28.2.03

Íslenskar Kárahnjúkakartöflur ekki fyrir alla......


Nú vilja Bandaríkjamenn hætta að kalla franskar kartöflur ...franskar...og hefur nefnd ein á hinum illræmda spillingarstað FLÓRÍDU tekið að sér að berjast fyrir því að þær hljóti hin eftirsótta titil "Bandarískar friðarkartöflur" ...

Hér sit ég bara miður mín og velti því fyrir mér hvort þetta muni hafa stórvænleg áhrif á þróun mála í Íraksdeilunni..??? Það er orðin ansi flókinn heimur þegar maður getur eingöngu farið til Íraks til þess að fá sér ALVÖRU góðar franskar kartöflur.....

Á sama tími sem mér berast þessar fregnir hefur Dani einn meinað hundum, Þjóðverjum og Frökkum aðgengi að veitingahúsi sínu og þá um leið möguleika þeirra til þess að fjárfesta í dýrindis Bandarískum frelsiskartöflum...sem er náttúrulega engan vegin atvinnuskapandi...og vinnur sannarlega gegn "normal" markaðslögmálum!....

Þegar heimurinn þróast svona hratt og brjálæðislega að slíkri veruleikafirringu þá hlýtur nú að líða stutt að því að þessi hugmyndafræði nái bólfestu á okkar ástkæra klaka...áður en langt um líður verður mótmælendum Kárahnjúkavirkjunnar án efa meinaður aðgangur að helstu veitingastöðum borgarinnar....

Þetta mun byrja fyrst á austfjörðum og færa sig síðar hratt í átt að höfuðborgarsvæðinu...jafnvel mun þetta ekki eingöngu loða við veitingahús..heldur færa sig á fleiri þjónustustig....pósthús,krár,strætó og jafnvel klósettaðstaðan í Bankastrætinu....munu brátt bera bannmerki í þágu virkjannasinna...Já..þetta er furðulegur heimur og það er ýmislegt í gangi.....og þar sem við erum nánast... litla ammmeríka..þá VERÐUM við að vera memm....og vera eins..og hinir....

25.2.03

Námsmaður í vinnuþrældómi.....


Ég er búin að komast að því að atvinnuleysið sem nú ríkir á klakanum er allt mér að kenna :( ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en í gær....og biðst ég innilegrar velvirðingar á því.....en þar sem ég er fátækur námsmaður á leigumarkaðinum og rek einnig dýrfreka Grásleppu ( sem ég verð að eiga til þess að koma mér á milli vinnustaða )þá neyðist ég til þess að stunda vinnu á þremur stöðum (HÍ má náttúrulega ekkert vita af því þar sem þeir eru á móti því að fólk vinni með námi!!!! )

Ég fór í atvinnuviðtal í gær í fjórðu vinnunni þar sem vinnu númer þrjú er í raun og veru lokið...viðtalið gekk svo sem ágætlega en við yfirheyrslu kom auðvitað fram að miðað við að stunda meira en fullt nám við HÍ þá er ég að vinna á allt of mörgum stöðum sem jú..leiðir til þess að ég sit um vinnur sem aðrir gætu haft not á þessum síðustu og verstu tímum........en svona er þetta að vera típískur íslenskur námsmaður án námslána.....

Þegar ég hóf nám mitt á sínum tíma komst ég að þeirri skemmtilegu staðreynd að ég myndi aldrei fá neitt nema vasapening þar sem ég hafði verið of tekjuhá yfir sumarið.Uppfrá því hófst skemmtilegur fjárbardagi um hver mánaðarmót sem ég jú verð að viðurkenna að er orðin ansi þreytandi....það er eins gott að ég útskrifist í okt...annars á ég eftir að álagsbrotna hér og þar og alls staðar....

Námslánakerfið er eingöngu sniðið að þeim einstaklingum sem enn stunda Strætó,búa ókeypis hjá mömmu og pabba sem borga bækur,mat og gefa vasapening af og til....Mér finnst til háborinnar skammar að bjóða nemum ( FULLORÐNUM EINSTAKLINGUM ) upp á þessi kjör.
Manni er hefnt fyrir að þræla um sumarið sem er eingöngu gert til þess að safna í forða fyrir veturinn,komast af...ef maður þyrfti nauðsynlega að skreppa til tannlæknis.........
Jamm..þetta er skítalíf að vera námsmaður........eða eins og góð vinkona mín sagði á sínu bloggi

"Þegar fólk spyr mig hvað ég sé að gera þá svara ég:
,,Ég er í Háskólanum, að læra íslensku."
Því það er það sem máli skiptir hjá mér og það er þar sem metnaður minn liggur en miðað við hvað ég hef unnið mikið uppá síðkastið mætti halda að rétt svar væri:
,,Ég er að í 2 vinnum; barnafataverslun og á sambýli en svo er ég í nokkrum fögum í Háskólanum til þess að hafa eitthvað að gera á kvöldin"
eða eitthvað í þá áttina


Skuldirnar hjá þeim sem taka svo þessi blessuð lán eru svo þvílíkar eftir námið að þegar þeir einstaklingar komast loks út á atvinnumarkaðinn, eru þá oftar en ekki að stofna fjölskyldu um leið, þá hafa þeir vart efni á því að lifa þar sem þeir hafa ekki safnað öðru en skuldum á námsárunum. Persónulega finnst mér að nemum eigi að vera kleift að vinna sem vitleysingar á sumrin án þess að það skerði námslán þeirra.

Jæja...ég er hætt að sinni....munið eftir mótmælagöngunni sem hefst við Hlemm kl 17:00 fimmtudaginn 27.febrúar þar sem gengið verður fyrir hálendið og framtíð Íslands.......

22.2.03

Megasukk....


Ég gerði nokkuð í fyrradag sem ég hef aldrei gert áður en það var að skella mér á tónleika á 22 þar sem Megasukk sungu og trölluðu í næstum því þrjár klukkustundir ....Og það með múttu og hennar manni þau voru svo góð að taka mig út og viðra mig smá..!!!!!........
En þetta var merkileg upplifun....Ég að vísu fíla Sukkið vel...eeeen...Meggi karlinn...hmm..hann er listamaður..það er óhætt að segja það....það skipti ekki máli þó hann gæti ekki pikkað rétt á strengi,haldið rétta takti...eða sungið sama texta og Sukkið...fólkið dýrkaði hann samt....Hann var meiri að segja með stjörnustæla og var eitthvað að dissa ljósamanninn...sem honum fannst pína sig í allt of sterku sviðsljósi......En þetta var hin fínasta skemmtun....Hin yndislega dásamlega og stórkostlega vinkona mín hún Brynka fílar þá í ræmur en það hafði ég ekki hugmynd um....maður er alltaf að læra meira og meira um vini sína..hmm....þegar Meggi byrjaði að syngja voru tárin farin að leka niður andlitið á mér......fólk hefur án efa haldið að ég væri svona hrærð....en það var langt frá því..reykjarmökkurinn þarna inni var alveg að drepa mig..ég hélt ég myndi ekki hafa þetta af og yrði að yfirgefa skemmtunina.....en þar sem það var frekar þröngt á þingi dirfðist ég ekki að yfirgefa sætið mitt og hallaði aftur augunum,safnaði smá vökva í augun og hreinsaði þau....fín leið..sko mæli með henni....
Það sem var einnig kostulegt við þessa tónleika var FRÚ ein sem var meðal áhorfenda....hún hélt þvílíkt show fyrir okkur að annað eins hefur örugglega ekki sést á Megasukki ....ég held að fólk hafi annað hvort HATAÐ hana eða ELSKAÐ...ég féll í seinni hópinn...hún var eitthvað svo sæt og geislandi hamingjusöm...þar sem hún stóð í síða svarta kjólnum sínum með stóra þunga krossinn um hálsinn og þungu skartgripina hægri vinstri....já hún stóð og söng og kallaði og hló og hafði bara gaman af.....skellti sér upp á svið en varð um leið kaffærð af DJ-inum sem hélt upp þvílíkri skemmtun áður en tónleikarnir hófust....( ég elska hann líka...hann spilaði Stóð ég úti í tunglsljósi.... ; ) )......allavega fannst mér þetta hin ágætis uppákoma hjá henni.....alltaf gaman af lífsglöðu fólki ( þrátt fyrir að það sé í glasi ) en um leið var merkilega gaman að fylgjast með viðbrögðum fólks gagnvart henni...sumir hlógu..aðrir roðnuðu...enn aðrir fussuðu og sveiuðu og voru nánast stokknir á fætur til þess að hamra á henni...en allt fór vel að lokum..og hún dróg eilítið úr þessu er tónleikarnir hófust ;) .....

Allavega ætla ég eftir þessa tónleika að fjárfesta í sukkinu og lesa texta Megga gamla...það er víst
Góða nótt....

20.2.03

Kannski er ég bara mótmælaofurfan....sniff..



Sko...ég er bara miður mín.....hérna sat ég við tölvuna að undirbúa mig fyrir hin hörðu mótmæli sem ég komst svo að að að að að..væru ekki fyrr en í NÆSTU viku 27..feb.........sniff....Þökk sé Brynku sem lét mig tala við Guð .... og hann útskýrði þetta allt fyrir mér.....hmm...það verður bara fínt að mótmæla 27.feb....þá get ég kannski "slegið tvær rottur í einu sparki"..með því að mótmæla tilverurétti einnar manneskju sem á afmæli þá...jamm....það verður ljúft... ;)
Já...ég er kannski bara mótmælaofurfan.....fólk þekkir mig kannski bara betur......en ég hélt.....
HVER ER ÉG!!!!!......

ég lifiiiiiii.....í helti....


Jamm..undarlegar og stórmerkilegar fréttir það....ég lifi...samkvæmt nýjustu greiningu ofursérfræðingsins míns þá er ÉG brotin...hvað sagði ég ykkur..ha..hvað sagði Berglind ......einmitt..hún hafði það svooo á tilfinningunni að hún væri brotin...en þetta brot er ja..ólíkt öðrum normal brotum..þar sem ég er með ÁLAGSBROT..EÐA STRESSBROT..öðru nafni....þvílíkt flott heiti.....og það merkilega við þetta skemmtilega "smá"brot mitt er að ég þarf ekki að fá hækjur og fæ ekki gifs..ó nei....ég skal gjöra svo vel að ganga í HARÐBOTNA skóm og halda áfram að maula í mig pillur og þá kannski..já þÁ KANNSKI..verð ég orðin fín eftir 1 - 1 1/2 mánuð..jamm...annars er röntgenmyndartaka frammmmmmmundan hjá mér...sem er alltaf gaman..
Í þetta sinn ætla ég að fá að eiga myndirna...kannski ég komi mér upp myndaalbúmi af beinum mínum....það væri sko flott í safnið....

Annars er það að frétta að ég gerði heiðarlega tilraun til þess að vinna í kvöld sem gekk ( haha.gekk,ganga,labba ...þvílíkur spaugstofuhúmor...) ekki alveg nógu vel..og er ég því rooosalega þreytt í fætinum sem er frekar slæmt þar sem ég ætla að fara í mótmælagöngu á morgun jamm...

HÁLENDISGANGA - S.O.S. HÁLENDIÐ KALLAR

Fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17.00. Gengið frá Hlemmi niður Laugarveginn að
Austurvelli þar sem myndaður verður hringur utan um Alþingishúsið.

Tilvalið að fólk mæti með einhverskonar ásláttarhljóðfæri, flautur eða
þokulúðra til að hljóðgera S.O.S merkið þrjú stutt - þrjú löng - þrjú stutt.

Hálendið allt liggur á teikniborði Landsvirkjunnar. Má þar nefna
Torfajökulsvæðið, Langasjó, Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljót að
ógleymdum öræfunum norðan Vatnajökuls með fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun.
Gleymum því ekki að Kringilsárrani á Kárahnjúkasvæðinu er FRIÐLAND.
Ráðamenn þjóðarinnar fresta því að fullgilda Rammaáætlun um nýtingu
vatnsafls á hálendinu. Þar kemur skýrt fram að Kárahnjúkavirkjun er ekki
hagkvæmasti virkjanakosturinn þrátt fyrir stærð og einn sá lakasti með
tilliti til náttúrunnar. Niðurstöðum og úrskurðum fagstofnana er kastað
fyrir borð og óheft virkjanapólitík stjórnvalda ræður framtíð hálendisins.
Náttúruverndarar mótmæla slíkum vinnubrögðum og krefjast þess að stjórnvöld
fresti öllum virkjanaáformum þar til Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma er fullgild. Ennfremur skorum við á almenning að taka undir
kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu á vefslóðinni www.halendid.is

GÖNGUM GEGN NÁTTÚRUSPJÖLLUM FYRIR HÁLENDIÐ OG FRAMTÍÐ ÍSLANDS

ÞAÐ ER EKKI OF SEINT!

JÁ!!!...HEYRIÐ ÞAÐ...það er ekki of seint...aldrei of seint...
Annars er ég frekar pisst.....allt í einu er búið að stimpla mig sem einhvert mótmælaofurfan!!!......og heldur fólk því fram að ég sé í því að mótmæla hverju sem er út um allan bæ....sem er alls ekki satt....
Ég tók þá ákvörðun árið 1997 að málefni þetta yrði mitt aðal baráttumál...sem það hefur svo sannarlega verið enda blöskrar mér stórlega þessi fyrirhuguðu áform virkjannasinna....
Allavega mun ég mæta haltrandi í gönguna.....hvar ætli þið verðið????

Ég fór á kaffihús í dag með Evu og Jóhönnu sem voru kokkar hjá mér í ferð í fyrra og var mikið hlegið og gantast enda var ferðin okkar á sínum tíma STÓRKOSTULEG.....ein besta ferð sem ég hef farið í ....
Við héldum upp á jólin fyrir Spánverjana okkar inni í Nýjadal ( í lok ágúst ) og fengu þeir að smakka þorramat og jólahangikjöt undir kertaljósum,malt og appelsín,brennivín og hákarl..sannkallaður eðal matur...svo voru sungin jólalög ( meiri að segja raddað ;) og kokkarnir klæddust jólahúfum.
Hurðaskellir kom í heimsókn sem var mjög merkilegt þar sem hann var ekki á okkar vegum.
Einn Spánverjinn tók upp á því (án okkar vitundar ) að dressa sig upp sem jólasveinki og kom svo færandi hendi með gjafir handa okkur Íslendingunum...maðurinn var frábær....eini skeggjaði einstaklingurinn..með grátt millisítt skegg og hann klæddist rauðum regngalla ( en hægra megin á honum stóð svörtum stöfum North Face...sem var svolítið skondið...) svo var hann í svörtum stígvélum með svart belti og hafði svo vafið hvítum tuskum um hálsmálið og ermarnar og framan á jakkann sem áttu að vera hvítur loðkragi sveinka...og svo einhvern vegin hafði hann náð jólahúfu eins kokksins svo hann varð fyrsta flokks Hurðaskellir...hamraði í hurðar eins og óður væri og hló og nötraði allur......ógleymanlegt....
Ég hlakka mikið til sumarsins...enda eru forréttindi að fá að vinna sem leiðsögumaður...fá borgað fyrir að ferðast um fallegt land.....fræða fólk um menningu sína......kynnast því og hafa gaman af með ýmsum uppákomum....BARA GAMAN...

Jæja..þetta er nóg í bili....enda ja..orðin frekar langur pistill.....





15.2.03

Þetta er á Veðurstofu Íslands..veðurspá....


Ég er svolítið spæld yfir því að vera í fargöngulabbitúrabanni í dag þar sem í dag..akkúrat..NÚNA...er þetta líka glæsilega veður úti...mitt UPPÁHALDSVEÐUR...sniff...ég er ekki ísdaman fyrir ekki neitt....ég DÝRKA þetta veðurfar......því meiri vindur og rigning....því ánægðari verð ég...því hef ég tekið mér stöðu fyrir framan gluggann minn ( þ.e. sit ) og horfi út og brosi...fylgist með dropunum drjúpa og fjúka í allar áttir...og sérstaklega er spennandi að fylgjast með útigasgrillinu...skyldi það falla um koll í næstu vindkviðu..???....og stóru flottu grenitréin þau sveigjast og bogna hægri vinstri...þar sem glugginn minn snýr út í garð er lítið um fólk á stjá...þó sá ég eina dökkklædda mannveru áðan og það var sko gaman....hún vart hélt jarðtengingu og þurfti lítið til að hún tækist á loft...Það hefði sko verið gaman að eiga eitt stykki vindmyllu núna...ég er viss um að hún hefði hlaðið eins og vitleysingur inn rafmagninu....Til þess að gera þetta eilítið meira spennandi hef ég alla glugga hjá mér opna..svona til þess að fá tilfinninguna beint í æð og keppist í við að halda gardínunum mínum inni fyrir...þetta er sko skemmtilegur leikur....miklu skemmtilegri en leikurinn sem ég talaði um í gær ( enda búin að fá ógeð á honum...kemst ekki lengra en á 8 borð og metið er um 14.200 stig...og komin með náladofa í fingur hægri handar ).

Hmm...svo er júró í kvöld og þvílíkur spenningur á mínum bæ þar sem ég hef tvo síma og get því hringt inn SEX sinnum og gefið mínu lagi atkvæði ( 600 kr skemmtun...ódýrara en að fara í bíó ).
Mig langar til þess að Botnleðja vinni .....Ég tel að þeir gætu komið frekar sterkir inn og vakið kátinu og mikla umfjöllun erlendis sem gæti sko verið mjög góð landkynning og ég tala nú ekki um þau áhrif sem þeir gætu haft á ferðaþjónustuna..jamm..... : Þ ÍSLAND BEZT Í HEIMI
En þetta er náttúrlega allt spr um viljum við vinna eða ekki....hingað til hefur verið fjárhagslega hagkvæmt fyrir okkur að senda inn leiðinleg lög..þá þurfum við ekki að taka þátt nema annað hvort ár og þurfum ekkert að spá í hvar við eigum að halda fyrirbærið að ári liðinu.....

Ef við viljum ekki vinna en samt taka þátt næsta ár þá mæli ég einnig með Botnleðju...júrósagan segir að slíkar uppákomur sem Botnleðja ætlar að standa fyrir séu mjög vinsælar og hreppa yfirleitt 4-10 sæti.....ef við viljum ekki vinna og hvíla í eitt ár þá held ég að það væri fínt að senda ja..t.d...Heiðu....eða Eyvör....en ef við viljum vinna..þá held ég að við þurfum að senda Rúnar...hann er gamall karl og hrukkóttur sem er alltaf vinsælt ( hmm..eða á það bara við Danska karlmenn )...nú eða Birgittu sem er sæta og ljúfa stelpan og gæti náð ágætlega nálægt 1.sætinu ( svona eins og sjemú sjemjú la ví stelpan sem allir halda að dó ) Ég vildi þó óska þess að hún myndi aðeins breyta fasinu sínu á sviðinu...hrikalegt að horfa á hana fyrir neðan mitti...HVAÐ ER ÞETTA MEÐ ÞESSAR FÆTUR HENNAR.....eehhmm..jamm..nú svo er það hún skutla og megarödd...Þóra..eða hvað hún heitir...hún er sæt og flott og gella ( með Madonnu skarð ).....þarf bara að breyta klæðnaðinum hennar gera hana að druslubeib....setja upp Erin Brokkóvits..brjósthaldara að hætti Júlíu Róberts....og æfa mjaðma og brjóstasveiflur..þá er sigurinn sannarlega okkar....

En eins og ég segi..þetta er allt spurning um hvað við viljum í raun og veru....ekki hvað RÚV vill..heldur VIÐ...valdið er í okkar höndum..sem er kærkomin tilbreyting...( kannski það sé að bæta manni upp að fá ekki að taka þátt í þjóðaratkvæðisgreiðslu um Kárahnjúkavirkjun...gæti verið plottið..hmmm )....
Mér finnst persónulega að við eigum að vinna að þessu sinni...það er atvinnuskapandi sem er nokkuð sem við þurfum að huga að á þessu síðustu og verstu tímum....Tónlistarhöllin yrði kannski loks að veruleika...landkynningarátakið ógurlegt....og þemað í landkynningunni gæti verið stóriðjuframkvæmdir og hversu tæknileg þessi þjóð er.....allt svona náttúrukjaftæði er náttúrlega fyrir löngu flogið út í buskann...og þær fáu leifar sem eftir eru fá örugglega að fljúga í næstu stormkviðu...sem ég sé ekki betur en séu rétt handan við hornið mitt......
Hætt !!! þessu og farin að horfa á veðrið.... Eigið gott júrókvöld...

14.2.03

Kannski ekki svo fúll pistill...eða hvað???



Ég er búin að uppgötva þennan líka skemmtilega leik til þess að hafa ofan af fyrir mér og þar sem ég er búin að gleyma hvernig á að setja svona...flott inn verð ég bara að notast við gömlu leiðina....en þetta er veffangið.....

http://jp.shockwave.com/games/puzzles/zookeeper/zookeeper.swf

Ég lék hann fyrst í gær og svo týndi ég honum og var rosalega sár en svo hjálpaði bjargvætturinn minn mér og ég gat hafið leik að nýju...gaman gaman...miklu skemmtilegra en Lúdó....Þessi leikur hefur gjörsamlega bjargað sálartetrinu mínu í dag....en ég er ekkert sérstaklega klár í honum og kemst aldrei lengra en á 7. borð...sem er víst mjög slappt....en æfingin skapar meistarann og ég hef tíma til þess að æfa mig og æfa mig og æfa og æfa og æfa og æfa....þar sem ég er enn jafn hölt og skökk og fúin og lúin eins og ég hef verið undanfarnar vikur...( er að reyna að tala ekki um þetta þar sem sú samúð sem mér er sýnd er gjörsamlega að gera mig andlausa og vitskerta .....ég á mjög góða að og þeir sko mega sýna mér samúð og hafa gert en sko ...Berglind er bara þannig gerð að hún höndlar ekki mikla samúð til lengdar hún einhvern vegin ofmetnast í samúðinni og tekur henni svo bókstaflega að hún gerist "andlaustósjálfbjargagrænmetismauk" ) Þar höfum við það.....

Hvað gerði svo Berglind í dag annað en að spila uppáhaldsleikinn sinn....Jú hún var dregin aftur út í BÍÓ með systu og afa....ójá...Þetta þýðir að Berglind er búin að fara í bíó ÞRISVAR á 2 VIKUM....sem er met..( ef frá er talið hið ótrúlega bíóflipp þegar ég var 16-17 ára ).....og það er gaman að fara í bíó...ég þarf lítið að haltra...og er keyrð upp að dyrum....svo í mesta lagi...þá haltra ég svona....kannski 40 m í allt.....Í kvöld fór ég á myndina Catch Me If You Can og mér fannst hún mjög fyndin og skemmtileg....allavega skemmtum við systa og afi okkur dásamlega...Leonardo DeCaprio fer á kostum í hlutverki sínu og karakterinn sem hann leikur ( sem er byggður on a trú storí...) er magnaður....hreint út sagt góð skemmtun og ég mæli með henni.

Ég hef lítið notast við símann í dag sem er einnig mjög svo ánægjulegt þ.e. ég hef ekki þurft að hringja sjálf :) aðrir hafa hringt í mig...fínt að deila þessu svona niður...Ætli maður geti borgað símareikninginn sinn á Visa-rað?????......

Kannski ég fari bara með þessa hugsun inn í draumaheim og reyni að vinna úr henni þar....jamm..
Góða góða....

13.2.03

Vinkonur og Vinir....


Ég á sko góða vini en sérstaklega góðar vinkonur. Einhvern vegin er það alltaf þannig að maður deilir meira með vinkonum sínum en vinum ( undantekning Trabbi gamli ;) En allavega þá fékk hún Lilja Rós mig til þess að kíkja út fyrir hreiðrið mitt í kvöld og fór með mig í bíó sem var mjög gaman...fórum að sjá Chicago...sem var eins og að sitja á leikhússýningu....fullt af fallegum fötum..hmm..eða nær að segja pjötlum.... og fínar gellur en nokkuð spes að sjá Gerinn SYNGJA ....Ég held ég hefði gjarnan frekar viljað hafa Geirólafs þarna ( hmm...blue eyes )!!!!...Hann hefði sko staðið sig!!!! hans heimur algjörlega...fullt af tröppum til þess að feta sig upp og niður eftir...og glamúr og glansheit fljúgandi um loftin.

Karlar! þetta er sko mynd fyrir ykkur....komið bara með eigið vasadiskó og hlustið á hard core og haldið fyrir augun þegar Gerinn syngur...og það er sko engin afsökun í þetta sinn að segjast ekki vilja sjá söngvamynd....myndin er þess virði.....fullt af fljúgandi kroppum í pjötlum....brjóst..og læri í öllum stærðum og gerðum.....

Takk fyrir mig Lilly-Begg : )

Þegar ég kom svo aftur heim í hreiðrið að lokinni sýningu tók síminn svo vel á móti mér að ég ákvað að gleðja hann með einu samtali við GÓÐA vinkonu mína hana Brynku. Það er ótrúlega notalegt að eiga svona góða vini að eins og hana.....búin að þekkja hana ja...úff....í næstum því hmm...VÁ.....meirihluta lífs míns...við s.s. eigum FORTÍÐ saman....sem er oft á tíðum mjög merkilegt og gaman að spjalla um : )

Undanfarna viku í leiðindum mínum með Fúnulöpp höfum við einmitt lent á slíku spjalli sem hefur verið ansi hressandi og ánægjulegt...Það er gott að vita af henni á klakanum okkar ( þó að mér finnist hún nánast búa í rassssg..ehhhmm...já).....því þetta útstáelsi hjá henni á tímabili var farið að valda mér áhyggjum..... Ég var einhvern vegin viss um að ég yrði að búa við þau hlutskipti að eiga góða vinkonu búsetta í útlöndum,harðgift með 4 börn og einn hund...sem mér fannst ömurleg tilhugsun ...ekki að ég vilji henni ekki allrar þeirrar hamingju sem hún svo sannarlega á skilið...þá kom eigingirnin upp í mér....hamingjuna má hún gjarnan njóta...nálægt vinum sínum...annað er náttúrulega næstum því óbærilegt..sérstaklega eftir svona langan vinskap........en mér hafa borist þær fregnir af krúttlegum fuglum að hún jafnvel fari fljótlega að færast nær mér...sem er bara gaman og ég vona svo sannarlega að þessir fuglar hafi á réttu að standa......

En Brynka geit eins og hennar nánustu vinir gjarnan kalla hana...er mörgum hæfileikum gædd og hefur t.a.m. skáldskapargyðjan tekið sér bólfestu í henni....og er ég viss um að samstarf eigi eftir að verða á milli hennar og Andra megalagahöfundi sem mun án efa leiða til ánægjulegra Þórsmerkurdvalar í nánustu framtíð....
Ég læt hér eftirfarandi "ljóða-ljóð" eftir Brynku slá botni í þetta pár mitt að þessu sinni...

Ég á mér einn uppáhalds vin
og í hann fer allur minn tími.
Allan daginn skiptir um "kyn"
ástkær vinur minn: Sími.

Í kvöld hef ég talað og talað í síma,
alveg taumlaust fjör og heilmikið gaman
Hér hef ég spjallað í heillangan tíma
haldið tóli og eyra þéttingsfast saman

En nú er svo komið í þetta sinn
svefninn lokkar og laðar.
Sætt kallar rúmið mig til sín inn
Sofðu rótt, þá dagar hraðar...

Vináttu fræjum höfum við sáð
og vonum þau braggist og dafni.
Hvað gerist á morgun get ég ei spáð
en gæfusporum vil að hún safni.

Lífið er bæði brothætt og skrítið
bindur mann stundum í hlekki.
Bréfið í kvöld var beyglað og lítið
bið þig að erfa það ekki.

Góða nótt....

11.2.03

Hvað er svona mikið jibbbbbíííi....við að fara út!!!!!


Ég hef ákveðið að þetta verði fúll pistill..því ég er ekki bara fúl í dag...heldur líka...hundfúl og leiðinleg...og vorkenni sjálfri mér meira en normalt er..... Já..já..það hefur verið gaman undafarna daga að fara út...á meðal fólks...hefur verið frekar upplífgandi en um leið fáránlega ömurlega fúlt....jamm....

Um helgina ætlaði ég að gerast fáránlega bjartsýn manneskja og GLEYMA helti mínu og ja...svona reyna að forðast að hugsa um þetta allt saman og taka aftur þátt í raunverulegu lífi...s.s...ég fór í HINA vinnuna og í gleðskap með starfsfólkinu í hinni vinnunni....en varð frá að hverfa vegna...lúnulappar.....sem böggaði mig....
Mér finnst líf mitt undanfarna daga hafa eingöngu snúist um mína glötuðu hægri rist....sem það hefur náttúrulega gert...svo hef ég hér með ákveðið að fyrirgera henni öllum sínum rétti til míns líkama....frá og með deginum í dag mun ég líta á hana sem sníkjudýr míns líkama....sem leggur ekkert til nema bögg og leiðindi...ég er búin að ávíta hana oftar en einu sinni og hef nú fengið mig fullsadda á þessari vitleysu...jamm....( mér líður miklu betur eftir að ég tók þessa ákvörðun.. ;) og vona svo sannarlega að hún skilji alvarleika þessa máls....

Annars..ætlar einhver FRÆGUR sérfræðingur að fá að kíkja á lúnulöpp...það er vonandi að hann finni eitthvað út úr þessu....annars er ég nú farin að halda að ég sé bara brotin sama hvað eitthvað RÖNTGEN SEGIR....
Ég er eiginlega viss um að ég sé svona einstaklingur sem er ekki normal...þ.e..pillur virka ekki á mig....dóp virkar ekki á mig...svo kannski virkar röntgen ekki heldur á mig....hmmmm...
Jæja..ég er hætt að rugla og farin að lúlla í hausinn á mér...

7.2.03

Jibbbbíííí...fór ÚT!


Þökk sé Ems sem bjargaði sálarlífi mínu í dag... ( takk takk ) með því að fara með mér í bíó ( ÞRÁTT fyrir að ég gangi um eins og mörgæs eða barnshafandi kona komin 12 mánuði á leið og með hrikalega grindargliðnun) Ég held hún hafi ekkert skammast sín fyrir mig. Við fórum á FRIDA og ég var mjög ánægð með þá mynd sama hvað aðrir segja...Hreint út sagt ótrúlega litrík en sorgleg ævi og fórst Selmu H það vel úr hendi að túlka Fridu.

Ég er mjög sátt við daginn þar sem ég spilaði EKKI einu sinni Ludó ;) ég er ekkert smá ánægð....en tiltektin hélt áfram hjá mér og í þetta sinn fór ég í gegnum öll þau bréf sem ég fékk er ég var í Chile..við erum að tala um STÓRAN kassa....MÖRG KG...að ég skuli hafa flutt þetta allt saman heim á sínum tíma...sé sko ekki eftir því í dag...Ég las í gegnum nokkur þeirra...mjög gaman....þarf endilega að kíkja nánar á párið hjá vinunum og ættingjunum sem voru mjög duglegir við skriftir.

Nú svo eyddi ég dágóðum tíma í dag á MSN þar sem talað var við Brynku geit ( eða var það víst kind??? ) og drottninguna hana Marý og svo hina drottninguna hann Travis...spjölluðum öll saman sem var bara gaman.

Nú mamma kom og tók af mér öll völd og skikkaði mig í bað heima hjá sér ( sem var notalegt og ekki gert í þeim tilgangi að ÞRÍFA AF MÉR SKÍTINN...heldur til þess að láta skökkulöpp slappa af í heitu vatni sem virkaði þó akkúrat öfugt....s.s. í stað þess að minnka verkinn VERSNAÐI HANN.....Ég er því sjálf búin að "sjúkdóms"greina mig og hef komist að þeirri niðurstöðu að með þessu aukna blóðflæði vegna hita vatnsins hlýt ég að vera með mar á taug...eða Martaugsbólgur...jámm....ég er VISS um að læknirinn segi það sama í fyrramálið...en við eigum DEIT....sem verðu nú ekkert krassandi...því doksi er KVK...glatað alveg....en um leið mjög ljúft...þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af útliti fótsins ;) ( penlega sagt en fyrir þá sem ekki skilja....s.s..þá mega hárin njóta sín í botn)

Ég er með aðra kenningu sko....ég er viss um myndin Frida eigi eftir að hafa mikil áhrif á tískustrauma uns langt er liðið...við eigum eftir að sjá konur með HÁR Á ÖLLUM STÖÐUM.....það verður gaman ;).....Allavega fannst mér Selma ÞRÁTT fyrir öll ( það sem kallað er ) ÓÆSKILEG hár...mjög flott í hlutverkinu....hár hér og þar og alls staðar.....au natural.....það verður tískan...ójá..bíðið bara.....svo og jú litríkur klæðnaður að hætti Mexíkana og stórgerðir skartgripir...

Tískuhönnuðurinn kveður að sinni

6.2.03

HiðmjögsvoviðburðaríkalífBerglindar....NOT..


Sko..það væri betra að vera þannig "veikur" að maður þurfi að sofa og sofa og sofa og sofa....svona "útúrheiminumtímabundinveikindiauðvitað" en að standa í þessu ruglumbulli mínu sem er bara hundleiðinlegt.....
Ég varð að hringja mig inn veika í vinnuna..sem var lífsreynsla þar sem yfirmaðurinn eiginlega skelti á mig ;) en það er ekkert nýtt í mínu lífi svo sem....ég er orðin vön þessum skemmtilega samskiptamáta hans...og hlakka ekkert smá til þess að þurfa að hringja mig aftur veika á morgun...hehehehehheh...

Af ludóinu er það að frétta að Rauður vinnur alltaf!!!!...og meiri að segja í eitt skiptið þá komst Blár ekki einu sinni með EINN karl í höfn...spúkí!!...

Litla systa gladdi mig með nærveru sinni í dag ( fyrsta flokks góðmennska ) og leigði hina "skemmtilegu" mynd "Lemdu hana..hún er frönsk" ...það sorglega var að ég HLÓ...tvisvar!!!....sniff..

Marý drottning hringdi í mig í gær sem var rooosalega gaman....og ég reyndi að hringja í hana aftur í dag til þess að leyfa henni að heyra í íslensku júróvisjónlögunum....( Botnleðju ) EN..hún var ekki HEIMA!!!.....HVAR VARSTU MARÝ???
Ég fór í gegnum gamalt dót sem var mjög áhugavert...fullt af ljóðum sem ég samdi á gaggóskeiðinu sem voru frekar fríkí....svona þunglyndisljóð um tvöfalda íslensku tíma,svartnætið,myrkrið og ömurlegheitin í lífinu!!! Furðulegt alveg..ég man ekki betur en ég hafi verið eðlilegur ungur táningur..en þessi ljóð gefa mér ..ja aðra sýn á það skeið..... ;Þ Meiri að segja eitt ljóð um EMS ( þarf að leyfa henni að heyra það).......Nú...hvað fleira gerði ég í dag...jú litla systir staldraði í dágóða stund og spilaði við mig.... ;) s.s. ég gat spilað Sequence...og hún leyfði mér að vinna tvisvar...sem var (fallega gert af henni)..ég horfði á tv....og og og ..jújú...skelti mér á msn og talaði til útlanda...sem er framför og ódýrara en að taka upp tólið sem ég reyni að forðast þessa dagana...enda kvíði ég frekar næsta símreikningi......Nú..svo borgaði ég alla mína ( næstum því alla ) reikninga í gegnum símann...sem var kúl....og hrikalega þægilegt.....eehhmm...ég held að það hafi bara ekkert annað gerst í lífi mínu í dag ;( ..kannski það verði eitthvað fjörugra á morgun....kannski ekki.....

4.2.03

Bjargvættar og óhappasögur Berglindar..halda áfram.....


Það er STÓR plús að eiga fasteign á hjólum sem er alltaf að klikka....Bíldruslan mín hún Grásleppa öðru nafni "Grey gett'away" klikkaði nú um helgina sem er í raun og veru ekkert nýtt...nema..jú....allt í einu eru farnir að skjótast fram úr skúmaskotum hinir og þessir bjargvættir ( KARLMENN .....og já myndarlegir...hjálpsamir og ótrúlega miklir herramenn....) Mig langar eiginlega ekkert að fara með hann í viðgerð.....og hef ég nú ákveðið að þetta verði mín hössl aðferð í framtíðinni ( varnarlausa konan í bílnum sem bilar ) ég sé tækifæri á þeim markaði :Þ
Í þetta sinn var það ekki dökkhærði draumaprinsinn á hvíta hestinum heldur ljóshærðu þríburarnir á flotta kagganum...sem var ekkert verra....eiginlega bara mjög ljúft.. já..ehmmm...nóg um það...

Hér sit ég ein heima við tölvuna mína búin að hringja út um allan heim í allan dag til þess eins að hafa ofan af fyrir mér þar sem ég ...má eiginlega ekki GANGA!!!!!.....jamm....Ég er hölt sem..."eitthvað".....
Vesenið hófst á lau-kvöld...en þá tók ég allt í einu upp á því að fara að haltra ....

Ástæða????? veit ekki...ég datt ekki..ég rak mig ekki í ..ég missti ekkert ofan á fótinn...og NEI ég var ekki full......ástandið versnaði með kvöldinu og eftir miðnætti gat ég vart stigið í fótinn....Sunnudagurinn var ekkert betri svo ég endaði á því að fara upp á bráðamóttöku ( E.R ) þar sem ég fékk að hafa ofan af fyrir mér í klukkustund ( horfði á leik Króata og Þjóðverja ( hélt með Króötum ;) sem ég hefði annars ekki séð þar sem ég átti að vera í vinnunni ...glæsilegt ;Þ ) en allavega...eftir klukkutíma BIÐ tók Glókollur á móti mér.....ljóshærði læknirinn ( þessi guðdómlega fallegi og skemmtilegi með giftingahringinn..!!! einmitt hann ;) ) en hann s.s. rannnnnnnnnnsakaði mig...og sendi mig í hjólastól upp í myndatöku ...sem var furðuleg tilfinning...þ.e.. að sitja í hjólastól.......

Þegar myndirnar höfðu framkallast var ég send aftur niður í faðm hins guðdómlega og hann færði mér þær fréttir að ég væri allavega EKKI brotinnnnnnnn.....EN...ég gæti verið..illa tognuð.....með snúna taug??? eða....með VÍRUS Í RISTINNI.... ( hver fær svoleiðis???? ) nú......eða með hrörnun í tábergi?????!!!!!! (ehh..einmitt ...en sem betur fer sagði hann mér með sinni blíðu röddu að það væri frekar ólíkegt ;) ég trúi honum )

Hann sendi mig því heim með fullt af pillum sem ég er núna að maula ( fullt starf!!! ) í von um að FYRIRBÆRIÐ lagist....sem ég vona svo sannarlega að það gerist hið fyrsta þar sem næstu dagar eru vel planaðir hjá mér svo og helgin!!!.....

Ég er s.s. í VEIKINDAFRÍI.......og má ekki GANGA.......sem er BARA leiðinlegt...og ömurlegt og frekar glatað....og já mér HUNDLEIÐIST......Búin að lesa allar bækurnar í húsinu..hlusta á alla diskana mína.....spila lúdó við sjálfa mig svo og Scrabble...ráða allar krossgátur sem ég átti og jú...hringja í ALLA sem ég þekki sem búa úti í útlöndum ( nema Marý...verð að hafa eitthvað að gera á morgun ...þetta verða mér dýr veikindi...)

Ég meiri að segja svindlaði og fór haltrandi út í apótek til þess að kaupa fleiri pillur.... ( en gerði ég það aðallega til þess að sjá fólk!!...og jú ég pantaði pítsu og fékk þá að tala við pítsasendilinn sem var fínt ( kannski það verði kínverskt á morgun ;)

Þið sem lesið þetta megið endilega koma með uppástungur um afþreyingu fyrir mig...því ég kvíði morgundeginum.. ;( sniff.....og vil eiginlega ekki hringja fleiri útlandarsímtöl.......

Jæja...jamm...nóg í bili....ég og minn aumi fótur kveðjum að sinni......