29.3.05

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Kata
Hún á afmæli í dag..........

Rússabloggarinn litla systir er 28 ára í dag!!!!...

Ótrúlegt hvað tíminn flýgur... Ég man þá tíma...

.....er ég svæfði hana á kvöldin ( kl 18:30-19:00!!! ) Sagði henni æsispennandi, frumsamdar sögur af Kötu og Dísu í þeirri von að hún færi á hraðfleyg inn í draumaheim svo ÉG gæti farið fram og horft á Tomma og Jenna. BIG MISTAKE...sögurnar voru svo hrikalega góðar hjá mér að hún gat vart sofnað af æsingi og ég missti af Tomma og Jenna.

.....er við fórum í koddaslag....sem endaði ALLTAF á því að ég fór að grenja.

.....er ég reyndi að hræða úr henni líftóruna með því að loka hana niður í kjallara ( vil að vísu ekki muna eftir þessu en Kata minnir mig OFT á þetta á viðkvæmum stundum ) allavega...Kata gerðist hryllingsmyndafan og ég hef ekki einu sinni þorað að horfa á Gremlings

.....er Kata skar næstum þumalfingurinn af sér í sveitinni fyrir vestan. Ástæða?? Jú ég "held" að Berglind og Helena hafi verið að ýta olíutunnum niður brekku og litla Katan hafi ætlað að stoppa þær með þessum afleiðingum....Niðurstaða...Berglind hefur aldrei grátið eins mikið í lífinu...hélt að Kata sín myndi deyja....Til þess að líkjast systur sinni fékk ég mér sjálf eitt stykki ör stuttu seinna.

.....er kata fékk HETTUSÓTT....Þeir sem hafa áhuga geta séð hjá mér FYNDNUSTU MYND EVER!!!!...hahahahahaha.....

.....er við reyndum að strjúka saman úr sveitinni hrikalegu og ætluðum að synda yfir mórauða fljótið, heppnar að vera á lífi!!

.....er við gengum 42.strætið í N.Y skjálfandi af hræðslu, fengum svo bestu flatböku í heimi og smökkuðum á peperoni í fyrsta sinn.

.....er ég fór á Roskilde. Ég vissi ekki hvernig í ósköpunum ég ætti eftir að finna Kötu-sín í öllum þessum fjölda...það liðu varla fimm mínútur og ég var búin að finna hana!

.....Ég man margar og ótrúlegar sögur en þær rúmast ekki hér....

Þessu fortíðarminningaflippi er því hér með lokið...

Nú...páskarnir...þeir voru fínir og dálítið líkir jólunum, ég var í matarboðum út um allan bæ.
Amma og afi buðu mér í hrygg á föstudaginn langa og sat ég í góðum félagsskap og prjónaði fínu hettupeysuna mína, skellti mér svo í partí í tilefni krossfestingar Jesú og fór klædd sem páskagrein.
Brynkus,Jónsi Einsi og eitt lifandi fóstur buðu í mat á laugardeginum í þessa líka frábæru máltíð og svo bauð amma í mat á sunnudeginum. Ég hef ekki borðað svona mikið kjöt síðan ...úff...veit ekki hvenær.

Það má nú segja að þessir páskar hafi gengið vonum framar þar sem ég nær munaðarlaus sökum fjarveru nánustu ættingja.
Ég fékk ekkert páskaegg á páskadag en aftur á móti fékk ég eitt lítið sætt í matarboði Brynku og Jónsa Einsa. Ég var ekki alveg nógu ánægð með málsháttinn

Einhvern veginn slyngur sleppur!!....hehehe...eeehh...jamm...

En svo varð ég náttúrlega að toppa þessa hátið með því að leggjast í veikindabæli...jamm....byrjaði að fá einkennin á laugardaginn og var komin í bælið sunnudagskvöld...ÓÞOLANDI ÁSTAND...ÉG ER ALLTAF VEIK!!!!....
Þið ættuð að sjá mig núna, sjónin er ekki fögur...
Sit í lopapeysu og lopasokkum með lopahúfu og trefil um hálsinn...og mér er KALT!...

Markmiðið er að fara í skólann á morgun og því hef ég setið við tölvuna til þess að undirbúa fyrirlestur sem ég hyggst halda á morgun..hóst hóst...

Jæja...ætla að fara fram og ná í fingravettlinga og hoppa upp í rúm...sjúg upp í nef og hóst hóst..
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Kata
Hún á afmæli í dag..........

Rússabloggarinn litla systir er 28 ára í dag!!!!...

Ótrúlegt hvað tíminn flýgur... Ég man þá tíma...

.....er ég svæfði hana á kvöldin ( kl 18:30-19:00!!! ) Sagði henni æsispennandi, frumsamdar sögur af Kötu og Dísu í þeirri von að hún færi á hraðfleyg inn í draumaheim svo ÉG gæti farið fram og horft á Tomma og Jenna. BIG MISTAKE...sögurnar voru svo hrikalega góðar hjá mér að hún gat vart sofnað af æsingi og ég missti af Tomma og Jenna.

.....er við fórum í koddaslag....sem endaði ALLTAF á því að ég fór að grenja.

.....er ég reyndi að hræða úr henni líftóruna með því að loka hana niður í kjallara ( vil að vísu ekki muna eftir þessu en Kata minnir mig OFT á þetta á viðkvæmum stundum ) allavega...Kata gerðist hryllingsmyndafan og ég hef ekki einu sinni þorað að horfa á Gremlings

.....er Kata skar næstum þumalfingurinn af sér í sveitinni fyrir vestan. Ástæða?? Jú ég "held" að Berglind og Helena hafi verið að ýta olíutunnum niður brekku og litla Katan hafi ætlað að stoppa þær með þessum afleiðingum....Niðurstaða...Berglind hefur aldrei grátið eins mikið í lífinu...hélt að Kata sín myndi deyja....Til þess að líkjast systur sinni fékk ég mér sjálf eitt stykki ör stuttu seinna.

.....er kata fékk HETTUSÓTT....Þeir sem hafa áhuga geta séð hjá mér FYNDNUSTU MYND EVER!!!!...hahahahahaha.....

.....er við reyndum að strjúka saman úr sveitinni hrikalegu og ætluðum að synda yfir mórauða fljótið, heppnar að vera á lífi!!

.....er við gengum 42.strætið í N.Y skjálfandi af hræðslu, fengum svo bestu flatböku í heimi og smökkuðum á peperoni í fyrsta sinn.

.....er ég fór á Roskilde. Ég vissi ekki hvernig í ósköpunum ég ætti eftir að finna Kötu-sín í öllum þessum fjölda...það liðu varla fimm mínútur og ég var búin að finna hana!

.....Ég man margar og ótrúlegar sögur en þær rúmast ekki hér....

Þessu fortíðarminningaflippi er því hér með lokið...

Nú...páskarnir...þeir voru fínir og dálítið líkir jólunum, ég var í matarboðum út um allan bæ.
Amma og afi buðu mér í hrygg á föstudaginn langa og sat ég í góðum félagsskap og prjónaði fínu hettupeysuna mína, skellti mér svo í partí í tilefni krossfestingar Jesú og fór klædd sem páskagrein.
Brynkus,Jónsi Einsi og eitt lifandi fóstur buðu í mat á laugardeginum í þessa líka frábæru máltíð og svo bauð amma í mat á sunnudeginum. Ég hef ekki borðað svona mikið kjöt síðan ...úff...veit ekki hvenær.

Það má nú segja að þessir páskar hafi gengið vonum framar þar sem ég nær munaðarlaus sökum fjarveru nánustu ættingja.
Ég fékk ekkert páskaegg á páskadag en aftur á móti fékk ég eitt lítið sætt í matarboði Brynku og Jónsa Einsa. Ég var ekki alveg nógu ánægð með málsháttinn

Einhvern veginn slyngur sleppur!!....hehehe...eeehh...jamm...

En svo varð ég náttúrlega að toppa þessa hátið með því að leggjast í veikindabæli...jamm....byrjaði að fá einkennin á laugardaginn og var komin í bælið sunnudagskvöld...ÓÞOLANDI ÁSTAND...ÉG ER ALLTAF VEIK!!!!....
Þið ættuð að sjá mig núna, sjónin er ekki fögur...
Sit í lopapeysu og lopasokkum með lopahúfu og trefil um hálsinn...og mér er KALT!...

Markmiðið er að fara í skólann á morgun og því hef ég setið við tölvuna til þess að undirbúa fyrirlestur sem ég hyggst halda á morgun..hóst hóst...

Jæja...ætla að fara fram og ná í fingravettlinga og hoppa upp í rúm...sjúg upp í nef og hóst hóst....

18.3.05

Allt í drasli...
Ég beið spennt eftir nýjum dagskráliði Skjás Eins „Allt í drasli“ sem frumsýndur var sunnudaginn 6. mars. Ég gat ekki ímyndað mér hvernig hægt væri að halda athygli áhorfanda með þema sem gengi út á að kenna fólki að taka til. En ég horfði á allan þáttinn og ákvað að horfa á þátt nr 2...sem var ekki síðri. Ef næstu þættir verða eitthvað í líkingu við fyrstu tvo þá er eflaust mikil þörf á slíku sjónvarpsefni því annað eins hús (sbr 1.þáttur) og önnur eins klósettskál (sbr 2.þáttur) hafa vart sést á skjánum. Má með sanni segja að húseigendurnir hafi opnað heimili sitt upp á gátt fyrir áhorfendum sem eru eflaust enn slegnir yfir ósnyrtilegu ástandi þess.

Þátturinn svipar til Tantra þáttarins sem sýndur var forðum daga á Skjá Einum af því leyti að umfjöllunarefnið snertir á einkalífi fólks sem hingað til hafa lítið verið rædd fyrir framan sjónvarpsskjáinn.
Snyrtipinninn Heiðar og tiltektarkonan Margrét, stýra Húsmæðraskólans, eru fremst í flokki hreinsunardeildar sem tekur að sér að laga til og kenna ýmis húsráð. Þau taka sig ekkert allt of hátíðlega sem setur skemmtilegan blæ á þáttinn.
Hann er á léttari nótunum og kryddaður með athugasemdum þular sem poppar þáttinn upp með fyndnum innleggum. Stef þáttarins hljómar prakkaralega og er notað óspart við ýmis tilfelli á skemmtilegan máta.

Þó að þetta sé ýkt sjónvarpsefni þá er þetta ágætis mótsvar við Innlit Útlit sem tekur á hinni hlið öfganna þ.e. óeðlilega stílhrein og fullkomin heimili. Svo er bara hvers og eins að meta hvor þáttanna endurspegli raunveruleikann betur.
Svo virðist sem mikill áhugi sé fyrir efni sem þessu og má segja að þriðjudagskvöld séu orðin að tiltektarkvöldum hjá Skjá Einum. „Allt í drasli“ er endursýnt það kvöld og í kjölfar þess þáttar tekur við „Innlit Útlit“ og svo „Queer eye for the stright guy“ strax á eftir.
Með áframhaldandi áhorfi mínu á þess háttar dagskráliðum á ég eftir að breytast í ,,hvíthyski"....

14.3.05

Skák og mát?
Frítt föruneyti göfugra manna hélt af stað út í heim í þar síðustu viku. Ferðinni var haldið á austrænar slóðir til þess að frelsa Íslandsvininn og stórskákmeistarann Fishcer úr haldi japanskra stjórnvalda. Menn ferðast stutt um á sauðskinnskónum einum sér þessa dagana, enda öldin önnur, og í stað nestis og nýs skófatnaðar var glænýrri kennitölu og vegabréfi komið fyrir í farteskinu fyrir tilvonandi Íslendinginn.
Föruneytið kom að luktum dyrum í austri og fékk hvorki að sjá né tala við meistarann. Fyrirstaðan var ein lítil diplómatísk regla sem ráðamenn íslensku þjóðarinnar höfðu ekki hugað að. Eftir vangaveltur og skoðanaskipti komust ráðamenn í norðri að þeirri niðurstöðu að eflaust hefðu ráðmenn í austri rétt fyrir sér. Komin var upp pattstaða. Heimboð og útrétt hjálparhönd litla landsins í norðri var farin að líta hálf kjánalega út.

Samkvæmt atburðum liðinna viku virðist sem valdataflið sé rétt að hefjast og hefur maður vart undan við að fylgjast með hver á næsta leik í Fischersskákinni. Menn tala jafnvel um að nýtt stóreinvígi sé að hefjast sem er að vísu frábrugðið öðrum einvígum þar sem lítið og að því virðist valdlaust peð hefur skotið sér inn á leikborðið leikmönnum til mikillar ama.
Margir fylgjast eflaust spenntir með framgöngu okkar manna í Japan enda sögðust þeir lauma á leynilegu útsspili ef í hart færi.

Vald hinna veiku er vanmetið. Lítið og valdalaust peð getur umbreyst í valdamikla drottningu ef ekki er vel að gáð.
Nýjasta útspil Bandarískra stjórnvalda til að fyrirbyggja að slíkt gerist er að væna Fishcer karlinn um skattsvik. Verð ég að taka undir með talsmanni Fishcers að það er hálf undarlegt eftir öll þessi ár að svikamylla skákmeistarans skuli fyrst nú vera dregin fram á leikborðið nær 30 árum síðar.

Nú er bara að vona að peðum verður skipt í drottningar og bíða spennt eftir næsta leik í þessari æsispennandi Fischersskák.
En ef föruneytið kemur tómhent heim er ekki að örvænta. Í bígerðinni er heimildamynd um ævintýrið góða í austri og í henni fá ráðamenn þjóðarinnar án efa ágætis útreið vegna þessa aumasta heimboðs sem um getur í Íslandssögunni.

p.s.
Glatað...hlustaði á fréttir er ég var að pára þetta og samkvæmt þeim er Sæmi bara á leið heim og eyðilagði þar með þennan líka fína pistil!
Hvert var þetta laumuspil föruneytisins? Það hefur alveg farið framhjá mér....hmm..ætli það hafi verið afmælissöngurinn sem Sæmi söng fyrir Fischer??

10.3.05

Jahérna hér...
Þessu hefði ég nú aldrei trúað. Pár mitt um óléttu hefur heldur betur undið upp á sig. Í fyrsta lagi þá fjölgar bumbunum óðfluga og er ég hrædd um að ég hafi komið af stað einhvers konar tískubylgju!

Við skulum byrja á byrjuninni.

Landflóttaferðaundrið Marý og bumbueigandinn Brynka fara á slóðir Freud gamla og telja undirmeðvitund mína vera að reyna að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis um að ég vilji fara að fjölga mér. Litla systir nr 2 svarar þeirri spurningu ágætlega. Frekar smeik um að vinkonurnar séu að koma fyrir óæskilegum hugsunum í hugarbú mitt bendir hún á að án eiginmanns eigi engin kona að hlaða niður börnum!

Vitnað er í systur nr 1 sem heldur því fram að ég sé það kröfuhörð að enginn karlmaður sé nógu góður. Bumba nr 2 telur mig vera öfundsjúka....
Í fyrstu virðist húsmóðirin í vesturbænum ætla að halda sér á grænum grundum og biður mig að taka þessu með gleði og ró, bíður mér jafnframt börn sín. Svo nær tískufárið tökum á henni og hún hefur áhyggjur á því að vera ekki inn og bendir mér á ískaldan frostpinna á netinu sem Bumba nr 1 segist vera búin að panta fyrir mig!!!!

Samantekt
Ég er óeðlilega kröfuhörð á karlmenn, dauðöfundsjúk út í bumbukonur, undirmeðvitund mín þyrstir í barnseignir og eina færa leiðin fyrir mig til þess að svala þeim þörfum er að panta sæði á netinu!!....

Svör við samantektum
Ég er EKKI óeðlilega kröfuhörð á karlmenn, samkvæmt frétt Stöðar 2 í gærkvöldi þá er ég víst ALLT OF GÁFUÐ svo karlmenn hræðast mig.
Ég er EKKI öfundsjúk út í bumbueigendur heldur finnst mér bara komið nóg af þessum óskapnaði og hef ég miklar áhyggjur af fjárútlátum er bumbubúar koma í heiminn.
Undirmeðvitund mín þyrstir EKKI í barnseignir. Ég er svo upptekin af eigin sjálfi að ég efast stórlega um að það sé nokkurt pláss fyrir slíkar hugsanir.
Ég NEITA að taka við frostpinnanum sem Bryndís er búin að panta. Hingað til hef ég valið mínar bragðtegundir!!!! Svo Brynka þú getur bara étið hann sjálf :Þ

En ástæða fyrir þessu óléttupári var náttúrlega fyrst og fremst áhyggjuefni mitt af eigin sjálfi þar sem ég virðist vera óeðlilega næm á annarra manna bumbur. Ég tek á mig öll andleg og líkamleg einkenni barnshafandi konu eins og fram hefur komið í fyrri pistli um þetta merkilega viðfangsefni.
Allt í einu er ég farin að taka þátt í hrikalegum óléttusamræðum um mjólkurkirtla,bleyjuskipti,bakverki,kerrukaup....án þess að hafa vilja það.
Bara leiðist út í alls konar rugl sem mig langaði ekkert að leiðast út í.

T.d í skólanum í dag þá var ég allt í einu komin í þær aðstæður þar sem verið var að reyna að komast að því hversu mörg börn ég ætti eftir að eiga!!!!
Leikurinn gekk út á það að ég átti að slíta hár úr eigin höfði og renna uppá það hring. Mér fannst ég vera komin inn í Búkollusögu...Taktu hár úr hala mínum...og tilneydd (vegna bumbukvenna sem vildu endilega fá að vita hversu mörg börn ÉG mun eignast) þá náttúrulega framkvæmdi ég verknaðinn. Sleit hár úr mínu fallega makka og vippaði hringnum uppá. Hringnum var haldið yfir handleggnum mínum. Hann sveigðist í marga marga marga hringi (en það þýðir víst að frumburðurinn verður stelpa( og svo hreyfðist hann fram og aftur á fullri ferð (Það þýðir strákur, kraftmikill). Og hver er það sem finnur uppá svona LEIKJUM???? Aha...Bumbukonur...stórhættuleg fyrirbrigði...og ÉG ER UMVAFIN ÞEIM!

hjálp!