30.4.03

Sundsmokkar


Eftirfarandi bréf fékk ég í pósti fyrir nokkrum dögum frá stóru frænku...

" Ég verð að segja hér svolitla sögu sem mér skilst að sé sönn og hafi átt
sér stað fyrir fáum vikum í stórum kaupstað við langan fjörð á miðju Norðurlandi.
Svo bar til að maður nokkur kom að bílalúgu. Stúlkan sem var þar viðafgreiðslu spyr hvað megi gera fyrir hann.
"Áttu sundsmokka?" segir maðurinn. Hún jánkar því, fer og leitar, en finnur ekki neina sérstaka
sundsmokka, spyr starfssystur sína, sem er ekki viss, en bendir henni á að
taka bara smokkakassann og láta manninn velja, hann þekki þetta sjálfsagt
betur.
Stúlkan tekur smokkakassann, opnar lúguna og réttir manninum og spyr hann hvort vilji eitthvað af þessu.
"Hvað ertu að meina? spyrmaðurinn forviða. "Nú, varstu ekki að spyrja um sundsmokka?" segir
stúlkan.
"Ég var að biðja um Sunnudagsmoggann!" sagði maðurinn þá.
Stundum tala Íslendingar of hratt."

Þetta er sko ágætis þjóðfræðiefni ;)
Samvæmt MÍNUM heimildum þá á þetta að hafa gerst í Staldrinu er einn
kúnninn var að biðja um sunnudagsmoggann ( og sagði það víst MJÖG HRATT )
við eina júgóslavnesku stelpuna sem fór að spyrja alla á vaktinni hvað
sundsmokki væri ;) ...........

En maður veit víst aldrei...margir sem vilja eigna sér þessa sögu ;) og
eins og ég segi..frábært þjóðfræðiefni sem flakkar nú um allt ;) og tilvalið innlegga í lokaverkefnið mitt...en ég held að ég sé loks komin að niðurstöðu varðandi það ;)

Ég er að hugsa um að skrifa um Starfsgreinahefð í lúgusjoppu - frásagnarhefði starfsmanna, brandarahneigð,viðhorf þeirra til sjálfs síns,vinnu sinnar,annarra starfsmanna og yfirmanna...( já ég veit....maður ætti ekki að skrifa um starfið sitt sem maður hataði ;) ) EN...litla rannsóknin sem ég gerði í fyrra er bara ansi góð þó ég segi sjálf frá...og þar sem leiðbeinandinn ráðlagði mér að þróa hana áfram þá held ég geri það.....Efnið er fyndið og lifandi og ekki verra að hafa gaman af því sem maður er að rannsaka ;) Svo nú er bara að koma sér í sambandi við fullt af lúgusjoppum og fara að safna sögum ;) þetta verður gaman...

Ég ætlaði að vísu að gera lokaverkefnið um einkamál og stefnumótamenningu einhleypra á Íslandi en....sú rannsókn sem ég gerði kom ekki eins vel út og ég hélt í fyrstu.....en engu að síður einnig spennandi viðfangsefni ;)
Jæja..mín er farin að sofa.....gúdnæt



24.4.03

Ég er á lífi!!!!! og og og GLEÐILEGT SUMAR!!!



Ótrúlegt en satt....ég tóri...verkefnastaflinn horfinn af mínu borði sem er afar ánægjulegt....en við tekur nýr og merkilegri bunki...jamm....Hugmyndabunki sem ég verð sko að vinna vel úr annars fer illa fyrir mér...Það er nefnilega komið að LOKA LOKA....verkefninu....sem ég verð að viðurkenna að hræðir mig oggupínuponsusmá....jamm..

Það hefur sko margt drifið á mína daga frá því síðast....en mikilvægustu og yndislegustu fréttirnar eru náttúrulega að ég er að HÆTTA loksins í vinnunni sem hefur framfleytt mér og mínu námi ( á aumkunarverðan máta að vísu..)...
En þau tíðindi eru sérstaklega gleðileg..afskaplega farsælt allt saman...fjölskyldan fagnar,vinirnir fagna...það fagna ALLIR...og eflaust einna helst atvinnurekandinn..sem hefur því miður ekki getað rekið mig ;) ( hef hálf vorkennt honum....) er viss um að hann sé búinn að vera að fagna undanfarnar tvær vikur....
Sem sagt....tvær vaktir eftir og ég er frjáls úr þrælkunarbúðum tilfinningalausra þrælahaldara....JAMM....Mikill léttir.
Ég hefði samt ALDREI viljað verða af þessari reynslu....hún hefur....sýnt mér allan tilfinningaskalann í allri sinni litadýrð...svo ég fer sko með ágætis veganesti út í lífið....Skemmtilegt alltaf hvað maður er fljótari að læra út frá slæmum reynslum....jammsíjamms.....

Nú...allavega fór ég norður um helgina með systu og var það mjög gaman.
Við skruppum á skemmtun í reiðhöllinni í Skagafirði sem var sérstakt...fullt af fólki sem KANN að syngja og hestar út um allt og svo líka mátti segja ljóta brandara um náungann á næsta bæ án þess að regnbogasamtökin færu að skipta sér af...eineltið gegndi mikilvægu skemmtanahlutverki og heimamenn settu upp Djáknann á Myrká sem var mjög duló og spúkí. Við gistum á Lækjarbakkanum góða eina nótt og héldum svo til Akkkkurrrreyrarr...þar sem við gerðumst boðflennur hjá vinum og vandamönnum í góðu yfirlæti,átum,hlógum,spiluðum og kjöftuðum. Knúsuðum litla frænda í bak og fyrir og átum páskaegg. Jólalandið var auðvitað heimsótt og fjárfest í góðu jólanammi....
Við gerðum heiðarlega tilraun til þess að fara út á djammið sem var frekar misheppnað..þar sem varla sála var á stjá í höfuðstað norðulands....uppgötvuðum síðan að allar sálirnar voru að dilla sér við tónlist megahljómsveitarinnar Í svörtum fötum á meðan við hlustuðum á fyrrum Englajúrófara sem var.....eeehh...jamm.......en GULA VILLAN stendur sko fyrir sínu og mæli ég eindregið með að fólk fái sér gistingu þar við tækifæri ;)

Daginn eftir var brunað á Mývatn þar sem systa var tekin í fínan göngutúr um Leirhnjúk og Kröfluvirkjunarsvæðið í frábæru veðri. Hún gerðist hin erfiðasti túristi og slengdi fram fullt af áður óþekktum spurningum sem ég hef nú bara aldrei fengið á mínum 4 ára ferli sem ofur leiðsögumaður....;) Til dæmis hafði ég aldrei pælt í því afhverju straumendur synda gegn straumnum...hafði bara engan vegin svar við því og gat ekki einu sinni logið ;Þ ...fuglabókin mín segir mér ekkert um það...svo ég stóð á gati þar ;) En þetta var góð ferð og veðrið lék um okkur. Þriðju og síðustu nóttunni eyddum við svo í Skagafirðinum á ný,tókum skák og veiddum flugur.
Á þessu ferðalagi okkar varð ég ástfanginn upp fyrir haus af yndislegum boxerhundi honum Brúnó og við höfum ákveðið að kynnast frekar síðar meir....ÉG SKAL fá mér boxer ....þetta eru æðislegir hundar...

En...jamm....þetta er orðið ágætt...yfirborðskennt en ágætt engu að síður.... ;)

7.4.03

Lifandi leikhúslíf.....


Ég er algjör..gleymdi alveg að MÆLA MEÐ...þessari sýningu....En á föstudagskvöldið skrapp ég með EMS á þessa FRÁBÆRU sýningu...hreint út sagt MÖGNUÐ...Á sínum tíma fannst mér ekkert varið í myndina ( jebb...það er dagsatt ) en þessi sýning er eins og ég segi MÖGNUÐ...EMS og ég vorum svo heppnar að ná að sjá síðustu sýninguna áður en Hilmir Snær yfirgefur land og þjóð og auðvitað var hann ótrúlega góður í hlutverki sínu...verður erfitt að feta í fótspor hans!!
Jamm það er lifandi leikhúslíf á mínum bæ þessa dagana þar sem hin árlega 4.apríls hátíð verður haldin næsta föstudag og ætlum við vinirnir 13 talsins að skreppa á þessa sýningu......gaman gaman...en ég sá einnig bíómyndina á sínum tíma....og var hún bara allt í lagi...svona léttmeti...en það er alltaf gaman í leikhúsi....Nú á ég bara eftir að sjá Rómeo og Júlíu í háloftunum og Með fullri reisn ( sem mig langaði ekkert að sjá fyrr en ég uppgötvaði HVER léki í sýningunni ;)....EMS og ég erum DOLFALLNAR yfir þessum merka manni ;) en ætlum að deila honum systurlega á milli okkar....

En já...Hin árlega 4.apríls hátíð verður haldin eins og ég sagði næsta föstudag og verður það í 15 skipti sem það er gert.....úff...15 ár síðan ég fermdist....;)

Svo var ég að uppgötva mér og EMS og Benna og Einari Mar til mikillrar ánægju ( þeir vita það þó ekki ENN ) að við fjögur getum farið að halda upp á aðra hátið sem er ekki minna merkileg...og verður hún frá og með næsta ári haldin 15 janúar..þar sem við munum fagna trúleysi okkar ;)..gaman gaman...alltaf gaman að finna nýjar dagsetningar til þess að halda upp á......

Jæja...koddarnir kalla...enda brjáluð verkefnavika frammmmmmundan....ó vei ó vei...Ég hlakka sko til 14.apríl kl 21:45 þá get ég farið að lifa eðlilegu lífi aftur!!!

6.4.03

Jibbí...


Ég er eiginlega búin með greinargerð um forvörslu..llallaala..það þýðir sko ..að ég á BARA eftir að skrifa 1 ( 15 bls ) ritgerð fyrir fimmtudaginn og 2 ( 15 + 15 bls ) fyrir mánudaginn...og það merkilega er sko að ég er LOKS komin með hugmyndir að þeim...lalalalala...jamm..svona er þetta..maður hefur haft 3 mánuði til þess að huga að þessum mikilvægu rigerðum sem allar gilda MJÖG MIKIÐ...en einhvern vegin þá bara.....já....geymir maður allt fram á síðustu stundu...ég er farin að halda að ég sé haldin einhverri sjálfspíningarhvöt....

Ok..ég vinn vel undir ( held ég ) stressi...en þetta er nú kannski OF MIKIÐ AF ÞVÍ GÓÐA.....Og hverju lofaði ég sjálfri mér um áramótin...jújú..að skipuleggja mig betur í námi en síðustu 3 ár......einmitt!!!....

Stundum held ég bara að ég vilji ekkert úrskrifast...kannski er það bara það sem ég er að forðast...enda hvað mun bíða mín í okt???....jebb...Hvenær sáuð þið síðast auglýst eftir Þjóðfræðingi???...

Á mínum 29 ára ferli sem einstaklingur þá hef ég eingöngu séð slíka auglýsingu EINU SINNI......Þetta verður allt mjög spennandi og áhugavert...jebb....Hmm..kannski ég bara gifti mig til fjár!.....

Einhver áhugasamur ???...Kann ekki að strauja ( án þess að slasa mig illa ) kann ekki að þrífa undir rúmum ( án þess að fá ör )........en ég hef MJÖG góða reynslu í að steikja hamborgara og þegar ég tek loks til ÞÁ TEK ÉG TIL...VEL... ;)

Jæja...kannski maður fari bara í háttinn.... ( Kann það ekki alltaf...en þegar ég fer í háttinn..loksins..þá fer ég í háttinn! )

3.4.03

Ég hata vinnuna mína.....



Nei ég er ekki hætt að blogga...hef bara ekkert að segja...eða jú..allt sem ég hef að segja er svo neikvætt að ég treysti mér ekki til þess að setja það hérna inn.....annars er bara geðveikt að gera..ég á bara 4 daga eftir í NÁMI!....Sniff......svo ég er að drukkna í verkefnavinnu sem er ekki sniðugt hjá letingja eins og mér....jamm...ég er letingi frá helvíti....ég hefði sko aldrei trúað þessu upp á mig...en svona er þetta.....Berglind letingi Berglind letingi....lalalala....

P.S..
Titillinn er þvílík tjáningarþörf!!!...efast um að þið skiljið það til fulls...en ég virkilega HATA vinnuna mína....HATA hata hata...jamm..ehh....þið vitið ÖLL hvaða vinnu ég er að tala um.....

P.s.s...
Mér líður miklu betur.....
Farin út í tilveruna........