30.1.04

Ég bara dýrka þessar skemmtilegu vinkonur mínar sem hafa upp á alls konar skemmtilegheitum á netinu...
Hér er minn rauði fallegi heimur...(eftir að hafa fengið að setja inn tvö flugvallarstopp varð heimurinn minn miklu fallegri ). Ég hef séð 7% af þessum stóra heimi...93% eftir...þarf að fara að setja í 5 gír...annars verður hlutfallið 14% um 60 og 21% um 90 sem er afar slappt!! afar afar..slappt..



create your own visited country map

En eins og ég segi ....miklu skemmtilegri % tala ef ég fengi að merkja við hversu OFT ég hef farið út...og mér finnst að Álandseyjar eigi að vera SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ...En mæli eindregið með þeirri eyju...hægt að ganga út um allt...og týnast án þess að vera í raun og veru týndur...Marihaven ( minnir mig ) snotur bær...fer þangað aftur í ellinni...Skelli mér í siglingu með ohh...hvað heita þessi skip aftur..ekki var það Vasa ;)...eitthvað vaff....jú VIKING LINE...
Ótrúlegt að sjá svona stór skip við höfnina á Marihaven eða hvað sem það aftur hét...ekki satt Díva???...Við fórum jú þangað forðum daga...skemmtileg ferð það ;)

Usss..og svei svei..ef ekki hefði verið fyrir Dívuna hefði % talan mín aldrei hækkað...hvað er eiginlega að mér!!...Álandseyjar tilheyra Finnlandi...svo nú hef ég heimsótt 18 lönd og 8% allra landa í heiminum...sem er sko MIKLU FLOTTARI TALA...Takk Díva ;)

29.1.04

Þá er það OFFICIAL....Mín er að fara að útskrifast 28.febrúar!!!
JIBBBBBBÍÍÍÍÍÍÍ....

Allir að taka frá kvöldið fyrir Berglindisín og fá sér barnapössun því boðið verður til teitis í föðurhúsum og fagnað þar til okkur verður hent út!!

Ég geri fastlega ráð fyrir ælufötunni góðu sem hingað til hefur verið nýtt sem ísmoladós...
Gítarinn er sérstaklega velkominn og eigandi hans og allar þessar fínu raddir úr síðasta partíi.
En þar sem um er að ræða föðurhús þá óska ég ekkert sérstaklega eftir brunavargahæfileikum Gunnars...án þeirra hæfileika ertu hjartanlega velkominn ;)
En nánar um það síðar enda heill mánuður til stefnu...svo ef þið viljið æfa skemmtiatriði þá er það sko í góðu lagi.....annars tek ég bara fram Bingóið,blöðruspjöldin og Kama Sutra spilin...

Berglind tilvonandi þjóðfræðingur kveður að sinni enda ætti hún löngu að vera komin inn í draumaheim!

26.1.04

Góða kvöldið!
Enn og aftur sit ég hér við tölvuna að nóttu til....það er eitthvað við nóttina sem hrífur mig. Mér líður vel að vaka þegar aðrir sofa ;).

Helgin var hin fínasta og náði ég að eyða dágóðum tíma með Ladý Mary LOKSINS.... ;) Fór í megaafmælispartíið hjá Brynku.....það var ekki gaman.....nei...það var GEÐVEIKT......;) Sungið,spilað og mikið hlegið...kvartað undan hávaða...bara svona eins og alvöru partí...og ælufatan notuð sem klakabox sem var líka fínt....

Nú....laugardagskveldið var einnig ÚT AÐ DJAMMA KVÖLD....fór í mat til foreldra Ladý-arinnar og það var sko GÓÐUR matur..og skemmtilegur félagsskapur. Sátum og spjölluðum um heima og geima þar til pabbi Ladý-arinnar bara skikkaði okkur út á djammið ;) .......ég þarf sko að fara að gera eitthvað í þessu .....orðið háalvarlegt mál þegar maður þarf að láta skipa sér á djammið ....ég er allt of mikill félagsskítur.....þarf að breyta því hið snarasta....Kannski ég flytji bara inn til Ölmu og Steingríms....þá allavega get ég verið viss um að fara út a.m.k. aðra hvora helgi og þá BÁÐA DAGANA ;) sem gerist ALDREI !!!....EN GERÐIST NÚNA ;)....Þökk sé foreldrunum...

Allavega við litum út í kuldann í nokkra klukkustundir en vorum á rólegri nótunum enda eflaust enn að ná okkur eftir fyrra kvöldið....en bara fínt kvöld.....hitti systu og hennar vini sem voru í góðum sköpum...

Nú.....hmmm....nei ég er hætt..þetta er gott í bili....í háttinn með þig stelpa!!!!

21.1.04

Jæja..nú er ég farin að telja niður ENN OG AFTUR....
Ladý-in er að koma á klakann eftir TVO DAGA!!!...YESS...og það verður sko haldið MEGAPARTÍ hjá þessari á föstudaginn...en hún einmitt komst á fertugsaldurinn í gær ;O)...Þetta teiti verður eitt af þessum fjölmörgu sem haldin verða þetta árið....Fimmta veislan á innan við mánuð...þetta lítur vel út....og ferðahugur kominn í þá sem fara út..enda ekki hægt annað!

Ég hef hlakkað SÉRSTAKLEGA til þessa teitis þar sem ÉG ákvað að fagna ritgerðarskrifum mínum á þessum degi...búin að kaupa ælufötuna sem er voða falleg....nú þarf ég bara að fara í ríkið og kaupa eitthvað sem passar vel í fötuna....


Annars er það að frétta af atvinnuleit minni að ég er ekki enn byrjuð að leita...er að búa til rosa flotta atvinnuumsókn....sem mun vera borin út á helstu stofnanir landsins...

Jæja..kl allt of margt....skamm skamm...atvinnulausi þjóðfræðingurinn þinn!
Í háttinn með þig!

18.1.04

Hæ hæ hæ....Ladý-in var eitthvað að bögglast í mér um að setja inn færslu ....svo ég þorði ekki öðru en að hlýða skipunum úr æðsta ráði...

Hvað er títt....??...Jú það er líf eftir skriftir...svo eitt er víst...að vísu er ég næstum því algjörlega andlaus og minn litli andi sem enn tórir í heilabúinu hefur nýst þolanlega í skipulagi á fyrirhugaðri FERÐ TIL ÍTALÍU Í SUMAR....yesss....

Við erum búin að velja þetta hús og hlakka ég ekkert smá til !!!!!!!.....2ja vikna ferð um Ítalíu ekki slæmt það...

Við Ladý-in ætlum að skella okkur til Rómar og Flórens áður en skarinn mætir á svæðið við Garda og verðum þær sem fá lyklana af húsinu fyrst manna svo við munum sko vera búnar að sjá til þess að ( fá náttúrlega bestu herbergin áður en aðrir velja ) og kynda upp í húsinu..

Þetta verður ógisslega gaman!!!

Hmmm....annað títt....JÚJÚJÚ....sko..fyrr í vetur þá gleymdi ég húfunni minni og vettlingum inni í skólastofu í Árnagarði....og ég náttúrulega voða sár fór strax að leita er ég uppgötvaði að gersemarnar voru týndar...og ég leitaði og leitaði og fann ekki neitt...:( húfan sem mamma prjónaði og fallegu flottu þykku vettlingarnir að vestan....)

Nú...á fimmtudaginn var ég í Háskólafjölritun að prenta út meistaraverkið mitt ( sem tók 4:45 klst ..þ.e..prenta það ekki skrifa það ) og viti menn....HVAÐ SÁ ÉG....??

Kemur ekki stúlkutetur í afgreiðsluna, föl og mjó eins og eldspýta...frekar kuldaleg útlits.. ( þ.e..henni var kalt ) og með þessa líka FLOTTU VETTLINGA!!! ( MÍNA!)...og ég bara starði.....og hugsaði of mikið.....ég bara..WHAT..steliþjófur...ömurleg stúlkukind....djöss..og allt það og var að hugsa um að gera eitthvað í þessu....en...þá heyrði ég að hún var útlensk...s.s. útlenskur nemi....og ég fór aftur að hugsa....aðeins á jákvæðari nótunum...æi...greyið...kannski heldur hún að hefðin á Íslandi sé sú að maður megi nota þær húfur og vettlinga og trefla sem maður finnur..(svona eins og Hollendingar nota hjólin ..bara taka þau hjól sem eru laus og skila þeim svo aftur í næstu hjólagrind er þeir eru búnir að nota þau.....)...og ég bara....hmm....hún var illa klædd..og vettlingarnir voru það hlýjasta sem hún klæddist....og ég á marga flotta vestfirska vettlinga ( en bara eina húfu sem mamma hefur prjónað ).....EN mér var ekki kalt....svo ég bara sá að hún hafði betri not fyrir þá en ég....

Nú þarf ég bara að sannfæra múttu um að hún hafi ekkert ofnæmi fyrir dökkum lopa og geti prjónað nýja flotta húfu á mig...( aha...mútta er með ofnæmi fyrir svarta litnum og dökkum lopalitum....uss..manneskjan búin að prjóna allt sitt lif!!!....oft peysu á DAG!!.....FURÐULEGT...en þetta gengur víst í erfðir..því það er eins ástatt með ömmu.....sem hefur gert hið sama ..prjónað í 60 ár!!.....hmm...kannski þarf ég bara að fara að prjóna....ég hlýt að eiga nokkur ár inni....mín fyrsta og eina tilraun til þess að prjóna lopapeysu endaði á því að ég bjó til STUTTERMALOPAPEYSU ( að ég tel hina fyrstu í heiminum ) þar sem ég nennti ekki að prjóna OF MIKIÐ ;)..en hún er falleg og ég hef sko notað hana ;) fínasta merkjaflík...

Vona að þessi færsla hafi verið nógu löng Lady! ;o)

15.1.04

JÚÚúúúúúúhúúúúúú..........

ER BÚIN MEÐ LOKAVERKEFNIÐ MITT!!!!!!!!!!

Er svo sæl....nú bara prenta út í fyrramálið og dreifa boðskapnum!

En þetta meistarastykki heitir:


,,SJOPPUPÍKUR"
Starfsgreina- og frásagnarhefð í lúgusjoppum


Fæst selt á 25.000 kr stk... ;) .....
Ef Brynkus,Liljus og Kristus hafa í hyggju að selja það eintak sem þau hafa undir höndum...þá er það bara töff lökk....því ritgerðin er ALLT önnur ;)...þvílíkar breytingar.....á ögurstundu... kl 02:34

Ég vil koma á framfæri eftirfarandi pistli til þeirra sem eiga það skilið....svona persónulegur pistill sem ja...fær ekki að fljóta með í þakkarorðum ritgerðarinnar...

Innilegar þakkir fyrir þann tíma sem þið gáfuð ykkur við yfirlestur og nytsamlegar ábendingar. Ég vil jafnframt þakka öllum þeim sem gáfu mér upplýsingar um lúgusjoppur á höfuðborgarsvæðinu...þegar ég setti hér inn ákall um hjálp forðum daga.....

Ég vil þakka múttu fyrir að umbera skapstæla í dóttur sinni sem var við það að fara yfirum síðustu daga...og fyrir allt skutlið og matinn og samtölin og fyrir að vera til staðar á allan máta...þótt ég hafi eflaust ekkert átt það skilið alltaf...

Ég vil þakka prentaranum hans pabba og jú pabba fyrir að hleypa mér í hann.

Ég vil þakka Jóhönnu frænku fyrir yfirlestur og frábærar ábendingar og ég er sko að koma í heimsókn á MORGUN.....

Ég vil þakka ,,Kristi" fyrir gagnlegar ábendingar ( á nóttu sem degi ) og jú fína samverustund á Catalínu þar sem BUNKINN var kryfjaður í öreindir ;)

Ég vil þakka emsunni minni sem sá sér fært að mæta þreytt í heimsókn í kvöld og lesa yfir útvalda kafla ;)

Ég vil þakka Lilju vinkonufrænku fyrir að upplýsa mig um muninn á verkamönnum og iðnaðarmönnum og jafnframt fyrir að hafa gefið sér tíma til þess að lesa párið yfir.

Ég vil þakka öllum þeim sem héldu mér vakandi á msn-inu þegar ég VIRKILEGA þurfti á því að halda.

Ég vil þakka íbúðinni minni fyrir umburðarlyndi á erfiðum tímum.....lofa að fara að laga til og þurrka ryk af þér elskan....um leið og ég næ að anda...

Ég vil þakka jólaskrautinu mínu..fyrir að hafa leyft mér að hafa sig aðeins lengur uppi við....og þá sérstaklega fallega gulljólatrénu mínu sem færði mér hlýju í hjarta er ég sat eins og kleina fyrir framan tölvuna og var að drepast úr áhyggjum....það eitt að horfa á gullið nærði mig óendanlega...

Ég vil þakka VASKI tölvunni minni sem er besta tölva í heimi...fyrir að klikka ekki á mikilvægum tíma lífs míns.

Ég vil þakka Brynkus fyrir að ætla að halda partí þann 23.janúar.....tilhugsunin er búin að halda í mér lífi...ÉG MÆTI SKO MEÐ BJÓR OG ÆLUFÖTU..því það verður sko ekki aðeins haldið upp á afmæli þitt...ónei..það verður haldið upp á ritgerðina mína..afmæli Ásu Láru og jú stutta heimkomu Lady-arinnar.

Ég vil þakka vinnunni minni fyrir að gefa mér helgarfrí...fyrstu helgi ársins...þurfti sannarlega á því að halda.

Ég vil þakka öllum þeim ættingjum og vinum sem hafa sýnt mér skilning undanfarinn mánuð.........
TAKK FYRIR MIG!!!

11.1.04

öhömm...


...svo mundi ég barasta aðgangsorðið þitt eftir alltsaman og er búin að "laga" hlekkina þína, og mundu það barasta í framtíðinni, snúllan mín, að hafa orðabil þótt þú sért bara að skrifa margar línur af upphrópunarmerkjum... ;o)
- háskólastúdínan

9.1.04

Helgarbænin
Það er vor.
Ég er í sjöunda himni.
Helgin fyrir stafni - búinn að fara í ríkið.
Veðrið er æði, sólin skín,
hvergi ský á himni.
Búinn að panta súpu og brauð
og búinn að borga allar mínar skuldir,
svo sem engin ósköp sem ég á að skuldunautum.
Er á leið í ofsa veislu,
ætla að láta öllum illum látum.
Því það er lífið,
náttúran og dýrðin
að eilífu
gaman.

Njótið helgarinnar....það ætla ég sko að gera....veisla,videogláp OG BÍÓ...lestur,smá lærdómur...afslöppun fram í fingurgóma,leti,kúr og einvera......gerist ekki betra ;)

8.1.04

Dísessskræst!!!.....
Ég er TÓM....GAAAALTÓM....Þess vegna fannst mér svo viturlegt að skella inn smá pári og það fyrsta á þessu ári ;) ( yess..rímar).
Nú..tilefnið...það er alltaf eitthvað tilefni....

ÉG ER BÚIN MEÐ B.A VERKEFNIÐ MITT.......(eins og ég vil hafa það) !!!!!!
ÓTRÚLEGT!....bara "attbú" ....( ok..ég fæ það aftur í hausinn á föst...en engu að síður er STÓR áfangi búinn....ritgerðin komin öll saman og voða fín....og jebb..náði þessu upp í 50 bls ( með heimildaskrá :).....hmm..annars 53 ef ég tel forsíðu,titilsíðu og efnisyfirlit með ;)...en hver er svo sem að telja....er það ekki innihaldið sem skiptir máli í einu og öllu..tölur...eru breytilegar ;) ekki innihaldið...( ohh..þvílík speki )

En...allavega...var að hugsa um að deila með ykkur titlinum á þessari megaritgerð minni..sem ÉG LOFA að er EKKI LEIÐINLEG aflestrar....enda var markmið mitt að gera ritgerð sem ég nennti að lesa aftur ;).....dýrindisléttmeti á 50bls...( ekki það að þetta hafi verið eitthvað létt!!!!:..hnuss og svei svei...búin að vinna í þessu verkefni ja..það byrjaði í október 2002 ;) og klárast nú í janúar 2004 ( MEÐ PÁSUM)...EN JÁ..titilinn....

Sunnudagsmoggar & Sundsmokkar:
Starfsgreina- og frásagnahefð í lúgusjoppum


Takk fyrir mig.....
Auglýsi ég hér með eftir indælu fólki sem vill eyða helginni í að lesa þetta yfir sér að kostnaðarlausu og leiðrétta málvillur ( eiga náttúrlega ekki að vera neinar....en...maður hugsar kannski ekki eins skýrt um nætur ;)