...og höndin líka...svo núna lítur hún út fyrir að vera ANTÍK... ;) ...en ég er samt fúl....þessi bölvuðu kettir..eru alltaf að pirra mig...þeir sitja um mig...og allir eru þeir gulir...breima og breima alla nætur og smokra sér inn um alla glugga hjá mér.....ætli þetta hafi einhverja þýðingu???......svona eins og draumar..þá hlýtur að vera hægt að ráða í þetta einelti þeirra gagnvart mér.....ég bara spyr...

6.12.02

Jólagjafalisti Berglindar!!!!


Jamm...ég veit þið trúið mér ekki.....en sendiboði jólasveinanna bankaði upp hjá mér í dag... og krafðist þess að fá að vita hvað mig langaði í jólagjöf...þar sem jólasveinarnir vita sko EKKERT hvað þeir eiga að gefa mér í jólagjöf í ár...sko..ég sagði honum náttúrlega frá því að það væru glingurjól ( skýringar seinna ) á mínum bæ...en hann sagði mér að jólasveinarnir ætluðu sér ekki að halda glingurjól..þar sem það væri ósanngjarnt gagnvart öllum öðrum stórbörnum svo ég yrði að gera lista hið snarasta...og ekki væri verra ef ég myndi bara setja hann hingað inn...þar sem jólasveinarnir eru víst orðnir ansi tæknivæddir...nú hér verð ég við þeirri beiðni...en samt sko fannst mér ekki ástæða til þess að auðvelda þetta neitt fyrir þeim : O )

Kæru jólasveinar.... til þess að "auðvelda" ykkur valið þetta árið..þá hef ég búið til EKKI LISTANN MINN...þ.e..það sem ég vil EKKI fá í gjöf....farnist ykkur vel.....

1) Ég vil ekki heimilistæki eða húsgögn til heimilisins - Slíkar gjafir á maður að fá þegar maður giftir sig ( svo maðurinn fái þær líka :) ..og þar sem ég er ekki gift..þá þarf ég ekki slík tæki..ég bý ein og skápaplássið mitt er oggupínuponsusmá ....svo finnst mér MÓÐGANDI að kk gefi kvk heimilistæki ( og hvað þá 13 kk ) ...sko.til þess að flækja annars stutta sögu þá .t.d..þekki ég eina sem fékk borðstofusett í afmælisgjöf frá kk-sínum og ég er ENN sár fyrir hennar hönd....ENNNNNNN....og telst ég nú ekki langrækin....

2)Ég vil ekki að keypt séu á mig föt - Það er bara 15 ára gamalt..( stolið frá H ) og og og ....sko..kk ....( af minni reynslu) kaupa...alltaf..bara OF lítið eða OF stórt..og hvoru tveggja er bara neyðarlegahallærislegafúlt...svo...ég fata mig upp sjálf..og allir eru hamingjusamir...

3) Ég vil ekki handklæði - Á allt of mörg ..takk samt fyrir

4) Ég vil ekki fullt af skartgripum að upphæð X mér finnst það jaðra við veruleikafirringu og geðveiki og það minnir mig á .......já..nóg um það.....marsipanarmband...dugar fínt..sko...eða bara....þykjustunni armband..jafnvel flottara

5) Ég vil ekki ævisögu Jóns B H.....gæti ekki höndlað kynlífslýsingarnar...

6) Ég vil ekki hjálpartæki kynlífsins....mér finnst orðið óhuggnanlegt hversu mörgum er umhugað um mitt kynlíf...og ég krefst þess að fá að kaupa næsta tæki sjálf.....

7) Ég vil ekki...ég vil........æ......þetta er farið að hljóma frekar heimtufrekjulega..........ég vil ekki..ég vil..ekki...ekkki...EEEEKKKII....

( *roðn* )

Skammast mín smá..sko....en ég vil bara frið á jörðu ( ekki að hætti Ástþórs ) og eilífa hamingju fyrir jarðarbúa...

P.s..jólasveinar...mér finnst bara nokkuð asnalegt að þið skylduð krefjast þessa af mér...því í þau skipti sem þið hafið gert það...hafið þið sko EKKI staðið við listann!!!!.....og og og ..til hvers að biðja um eitthvað sem maður fær hvort sem er ekki...

Kv...Berglind sem vill ekki taka þátt í þessu! enda var hún að lesa í Fréttablaðinu að ( ok...erlendi jólasveinninn og þá jafnvel íslensku ) væru bara markaðstól/tæki!!!!!....í alheimsmarkaðssetningukókakólaneyslusamfélaga....og .....og ég er bara í sjokki....

1.12.02

Lilja Rós er ekki barnshafandi !!!!! og látið hana svo í friði : Þ þar á meðal þú kbv ;)