8.2.06

Lottó hvað?

Vinsamlega svarið spurningunum samviskusamlega, verðlaun verða veitt fyrir heiðarlegasta svarið!!!
Góða skemmtun!

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Finnst þér ég áhugaverður einstaklingur?
5. Myndirðu þola að hlusta á mig tala í einn sólarhring samfleytt?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Munt þú setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Takk fyrir og gangi þér vel í samkeppninni um heiðarlegasta svarið!
Dregið verður úr innsendum lausnum þegar MÉR hentar!

1.2.06

FEBRÚAR!!
Nýr mánuður með nýjum markmiðum. Janúar með allri sinni neikvæðni er LIÐINN!!!! Jiiiihaaa.

Annars er ég í svolítlum kúrekahugleiðingum þessa dagana og er að pæla í því að fara á slóðir kúreka og indíána í sept!!! Hugsi hugs...ætla að taka mér sumarfrí þar sem ég hef ekki tekið slíkt síðan Ítalíuferðin var farin forðum daga...