24.12.03

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR..!!!!
Veðrið lítur aaaðeins betur út ..veðurguðirnir hafa eflaust lesið bloggið mitt og ákveðið að koma til móts við mig....Þakkir fyrir það.
Ég skrapp á röltið með múttunni minni sem var ánægjulegt. Löbbuðum upp og niður VEGINN og skoðum fólk og hlustuðum á götutónlist sem var víða um borgina..ánægjulegt það. Enduðum kvöldið á Hressó og fengum okkur hið fínasta kakó með rjóma a la Kata....sem var allt of bissí til þess að spjalla. Gaman að fylgjast með fólkinu þar inni. Margir sátu og spiluðu eða tefldu...fólk á öllum aldri..svona á þetta að vera.
Jæja..kveð að sinni..enda nokkrir pakkar enn óinnpakkaðir...svo er Kertasníkir á leiðinni til mín svo ég þarf að vera sofnuð fyrir þá heimsókn...skórnir úti í glugga og alles.. Eigið ánægjulega hátíð...

23.12.03

Gleðilega Þorláksmessu!!
Þorlákur er genginn í garð og Ketkrókur farinn á stjá til þess að færa góðu börnunum í skóinn. Hann er eflaust feginn því að þurfa ekki að klofast í gegnum há snjósköfl...en ég er ekki eins fegin og svolítið sár...hvað er eiginlega að gerast hérna á norðurslóðum!!!Maður getur ekki einu sinni treyst á fallegan jólasnjó í nokkra daga!. Slæmt það...kannski við þurfum að fara að framleiða gervisnjó. Það er allt svo miklu hátíðlegra þegar hvíta slæðan fær að breiða úr sér...en rauð jól í ár..eins og árið í fyrra og árið þar á undan..og...jamm...

Ég er samt komin í jólaskap og er búin að skreyta fallega gulljólatréið mitt sem skartar nú sínu fegursta....

Lady-ið er komin til landsins sem var sérstaklega kærkomið. Hún mætti sprækur sem lækur í megaafmælispartý mánaðarins sem haldið var um helgina hjá jólabarninu og hans frú...Þau opnuðu hús sitt og faðm fyrir okkur vinunum eftir að afmælisbarn nr 1 tilkynnti veikindi og varð að hætta við fyrirhugað partý...það skapaðist brjálæði í heilanum mínum í nokkrar mín....þar til mér var tjáð að afmælisveislum yrði bara skipt út og veisla haldin!!...FRÁBÆRT FRAMTAK...því ekki var ég bara búin að hlakka til í MARGAR VIKUR...eftir að hitta hópinn loks..heldur var ems búin að kaupa bús fyrir langa löngu og David búinn að undirbúa sig andlega í nokkra daga fyrir því að hitta VININA...svo annað var nú ekki hægt en að skella upp nýrri veislu!!..Takk fyrir það...

Þvílík skemmtun..sumir hlógu mikið og aðrir skellihlógu...
Ég bara er alltaf að komast betur að því hversu frábæra vini ég á....ég held ég hafi lengt líf mitt um a.m.k. 3 ár eftir öll hlátursköstin. Forréttindi að fá að þroskast með þessum prökkurum ;)
Gleðileg jól öll saman !!!!!......

22.12.03

Helgin var hin fínasta....þar sem LOKS kom að því að hitta vinaskarann...Það leit nú ekki vel út í fyrstu þar sem afmælisbarnið varð bara veikt og útlit fyrir að ekkert yrði af góðri skemmtun...og ég sem var farin að hlakka svo til...ems búin að kaupa búsið fyrir löngu, David búinn að undirbúa sig andlega fyrir að hitta VININA...og mæður og feður búin að koma börnunum í pössum...því var þetta sorglegt....um stund...en þá birtist jólabarnið í vinnunni minni ásamt konunni sinni og megaplan varð til á ögurstundu...afmælisbörnum skipt út og úr varð óvænt og skemmtileg afmælisveisla í hópi góðra vina...mikið hlegið og gantast...Sumir drukku meira en aðrir..og sumir sem ætluðu að drekka mest enduðu á því að drekka minnst...En ótrúlega hvað ég hló...ég held ég hafi bara lengt líf mitt um nokkur ár...Fyndið fólk vinir mínir....;) og gott fólk og skemmtilegir og .....já :)....Það eru forréttindi að fá að eldast með þessum prökkurum.....

19.12.03

EINN OG HÁLFUR DAGUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!.......Lady...góða góða góða....ferð......og við sjáumst í boðinu!

18.12.03

Nóóóóóóóhhh!!!!!!!!!!!!!....Fagnaði of snemma...Þetta er bara ekki minn dagur í dag..né dagurinn í gær....SLÆMAR FRÉTTIR...ÖMURLEGT ....og ég frekar fúl sko....

Hvar á að byrja...jújú..byrjum á byrjuninni...
Fékk ritgerðina ,,ekki svo góðu" beint í hausinn aftur og beðin um að lagfæra eitt og annað...ÖMURLEGT ÞAÐ.......að fá tilsögn þegar maður er búin með verkefnið...en betra seint en aldrei segja þeir víst....og brosa....

S.s...rauðvíninu var sóað ofan í vitlausan maga...ég átti það EKKERT SKILIÐ.....og nú get ég EKKI BARA EITT JÓLUNUM Í EITT VERKEFNI...og Lady að koma.... ( EFTIR 2 DAGA ) þetta þýðir...MEGASKIPULAGDAUÐANS....=DUGA & SVO DREPAST....nú eða annað hvort...

Nú...ekki nóg með það....í dag er ég ætlaði að skoða mínar OFBOÐSLEGA fallegu einkunnir í von um að hafa fengið niðurstöðu úr einum áfanganum þá stóð þar stórum stöfum...FJARVERANDI.......og ég bara....HA??....EN ÉG SKILAÐI!!!!!!!!!!!......og svitnaði og nánast grét af ömurlegheitum...leitandi eins og FJANDI af PROOOOOOF....því sönnargögn verður maður að hafa nú til dags....og jú jú..ég fann það......svo það var kannski ekki eins ömurlegt...nema...jú...ég bara fór úr öllum SKRIFSHAMNUM mínum..og sit hér nú andlaus.....en planið er að skila 15 bls á morgun....í lokaverkefninu....

ER LÍF EFTIR NÁM????

Eins gott að svo verði...því "ÆF HED IT"... (þarf voða lítið..litla fiðrildið).....annars er það nú ekki alveg satt hjá mér...því ég nefnilega komst að því að eflaust gæti ég gert heimildamynd sem mastersverkefni.....og það er LJÚF TILHUGSUN......

En gúdbæ...er farin að ná í andann sem er laus........

16.12.03

Yesss....búin með alla áfanga í þjóðfræði NEMA lokaverkefnið...mikill léttir...gaman gaman...nú get ég eytt jólunum bara í EITT VERKEFNI....
Ég hélt upp á þessi tímamót með pompi og prakt í faðmi geitarinnar og álftarinnar....brutum við lög og reglur og fengum okkur í GLAS og það á mánudagskveldi....Fín stund það.

Það var eitthvað svo merkilegt sem ég ætlaði að blogga en ég bara man ekkert stundinni lengur....búin að hugsa yfirum !!.....Allavega þá kemur Lady eftir FJÓRA DAGA! jibbbbbíííííÍÍÍÍÍÍÍ....hér með hefst niðurtalning ....

12.12.03

Sko ég lofaði að kípa ykkur póstit og stend hér með við það

Ef þið munið eftir því þá þurfti ég forðum að gefa sjálfri mér einkunn fyrir ritgerð...sem var eitthvað að vefjast um fyrir mér...

Kvót úr eldri pistli
ÉG: 8
Hann: Þú ofmetur þig....EN þú getur náð þessari einkunn MEÐ því að vinna betur í ritgerðinni.....Þú ert með ÁGÆTIS grunn.....

Svo mörg voru þau orð....
En við höfum nú öll saman viku til þess að lagfæra svo ég er bjartsýn......og þið líka!!!....
I'll keep you posted on this subject....:Þ


OGogogogoggogo....náði í einkunnina í dag....fékk 8,25 sem er 0,25 meira en mér fannst ég eiga skilið ;)...og hvað þýðir þetta??

Jú..ég vann víst betur í ritgerðinni...dullllleg stelpa...

ohh..ég vildi ég hefði beðið um 9

p.s.. Eins og þið sjáið þá er ég á lífi!!!....aftakan var bara alls ekki eins og ég átti von á.....kannski var henni bara frestað... ;/
SKreytum hús með gullnum greinum....falalalala...falalala...Ég er bókstaflega að úldna úr þreytu...ef það er hægt. Fór að sofa að ganga hálfsex og vaknaði ,,sprækur sem lækur" ( svona leðjulækur sem liðast hægt áfram..ekki svona fersk lind..neeei....) þremur og hálfum tíma seinna...sit stjörf við skjáinn og bíð eftir að klukkan nálgist 13:00 ...afhverju?? Jú jú...þá get ég skilað af mér þessum fimm lúsers blaðsíðum sem mér hefur tekist að pára undanafarna VIKU!!!....sem er glatað....En ef maður horfir á björtu hliðarnar ( sem á alltaf að gera ) þá náttúrlega hef ég með þessum fimm blaðsíðum náð að klára
Tuttuguogeina blaðsíða sem þýðir aðeins að það eru u.þ.b. þrjátíuogníu eftir...jibbííí...eehh...
ÞRJÁTÍUOGNÍU...hvað í ósköpunum á ég að segja á þrjátíuogníu blaðsíðum....tuttuguogníu...jamm..það er sko frekar vænlegra....enda skil ég ekki hvar ég hef fengið þá flugdettu í kollinn að ég þurfi að klára 60 blaðsíður fyrir 6 eininga ritgerð...hmm....algjörlega minn eigin tilbúningur....

Skiladagurinn er komin og er ákveðið að ég skili párinu mínu sama dag og kertasníkir hunskast aftur heim sem þýðir einfaldlega að jólin fara í skriftir ( vissi það nú innst innst innst inni ....mín þekkir mína vel ) En þar sem mín þekkir mína svona vel þá veit mín líka að jólin eiga engu að síður eftir að vera ánægjuleg þar sem mín mun njóta sín til hins ítrasta......sem minnir mína á það....ÉG SKREYTTI Í GÆR.....yess....kláraði að skreyta..nú á ég bara eftir að setja upp hið eðal gulljólatré sem er sko fallegasta glingurjólatré í heiminum og þá er allt komið....búin að skrifa jólakortin...( gerði það í nóvember....aldrei þessu vant snemma á ferðinni) búin að kaupa nokkrar jólagjafir...sumar í sumar....(hehe..þetta fínst mér fyndið...sumar í sumar...segir meira til um mitt andlega ástand núna ) svo ég er bara í ágætum málum....

Spjallaði við þessa stúlkusnót í gær en hún einmitt kemur heima á klakaskerið á laugardag eftir viku!!!!...og fer næstum því beint í partí til Ásu Láru ofureiginkonu og móðir GLÓKOLLS ....og Kristjáns ofureiginmanns og föður GLÓKOLLS.....Jáhá....ég hlakka ekkert smá til....Við bottomið ætlum að skella okkur á þessa mynd....skil ekki afhverju við fórum á hana í sitthvoru lagi ....þegar við vitum best að okkur er ætlað að fara á svona myndir saman....svo við ætlum að bæta það upp með því að fara aftur....aldrei hægt að sjá góðar og væmnar og hugljúfar og sætar myndir of oft....

Jæja....klukkutími þar til ég get farið að rölta í aftökuna....

7.12.03

Dömubrúskur eða Dömuslor???
Ákvað að blogga núna þar sem klukkan er eftir miðnætti...það er eingöngu gert til þess að hrista aðeins upp í þessu hjá mér þar sem ég virðist blogga alltaf á svipuðum tíma...vil ekki vera svona fyrirsjáanleg ;)
Allavega..ég hafði líka um mjög mikilvægt málefni að ræða...við ykkur stúlkur!

Sko..Dömubindi....HVERT ER MÁLIÐ????
Pælið í þessu orði...Dömu-Bindi...ég er bara ekki sátt við þetta orð..bindi..svo ég leit í orðabókina og varð ekkert sáttari...(kvót)

bindi-->....breitt band eða borði .....knippi

Svo ég leit í samheitaorðabókina og sá orðið....knippi... og þá varð ég sko hlessa...
knippi --> böggull, kerfi,kippa

Dömuböggull...
Dömukerfi
Dömukippa..

.....................og ..OG..OG..OG ..svo stóð brúskur


BRÚSKUR!!!!.....Ok..þarna var ég bara orðin REIÐ...en ákvað að fletta upp orðinu BRÚSKUR...og þar stóð...HÁRTOPPUR,SKÚFUR,HEYTUGGA...og jú eitt fornt orð..SÓPUR......

Dömuskúfur
Dömuhártoppur
Dömuheytugga
Dömubrúskur
Dömusópur


Nú var úr vondu að velja....ugla sat á kvisti...

Skúfur = þar stóð fullt...eins og ....langur dúskur úr mörgum þráðum....óæt innyfli fisks ( slor )....og ég vissi nú eiginlega ekki hvort ég ætti að velja...svo ég ákvað bara að kanna hvort hin enska tunga myndi aðstoða mig eitthvað í þessari erfiðu könnun minni í gegnum orðabækur...

Sanitary napkins...
Sanitary towels.....

Ok...ok...
Dömu"munnþurrka"??....British....bleyja...
Dömuhandklæði........Say no more...

Ég bara mótmæli þessum orðum og óska hér með eftir uppástungum!!!

3.12.03

HEIMA ER BEZT!!!!
Núna er ég alltaf heima...voða heimakær...húsmóðir...lærandi hús...Nei!!..Hvað er ég? Ég veit ég er allavega ekki móðir...ekki frú...ég er Húsfröken...hin lærandi húsfröken...
Ég uppgötvaði mjög fljótlega að það er ekkert gaman að vera í hlöðunni...svo stofnannalegt...Svo núna er ég búin að gera megagóðasamning við sjálfa mig sem heitir EfþúverðurduglegBerglindaðlæraþámáttuveraheimahjáþéraðlæra.
Ekki samt misskilja mig...hlaðan er fín að einhverju leiti...En allavega hér koma nokkra vangaveltur afhverju heimilið mitt sé ákjósanlegri staður fyrir mig til þess að læra....


1) Heimilið mitt er bara fínna sko...

2) Styttra á salernið ( sem er N.B. HREINNA og er ekki með svona ljótum hallærislegum málverkum úr fjöldaframleiðslubyrgi Tolla ( sorrý Tolli..fínar hestamyndir hjá þér alltaf...ha.......hmm.:0)....ok..Mona Lisa var inni á baði á sínum tíma..en persónulega finnst mér það ekki við hæfi að hengja upp listaverk inni á baði hjá öllum gerlunum...þau falla í verði. )

3) Miklu fjölbreytilegra og ódýrara mötuneyti heima hjá mér og ég þarf ekki að borga 500 kr í hvert sinn sem ég verð oggupínuponsusmá svöng...Sú tilfinning að verið sé að ræna mig and æ læk it fékk mig til þess að líða eins og hálfvita. Sú tilfinning er algjörlega horfin eftir að ég fór að versla við sjálfa mig.

4) Ekki jafn erfitt að komast í tölvurnar því elskulega aldagamla tölvan mín stendur sig eins og hetja mér við hlið....Í gegnum súrt og sætt uns dauðinn aðskilur okkur HÚN ER MÍN...svo getur maður líka skroppið í heimsókn á óvænar netsíður sem maður gerði ekki í hlöðunni þar sem mér bókstaflega LEIÐ ILLA..vitandi af biðröðinni sem beið alltaf eftir því að komast í tölvur.

5) Jæja..í fimmta lagi þá þarf ég ekki lengur að láta illa upp aldna nema pískra og hvísla í nálægð við mig get bara einbeitt mér að eigin hljóðum og hvíslast við sjálfa mig þegar það á við...þ.e..Í PÁSUM!!!

6) Ég get gengið um berfætt heima...nice....var á sokkunum uppi í hlöðu af tillitssemi við aðra...og fékk samt ,,the evil eye"

7) Ég get BORÐAÐ fyrir FRAMAN TÖLVUNA....og DRUKKIÐ....sem getur verið hentugt þegar mikið er að gera.

Ég gæti vel haldið áfram en pásan er búin....verð að fara eftir reglum annars verð ég send upp í hlöðu...Það hefur sína kosti og galla að vera heima...en aginn drepur engann ( svo framarlega sem ég veit ).

Kannski það eina sem ég sakna er að heima hjá mér eru engir sætir strákar...en þeir voru hvort sem er ekkert svo sætir uppi í hlöðu..var það nokkuð??? Allir sætu voru fráteknir..jamm....og þó ég hitti ekki eins mikið af fólki...þá allavega get ég farið út í búð og spjallað við búðarkonuna og póstkonuna í sömu andrá!!!...það geta sko ekki margir..ha...ha...

1.12.03

Jóóólin Jóólin aaaalllsss staðar......
Það er komin vottur af jólamegafíling hjá mér þessa dagana og því datt mér í hug að deila eftirfarandi ráðleggingum til ofurvinkvenna minna...Þeirra sem eru súpermömmur,vinnualkar, meganemendur, súpervinnualkamömmur, vinnualkameganemendur....þið skiljið...Allavega...það er tilvalið að setja ráðleggingarnar undir koddan hjá eiginmanninum,kærastanum,hjásvæfunni eða ,,vininum".....

Jólabaksturinn og Jólahreingerningin (alveg klassískt)

Jólabaksturinn:

Setjið hellu á eldavélinni á lítinn straum. Stráið á heita helluna teskeið
af negul, kanil og engifer... sópið fljótt af aftur.... og Bingó!
Bökunarlyktin komin.

Kaupið pakka af Homeblest með súkkulaði, skellið örstutt í örbylgjofninn
nokkrum kexkökum (muna að taka þær fyrst úr pakkanum) og fyrsta umferð í jólabakstrinum er fullkomin. Restina kaupið þið í næsta bakaríi og setjið í fallega bauka... það er ekki nokkur maður sem sér muninn (nema þeir sem hafa notað sömu uppskrift : )

Jólahreingerningin:

Fyrir þá sem hafa tíma: Vindið nokkrar tuskur upp úr Þrifi eða Ajax og
leggið á ofna vítt og breytt um húsið....... og heimilið ilmar af
jólahreingerningunni.

Fyrir þá sem ekki hafa eins mikinn tíma er nóg að
skrúfa tappann af þrifbrúsanum og láta hann standa í forstofunni.Þá fer
það ekki framhjá neinum sem kemur í heimsókn að búið er að gera hreint.

Nauðsynlegt getur verið á sumum heimilum að styðja við þessa aðgerð með
því að draga úr raflýsingu og nota kertaljós í staðinn....... það passar
líka miklu betur hvort eð er fyrir stemminguna.

Hérna hafið þið það....og njótið...mitt heimili er voða fínt og ég er meiri að segja búin að kaupa fullt af kertum....gerist ekki betra.....