30.10.04

Kosningu er hér með lokið....if's official...

Það er stórfurðulegt að ég skuli ekki hafa séð þetta...auðvitað...afhverju að leita langt yfir skammt. Bryndís þú setur hlutina alltaf í eina rétta samhengið.
Kjöltutoppur it is...

Sit hér á AÐAL kaffihúsinu nýbúin að senda frá mér verkefni. Lífið er yndislegt. Föstudagskveldið fór í tölvuvesen,pirring og áhyggjur og laugardagskveldið í áhyggjur,verkefnaskil og gulrótaköku skolað niður með kakó með rjóma.

Furðulegt að sitja hérna. Er ég kom þá voru 3 stelpur að spila spil og svo ég en það er augljóst að það er að færast líf í leikinn því ég er orðin umkringd alls konar fólki.

Það eru vinkonurnar 3 á fimmtugsaldri sem sitja fyrir aftan mig. Komnar hingað til þessa að slappa af og skiptast á lífsreynslusögum og það liggur við að mig langi til þess að hlera enda kátar og lífsreyndar konur sem hafa eflaust frá mörgu að segja. Fyrir framan mig situr par einnig á fimmtugsaldri. Hann snýr baki í mig og horfir út um gluggan. Þau getað þagað saman, góðs viti það. Svo er það parið á bakvið súluna...eitthvað gruggugt í gangi ég finn það á mér.
Fyrir aftan mig situr einnig maður að bíða eftir konunni sinni,hún skrapp á klóssettið. Kannski er hún ekkert konan hans. Hann er með silfurlitaðan síma um hálsinn sem mér finnst furðuleg sjón . Hann hefur eflaust verið lyklabarn en það eru meiri en 40 ár síðan!!! Kannski er hann að skapa nýja tísku...Við hliðina á honum sitja tvær vinkonur önnur þeirra fór líka á salernið og ég sem hélt að það væri bara eitt kvennasalerni á Borginni. Bakvið grugguga parið sitja tvær stelpur en þær ásamt mér ná meðalaldrinum niður. Nei nei...meðalaldurinn hækkaði rétt í þessu því inn kom par á sextugsaldrei sem hefur nú hlammað sér niður hjá ungpíunum.
Sverrir Bergmann er að syngja í útvarpinu ásamt Bó og þjónustustúlkurnar stjana við okkur.

Ég sit ein með kjöltutoppinum og bjór ... Eflaust mesti furðufuglinn þar sem ég páraði þetta virkilega niður.
Jæja...52% eftir af orku eftir í toppnum mínum ætli ég fari ekki bara að skunda heim í náttföt. Vinnudagur á morgun og því meiri áhyggjur og verkefni framundan.

Volæðispistli þessum er hér með lokið!

27.10.04

ÉG ELSKA KJÖLTUTOPPINN MINN!!!!
Lífið er YNDISLEGT!!!....og allt annað eftir þessa líka fínu fjárfestingu...
Ég er orðin nettengd aftur...THANK GOD....mér finnst eins og ég sé núna loks að byrja í náminu...þegar hmm...eehh..já...einmitt...nokkrir dagar eru eftir af þessari önn...en þetta er bara satt...ég er búin að vera algjörlega úti að aka undanfarnar vikur. Vaskur heimilistölvan er enn með flensu og krefst þess að fara í þessa líka ótrúlega dýru aðgerð svo ég bara gerði betur og yngdi upp...jamm og sátt við það skal ég segja ykkur....

Sit hérna á KaffiBorg sem er sko staðurinn...ójá...hef grun um að þetta verði mitt annað heimili, þráðlaus nettenging og alles....fínt útsýni til Reykjavíkur sé næstum því heim til Lilju og Jóa...glæsileg Kópavogskirkja skartar sínu fegursta,upplýst og tignarleg á þessu líka fína vetrarkveldi....ohh..ég er orðin ljóðræn...

Jæja..búin að sitja hérna og fara yfir póstinn minn...komst að því að ég hef misst af miklu undanfarna daga þar sem ég komst ekki í tölvu...frekar slæmt það... en so be it

Komin tími á heimför ...

Einhverjar uppástungur á nafni fyrir nýju elskuna í lífi mínu?

Black Beauty er uppástunga Kötu systur ...anyone...anyone....???


11.10.04

Iss..veit ekki hvað ég var að bulla þetta....komin heim my ...sss....
Ég er ALDREI heima!!!!....Búin að lofa sjálfri mér að eiga tíma fyrir SJÁLFIÐ....og hvað gerist....einmitt....

Það allra allra nýjasta að frétta úr mínu lífi er að ég þarf að kaupa kjöltutopp til þess að einfalda lífið....ég er einhvern vegin viss um það að lífið verði miklu betra eftir slíka fjárfestingu. Þá get ég unnið heima hjá mér...á kaffihúsum..heima hjá vinum...í vinnunni ( in my dreams) og úti í móa ef mér dytti slíkt í hug...einmitt...EINFALT OG BETRA LÍF...erum við ekki öll alltaf að sækjast eftir slíku?

Jæja..sit hérna á bókasafninu að rausa....klukkan orðin kvöldmatur svo ég er á leið heim að borðlæra...lærborða...en það er nýjung í mínu lífi....

Aron Atli til hamingju með nafnið!!!....Ég fer ekki ofan af því en þetta er eitt glæsilegasta barn sem fæðst hefur frá upphafi...