22.1.07

Júróvisjón?

Ég get ekki orða bundist! Hvað var eiginlega að gerast á RÚV Í FYRRADAG? Ég er miður mín yfir þessum fáránlegu lögum sem landar okkar buðu þjóðinni upp á. Það var ekki einu sinni EITT lag gott! Ekki einu sinni EITT lag allt í lagi, þau voru bara öll hrikalega slæm,HRIKALEGA SLÆM! Mér leið eins og við værum komin aftur til ársins 1983. Ég veit ekki hvort RÚV menn séu að launa okkur óþekktina í fyrra og ætla sér huldu höfði þetta árið í Finnlandi eða lagasmiðir landsins hafi einfaldlega fengið nóg og neitað að taka þátt.

Textarnir voru slæmir, lagatitlar ömurlega væmnir og svo OLD NEWS, bakraddir voru hallærislegar, söngurinn glataður ( meiri að segja mjög svo falskur í einu laginu sem komst áfram ), fatnaðurinn voða safe og danssporin...hvaða dansspor? Það var eins og verið væri að spara á ÖLLUM SVIÐUM. Í Júró SPARAR maður ekki, heldur teflir öllu fram og ýkir það ef eitthvað er!

Þetta lofar ekki góðu en þar sem enn er von þá ætla ég að reyna að hætta bömmernum því það þarf jú ekki nema eitt gott lag... Vonin er ekki alveg úti...

En í alvöru talað DÍSessKRÆST!

19.1.07

:)
Hann klippti og klippti, 2cm af...4cm af...6 cm af!!! Klippi klippi klipp og hárið féll í gólfið. Og eina sem ég hugsaði...hmm..gat hann bara ekki klippt alla 12 cm af í einu og selt þá í hárkollu, nú eða ég fengið 12cm langa fléttu!

Ó nei... hver vill eiga 12cm af dauðu,aflituð og þurru hári - minning um hárið sem féll?

EKKI ÉG...ó nei...þarf sko enga minningu með SVONA FLOTTA GREIÐSLU...

ÞETTA ER ÆÐI! Ég er svo stolt af nýjasta besta hárgreiðslumanninum mínum sem stóð sig sko VEL í dag. Ég er með flotta bland í poka klippingu = Ég RÆÐ hvernig ég vil vera. Vil ég vera pönkari? Indíáni með burstakamp að framan? Taka það upp eða greiða það til hliðar? ( gæti haldið lengi áfram en læt staðar numið í upptalningu ).

Hárið er allt dökkt og klippt styttur. Liðir sem ég hef ekki séð í fjölda ára skarta sínu fegursta um þessar mundir og meiri að segja gyðingalokkurinn minn ( við vinstri vanga ) er kominn til lífs aftur! Húrra húrra!

Verð að hætta þessu og breyta um hárgreiðslu!( sú fimmta í kvöld ).

VARÐ AÐ BÆTA ÞESSU VIÐ!
Að vera eða vera ekki...
Eftir 10klst og 45 mínútur sest ég í stólinn og hann mun setja á mig svuntuna. Ég mun titra af skelfingu og fingurnir munu þrýstast inn í stólarmana líkt og ég vilji murka úr þeim lífið! ( jú stólarmar eiga sitt líf ). Hann mun segja; Berglind, slappaðu af, þetta verður ekkert svo slæmt þó þú fáir enga deyfingu. Ég mun tárast og segja; Æ...gerum þetta bara seinna, má ég ekki fara. Hann mun þrengja svuntuna fastar að hálsinum, teygja sér í skærinn og byrja að KLIPPA!

Já Berglind er að fara í sína FYRSTU KLIPPINGU í 9 ár! Ekkert, særa 2cm takk fyrir...nei..við erum að tala um KLIPPINGU!

Síðast er ég fór í klippingu kom ég út eins og Monica Lewinsky, þið sjáið áhættuna sem ég er að taka! Þar áður leit ég út eins og Nelly i Húsið á sléttunni...ég hreinlega skelf ...hver skyldi ég verða á morgun?