21.9.05

Vetrardrottning
Esjan orðin hvít og haklél og það á sama degi!!
Ég er ekkert smá spennt fyrir vetrinum enda er ég vetrardrottning skammdegisins*
En þó ég elski vetur og sér í lagi snjó þá er ég ekki mikil skíðamanneskja.

Það er ekki það að ég sé eitthvað léleg. Nei nei nei...ég bara ólst ekki upp á skíðaheimili og hef bara farið tvisvar á skíði.

Í fyrra skiptið ákvað múttan að við systurnar skyldum fá okkar skíðamenntun í Kerlingafjöllum. Svo þangað var haldið í rútu syngjandi kát og glöð. Sú helgi var ógleymanleg og stóð ég mig eins og hetja í barnabrekkunni.

Nú seinna skiptið var mín ákvörðun!!! Ég fór samt ekki alveg ein, með einhverjum vinum sem skildu mig eftir...en okey...Ég ákvað bara að skella mér beint í stólinn og sýna mig og sjá aðra uppi á ,,fjalli" --- í þetta sinn, engar barnabrekkur TAKK FYRIR...

Ég var hrikalega sæt í eiturbleikum KIZZ snjógalla með þröngu belti og svartri og silfurlitaðri stjörnu á öxlunum. Mér fannst ég ÞVÍLÍKT FLOTT og fitta vel á meðal ,,skíðara,, í Bláfjöllum. Nú ég skellti mér í stólinn en fannst skíðastafirnir eitthvað þvælast fyrir mér svo ég skildi þá bara eftir...ekki málið.

Nú þegar ég var komin upp á ,,tindinn,, sá ég að flestir voru með stafi og virtust hafa not fyrir þá. En það þýddi ekkert að pæla frekar í því. Svo ég bara brunaði niður brekkuna og datt ekki EINU SINNI!!!! Kúl og flott eins og vetrardrottning....that's me....

jAMM...Þar með líkur þessari hetjusögu af mér ;)

Vetrardrottning skammdegisins grýlutárum grét
Gaddfreðinni jörðinni hún veðurofsa hét
Feldi síðan niður frostkallt hret
Fannbreiðu á hörund landsins lét

Hún sagði...
* Höf: Brynjar

Viljið þið heyra meira ????????

15.9.05

Tilraun 1
Jájájájá...okey ég er ekki afkastamesti bloggnörd í heimi....leggið mig bara í einelti...
Málið er að ég er bara svo BISSÍ...aha..Ég á sko líf utan tölvuheimsins..jebb...og svo náttúrulega þarf ég að rækta þetta nýja og ástríka samband sem ég er komin í með silfurskottunni minni....einmitt...maður þarf að leggja sitt af mörkum svo þetta gangi upp...akkúrat...

Annars er allt gott að frétta. Ég er í tíma í Málfar og stíl. Einmitt... Berglind er að læra íslensku, komin tími til!

Ég hélt saumó í gær og það var bara gaman. Þær sem dirfðust að mæta með saumadót þurftu að láta sér nægja kertaljós og kósíheit...hehe það var fyndið að fylgjast með þeim því það gekk ekki nógu vel að sauma út í myrkrinu...hehe...en maður fórnar ekki kósíheitum fyrir einhvern útsaum...ó nei.
MIKILVÆG ÁKVÖRÐUN var tekin í saumaklúbbnum fyrir ÞÆR SEM MÆTTU EKKI!!!....Hér eftir verða saumaklúbbar haldnir á FÖSTUDÖGUM.....YESSS....
Sumir fóru nefnilega heim að ganga tvö í nótt með rauðvínslitaðar tennur...