28.10.05

Það er KLIKKAÐ veður úti!
Ég heyrði í útvarpinu í fyrradag að einhver hlýjindi væru yfir landinu en þau hafa gjörsamlega farið framhjá mér. Hélt ég yrði úti í gær. Það var SVO KALT. Er ég leit á eitt af þessum sniðugum auglýsingaskiltum við veginn þá gaf það til kynna að úti væri -2 gráður...sem er EKKERT....brrrrrrr....Mér leið eins og það væri -22
Ég svaf í lopapeysu í nótt mér var svo kalt!...sexy það.

Þetta ekki kvörtunarpistill því ég elska veður....og sérstaklega ef það er KLIKKAÐ...þá er tími til þess að fara á stjá. Ekkert eins hressandi og berjast við veðurguðina.
Annars sagði rússarauðkan mér það að ef einhver í Rússlandi talar um veður við þig þá sé það móðgandi. Úff...samskipti Íslendinga og Rússa hljóta þá að vera erfið. Við höfum alist upp við það að brydda upp á veðurumræðum til þess að brjóta ísinn á milli ókunnugra, til þess að ná að hefja samræður við einhvern sem þú þekkir en veist ekkert hvað þú vilt tala um. Svo er orðaforði okkar svo lítríkur hvað varðar veðurfarið blessaða.

En ég er hætt að tala um veður, hætt að móðga ykkur og farin út í veðurofsann á Silfurskottunni minni sem bíður mín einmitt úti núna......

23.10.05

ÉG HEF SKOÐUN...

Frá og með 8 desember verður opið í Kringlunni frá 10-22. Opið verður á aðfangadag og gamlársdag frá 10-13.

Nei þetta er ekki auglýsing um opnunartíma. Eins og fyrirsögn ,,pársins,, gefur til kynna þá HEF ÉG SKOÐUN á fyrirhuguðum opnunartíma...

Hvað er eiginlega AÐ? Ég get vel skilið að fólk sem vinnur til 17:00 eða 18:00 á daginn þurfi eflaust fleiri daga en tvo daga í viku ( helgar ) til þess að kaupa jólagjafir. En þarf virkilega að ganga á göflunum. Jólin koma árlega og það meiri að segja á sama tíma! En það er alltaf eins og fólk vakni upp við vondan draum, tjúni sig upp og brjálist yfir tímaleysi, skundi í búðir og tryllist. Hvað er fólk eiginlega að gera hina 11 mánuði ársins!

Fyrir mér hafa jólin (desembermánuður) verið yndislegasti tími ársins. Myrkur,snjór,vont veður ( í den )kertaljós og kósíheit. Ég byrja að kaupa jólagjafir í janúar og dreifi þeim ágætlega út árið. Skrifa kortin í byrjun desember og nýt þess að vera til. Fer í bæinn og fæ mér heitt kakó og labba upp og niður laugaveginn og skoða jólaljósin....
En þar sem ég er útivinnandi þræll í námi þá mun desember eflaust verða einn ömurlegasti mánuður ársins 2005. Vaktaplanið mitt lítur frekar illa út. Verð í mesta lagi í 2 daga fríi og fæ að skjótast í jólaklippinguna þar sem ég stend 12 tíma vaktir.
Ég ætla að byrja að skrifa jólakortin, kaupa síðustu jólagjafirnar í næstu viku og vera búin að skreyta og setja upp jólatré fyrir nóvemberlok.

Til þess að halda geðheilsunni er ég ákveðin í því að gerast ýkt USA gella og klæðasta alltaf einhverjum jólafötum í vinnuna, svona rétt til þess að minna mig á að það er nú einu sinni jól! Því ég veit að loks er ég fæ frí ( aðfangadag, jóladag og annan í jólum ) þá verð ég orðin svo dauðþreytt að ég mun sofa jólin frá mér...
...sniff...
kv,
Jólabarnið.

p.s
Ég hef ákveðið þar sem ég er frekar leiðinleg kerling þessa dagana þá ætla ég bara að kvarta á blogginu mínu næstu daga...takk fyrir

19.10.05

KvennaFRÍdagur?????
Ég verð að viðurkenna að mér er svolítið heitt í hamsi varðandi næstkomandi mánudag.
Ég skil eiginlega ekki tilganginn með þessum degi.

Er dagurinn FRÍDAGUR kvenna svo þær geti haldið upp á það að fyrir 30 árum skunduðu konur í BARÁTTUHUG niður í bæ og mótmæltu launakjörum sínum?
Eða eru konur bara að taka sér FRÍ í vinnunni til þess að fara t.a.m. á pöbbinn og fá sér einn öllara svona í tilefni dagsins.
Eða verða konurnar kannski hoppandi kátar yfir þessu óvænta FRÍI og hyggjast hópast saman í IKEA um miðjan dag og versla jólagjafir?

Mér finnst þetta sorglegt...Borgarstjórinn mælir eindregið með því að konur Fái FRÍ í samráði við yfirmenn svo ,,GJÖRNINGURINN,, bitni ekki illa á þjónustu þann daginn.

Mistökin liggja fyrst og fremst í nafngift þessa dags. Í stað KvennaFRÍdags ætti dagurinn að nefnast BARÁTTUDAGUR KVENNA. Þessi dagur á ekki að vera haldinn á 30 ára fresti! Hann á að vera haldinn árlega og það á ekki að vera neinn ákveðinn dagur. Þessi dagur á að hafa áhrif á samfélagið. Þetta á ekki að vera dagur þar sem yfirmaður klappar starfskonu á öxlina og segir ,,Elskan viltu ekki taka þér frí í dag og hitta hinar konurnar niður í bæ og hafa það svolítið næs?,,

Hvert er málið?
Er ég bara ein þarna úti sem er á þessari skoðun?
Nýtt útlit....
Mér líður miklu betur eftir þetta makeover. Var orðin svolítið þreytt á rauða litnum. Annars fékk ég útlitsgagnrýni á bloggið mitt í dag frá sumum ;) Skil það mæta vel enda gagnrýnandinn með hrikalega tæknivætt og flott blogg!!!
Ég er alltaf jafn hissa á því hversu ótæknivædd ég er. Þori ekki neinu og tel mig alltaf vera að rústa litla kjöltutoppnum mínum ef ég hætti mér inn á ókunnug svæði...

17.10.05

Ég er vansvefta, úrill með bauga niður á læri..

Ástæða:Partíhald og læti í húsinu við hliðina!
Dópistinn sem bjó þar er fluttur en í staðinn er komin rússnesk mafía sem heldur partí ALLA DAGA. Ekki bara um helgar eins og dópistinn gerði...Nei nei alla daga og yfirleitt hefjast herlegheitin upp úr miðnætti með TATU í botni!!!!
Um helgina var ég orðin svo pirruð að ég klæddi mig í karategallann og ákvað að fara og berja fólk, en það varð aldrei neitt úr því þar sem ég fann ekki svartabeltið mitt :(

Að vísu verð ég að viðurkenna að ég raulaði með laginu í gær en mafían setti á fóninn Serbíu- Montenegro lagið sem var í júróvisjón í ár, við það mildaðist ég aðeins....en engu að síður er ég vansvefta, úrill með bauga niður á læri enn að leita að svarta beltinu!

11.10.05

74 dagar til jóla.....!!!!!! :0)
Í gær fékk ég yndislegt matarboð frá karli föður mínum en í eftirrétt var tiltekt í bílskúrnum. Ég komst í feitt þá því það átti að henda nokkrum kössum sem voru fullir af jólaskrauti......Henda jólaskrauti??..Nei nei..maður hendir ekki neinu og hvað þá jólaskrauti þegar krabbinn Berglind er á svæðinu, ég fékk ekki 10 í endurvinnslu fyrir ekki neitt.

Í dag er ég því kassanum ríkari og degi nær jólum en í gær sem eru alls ekki slæm afköst ....

4.10.05

...Ég er klikkuð
......og þarf því að deila fimm vel útvöldum staðreyndum um sjálfa mig...

1)Ég kaupi helst ekki hvítan klósettpappír, fæ ofbirtu í augun.

2)Ég er náttblind, rigning og myrkur eru mínu helstu óvinir ef ég þarf að keyra.

3)Ég byrjaði að ljúga er ég var 8 ára. Sagði öllum krökkunum í hverfinu að ég ætti video og hund...en það áttu allir ...nema ég. Þau vildu sannanir svo ég hleypti þeim í dyragættina heima í Hafnó, gekk að stofuskáp og sagði þeim að videoið væri þar inni. ÞAU VILDU SANNANIR...ég sagðist ekki geta haldið á videoinu, fór inn í herbergi og náði í tuskuhundinn minn og sýndi þeim ( í töluverðri fjarlægð ).
Þau voru aldrei alveg viss um hvort ég hefði verið að segja satt...

3)Ég svitna STUNDUM í lófanum. Ég er þess fullviss um að ég hafi smitast af strák sem ég dansaði við er ég var 7 ára í einhverjum trúarlegum krakkasumarbúðum. Ég var neydd til þess að dansa við hann, langaði það ekkert því strákgreyið var svo sveittur. Mann enn eftir tilfinningunni, hún var ekki góð er ég lagði mínar fagurlega skapaðar og ÞURRAR hendur í blautan poll...oj...

4)Ég hef ótrúlega mikla þörf fyrir að nefna hluti,ja eiginlega skíra þá!
Dæmi: Hef átt bíla sem hétu
- Amma Gullý
- Tryggvi
- Rúdolf
Hmm...vantar einn man ekki hvað hann hét enda skírði ég hann ekki sjálf heldur systa.

- Silfurskotta ( nýjasta afkvæmið )
Þetta hófst allt með Fiat ,,Cheerokee,, Benz sem var hvítt tryllitæki sem kom okkur mæðgunum á milli staða landshlutanna á milli.

Ég hef átt þrjár tölvur sem hétu
- Vaskur
- Vaskur
- Kjöltutoppur ( kölluð Kjölta )

5)Ég elska lopa og á eflaust merkilegasta lopapeysusafn í heimi ( 12stk )
Það er aðeins ein af þeim í sauðalitum. Ég á stuttermalopapeysu og jólalopapeysu, opnar, lokaðar, með tölum, rennulás, með löngum ermum, stórum krögum, einlitar, marglitar,lopapeysu sem hægt er að nota á röngunni ofl...
Ég hef aðeins prjónað eina af þessum peysum en mun bæta 13. peysunni í safnið fljótlega. Að þessu sinni er það opin hettupeysa prjónuð af moi.
Ég á sjöl,trefla, húfur, vettlinga, fingravettlinga, hettur, dúskhúfur o.sfrv...
Ég er viss um að ég hafi fæðst í lopapoka...

Úff hvað þessi pistill er orðinn langur...bæ