28.12.06

Ohhh - Minningar!
Zauvijek Moja...
Yndislegt að heyra þetta lag aftur! Já það vita ALLIR um hvað ég er að tala! Ég held það hafi verið samantekin ráð hjá Fríða Förunautinu að halda Eurovision 2005 diskinum mínum frá mér eins lengi og hægt var! En minnið er fínt og ég er sko ekki búin að gleyma ,,textanum,,góða...

Lama moja ovidana
Ishe ime tuvuje
Midamsamul dalse sama
Ljube koje netsjume
Lama moja notsjstervi ( vona bara að einhver júgóslavneskumælandi manneskja læðist ekki inn á síðuna mína)

FRÁBÆRT LAG....FRÁBÆR minning sem tengist því líka og ekki hægt annað en að hlæja upphátt er maður rifjar upp dansinn góða hjá strákunum og þá sér í lagi Gunna, öllum öðrum ólöskuðum.

Er búin að hlusta á lagið nú þrisvar...nóttin er ung...lalalalalalalaa...
Kadname kori sí
Ojitse tatse otse samuiiiii.....

8.12.06

Ég er bókstaflega að fara yfirum af jólagleði!
Búin að skreyta húsið með jólaseríum,spiladósum,gulli og glingri hér og þar og alls staðar. Jólalögin eru spiluð út í eitt og 100 laga jóladiskurinn liggur límdur við geislan. Jólatréið er komið upp, ekki seinna vænna, og ég gerði heiðarlega tilraun til þess að brenna grenið sem vill ekki brenna...með áframhaldandi tilraunum á ég eflaust eftir að kveikja í húsinu.

Nú svo í kvöld skellti ég mér á fyrstu aðventutónleikana með ömmu sem var frekar skemmtileg tilraun hjá okkur. Við töldum að aðventutónleikar í kirkju með kór og tónlistarmönnum yrði JÓLALEGIR tónleikar ;) En það var bara mikill misskilningur því kórin hóf upp raust sína með því að syngja Popplag í G-dúr eða öðru nafni Sálmur í G-dúr og svo komu lög Valgeirs koll af kolli og ,,Með allt á hreinu lög ómuðu um kirkjuna,,. Eyvi og Valgeir létu sjá sig svo og Hera, en við amma svo yndislega misskildar manneskjur áttum von á HERU...en Hera var s.s. 6 ára hnáta ;) sem tók lagi með kórnum...

Ég hef aldrei áður heyrt lög Valgeirs stuðmanns sungin rödduð af kór. Þetta var engu að síður skemmtilegir tónleikar þó maður hafi stundum iðað í sætinu yfir textalínum Valgeirs og þótt þeir hljóma furðulega í kirkju ;) þar sem manni langaði bara til þess að syngja með og hlægja. Ég meina Stella í orlofi sungið af kór ;)))))) Í KIRKJU..Ég krosslagði fingur og vonaði að hann væri ekki höfundur Astraltertugubbs þá myndi ég fyrst veina af hlátri. En þetta var gaman og kórin var líflegur enda vart annað hægt er maður syngur stuðmannalög.