9.6.03

hugleiðing.....


Ég hitti fyrir par í gær sem er húsnæðislaust og býr í bílnum sínum. Ég held að heimilislausir á Íslandi séu fleiri en maður gerir sér grein fyrir. Mikil synd og skömm hjá svona ungu fólki. Ég sá alveg að þau voru frekar útlifuð og eflaust upplifað ótrúlega tíma sem ég get ekki einu sinni reynt að ímynda mér hvernig voru. Frá því að ég hitti þau í gær þá hef ég verið með þau á heilanum... Það er án efa erfitt fyrir þau að vinna sig upp úr þessari stöðu sem þau eru komin í og fá tækifæri til þess að sanna sig og þvi finnst mér þetta ótrúlega sorglegt. Það eru örugglega ekki margir sem gefa fólki í þeirra aðstöðu tækifæri til að sanna sig sem starfskraftar og svo aftur á móti ekkert víst að þau plummi sig þar sem mér virtist þau vera frekar illa farin andlega. Mér finnst óásættanlegt í þessu samfélagi okkar að ekki séu til úrlausnir fyrir heimilislausa. Ég man eftir því að hafa heyrt nýlega af einhverju húsi í bænum sem býður hverjum þeim sem er á götunni þak yfir höfuðið yfir blánóttina en einstaklingar eins og parið sem ég hitti það þarf miklu meiri aðstoð en það. Þau þurfa að öðlast sjálfsmynd sína aftur,verða fyrir uppbyggjandi áreiti,takast á við ögrandi verkefni. Kannski hafa þau fengið þetta allt saman en ekki höndlað en ég held að engin velji sér þann kost af fúsum og frjálsum vilja að búa sér hreiður í bílnum sínum og flakka á milli bílastæða í von um að löggan taki ekki eftir þeim. .....Hið sorglega er að eflaust tekur hún eftir þeim en lætur þau í friði.
Parið fór allavega ekki framhjá mér þar sem þau kúrðu tvö undir sæng aftur í bílnum sínum,stelpan að lesa og strákurinn órólegri við að koma sér fyrir. Hann kom auga á mig þar sem ég stóð við minn bíl og starði á þau, vippaði sér út úr bílnum, gekk upp að mér og bað mig um sígarettu......Það var furðuleg tilfinning því mér fannst ömurlegt að geta ekki veitt honum eina sígarettu, það jaðraði við að mig langaði að keyra út í búð 1,2 og 3 og kaupa einn pakka handa honum,kveikja mér í einni sjálf og setjast niður og spjalla við hann bara eins og manneskjur gera dagsdaglega......en í staðin þá áttu við örfá orðaskipti og snéri hann svo frá mér og gekk álútur í átt að bifreið sinni ..... Ég keyrði heim og gat ekki hætt að hugsa um þau þar sem ég lá undir heitri sæng og horfði á allt dótið sem ég hef sankað að mér í gegnum árin........

6.6.03

Leiðrétting


Vegna ábendinga vil ég taka það fram að Brynka geit hefur ----- ATH HÉR HEFST RITSKOÐUN ###%&#%&%#%#&%#&#%#&%&#%&#%&%#%#&%#&%#&%#&%#%#%#%# ( eeehhmmm...nei nei...hún gerir ekkert slíkt...stundum fær maður RITSKOÐAÐ #$#(($#/$(/#$(/#($/($.ekki að það komi Brynku NEITT við....isss.!!!! ) RITSKOÐUN LOKIÐ og svo..sko..þessi Tasmaníudraugur...er víst djöfull..jamm..flókið fyrirbæri..en engu að síður þá lék ég ( LEIÐRÉTTING...MAÐUR LEIKUR EKKI DJÖFULINN..MAÐUR TEKUR HANN...) Tasmaníudjöful en ekki draug... ( enda erfitt að TAKA draug þegar maður lifir/held ég )
hMM....Er einhver að skilja þetta...??...held ekki..varla að ég skilji þetta sjálf....

Ó..ó..ó..óli..ólaffffsssfjörrður....


Skrapp í "vinnuferð" á Óló....sem var "spes"...jamm...ég er búin að komast að því að bærinn er karlmannslaus!!!!....
Þetta er svona kvennaveldi hjá þeim þarna í þokunni...JÁ ÞOKUNNI.....Gisti þarna í þrjár nætur ásamt ems svakaskutlu og í aldeilis góðu yfirlæti hjá Brynku ofurkonu og það var þoka þarna frá því að við komum á staðinn og þar til við fórum ( samkvæmt Brynku geit á þokunni að hafa létt um leið og við hurfum inn í Múlagöng ) En ég bara trúi ekki svoleiðis bulli!!!....Þetta var eins og við héldum...sólina var að finna í Borgarfirði þar sem við óvart gleymdum henni er við vorum á leið norður...svo auðvitað tókum við hana bara með okkur aftur í bæinn ....svo þetta passar ekki...það getur ekki bæði verið gott veður hér hjá mér NÚNA..og hjá ÞÉR núna Brynka geit!!!...þú platar okkur ekkert með svona rugli sko!....En allavega....þetta var ágætis ferð sko...loksins að maður fór til þess að skoða innbúið hjá Brynku sem er ansi steliþjófavænlegt... heheh ;) ......ég bara uppgötvaði þarna að Brynka er bara alvöru manneskja og farin að búa með sjálfri sér....( fyrir langa löngu ....en varð loks sýnilegt fyrir mér....og ég veit sko að ems og ég erum ógisslega stoltar yfir því að hafa getað komið norður til hennar ).

Þetta var fínn tími...tók viðtal,pikkaði inn og lék eitthvað sem kallast er "Tasmaníudraugurinn" ( að ég held ) það var voða gaman...á örugglega eftir að gera það aftur...sötruðum rauðvínið og jú bjórinn fékk líka smá athygli frá þreyttri námspíunni sem er í rusli yfir því hvað verkefnum hennar gangi illa....hmm..fá sér bara meiri bjór...jú..fórum í sund og stóðum á höndum í lauginni sundverðinum til mikillrar ánægju....hmmm..rúntuðum um bæinn og hlógum yfir eigin fyndni ( svona höfuðborgarfyndni sem er eiginlega ekkert fyndin )...biðum eftir að togararnir færu út á sjó ( í von um að sjá kk ) misstum af þeim auðvitað....skoðuðum öldurnar...ætluðum að fara upp að útsýnisskífu á gamla veginum EN Berglind bestaskinn varð hrædd og vildi heim STRAX...og þær dúllurnar brugðust við því með ró og klöppuðu skinninu á kollinn og hugguðu....það er eitthvað við þennan veg sem ég bara EKKI höndla... ( kannski eitthvað úr bernsku...ja..kannski t.d. þegar vegurinn fór í sundur þarna eitt sumarið er ég var ung snót og við urðum að snúa við á bletti sem er ekki stærri en ...............svona....jamm...kannski eitthvað úr fyrra lífi fyrir þá sem trúa á það...ég bara veit ekki...ætla að tala við sála....) ...
Ems..las æsispennandi ástarsögu fyrir okkur..um raðmorðingja og trúlofaðar einstæðar mæður sem halda framhjá með íshokkíleikmönnum.....fínar bókmenntir...

hmmm...ég fór í bakaríið sem selur...EKKERT..og keypti samt hádegismat sem er hálf furðulegt þar sem þetta bakarí selur ekki brauð, ekki rúnstykki ekki neitt!!!....það voru þrjár tegundir af sætabrauði í hillunum og ég keypti þær allar...já..þetta finnst mér furðulegt þar sem ég er nú bakarísdóttir og ólst upp í einu slíku og þar var nóg af mat..sko....

Þetta var fín ferð og vil ég hér með þakka Brynku geit kærlega fyrir mig og mína....nú er ég hálf sár yfir því að hún skuli vera að flytja í bæinn...en ef ég má koma og gista stundum þá kannski verður þetta ekki svo slæmt....

Ems og ég fórum svo að skoða Hvítserk á heimleiðinni sem var bara fínt..sko..smá aukavegalengd..en alltaf gaman að fara á nýjar slóðir....og núna þurfum við ekki að fara þangað aftur ;) .........

Jæja..þetta er nú frekar yfirborðskennd lýsing á annars fínum dögum..kannski ems geri betur á blogginu sínu...svo endilega að skoða það....ég er öll í einhverjum yfirborðskenndum hugleiðingum þessa dagana....svo ég kveð að sinni...