13.11.03

Kæru vinir og vandamenn.. ókunnugir og aðrir!!! ;)
Eins og flest allir vita þá er ég þessa dagana að pára ritgerð úti í horni ein og sér í algeymi ;) og nú er sko þörf á ykkar aðstoð ;)

Ég þarf að fá upplýsingar um hversu margar bílalúgusjoppur eru á stórhöfuðborgarsvæðinu...Hafnarfjörður,Garðabær, Kópavogur, Reykjavík, Mosfellsbær og Kjalarnes. Ég hef reynt að komast að þessum upplýsingum í gegnum alls konar samtök en þær virðast bara ekki vera fyrir hendi og ætla ég því að biðja ykkur um smá aðstoð.
Ef þið væruð til í að vera svo væn að senda mér ( kbv@hi.is ) upplýsingar um þær lúgusjoppur sem þið vitið um þá yrði ég ofsarosavoðaofurkátstelpukona......

Ég þarf eingöngu að vita nokkurn vegin staðsetningu..og ekki væri verra að fá nafn lúgusjoppunnar ;)...Fleira var það í raun og veru ekki..þarf ekkert að vita hvar þið verslið eða hversu mikið nammi þið hafið borðað undanfarna daga :Þ

Innilegar knúsfaðmogkossþakkir...
Ykkar Berglind ;)

P.s..er farið að líða eins og heyrúllu hérna í hlöðunni...bara sit úti í horni og ER....

12.11.03

Jæja..gott fólk...er ekki enn búin að fá upplýsingar um Ókindarkvöldið...svo ég þarf bara að notast við minni mitt...

S.S....Skemmtunin byrjar kl 20:00 í Iðnó...og hefst með sýningu á heimildamynd um kórenskt pönk eftir Timothy R.Tangherlini. Erpur ætlar að mæta á svæðið og rappa fyrir okkur og einhverjar dauðarokkhljómsveitir ætla að gera slíkt hið sama...held nú samt að þær muni ekki rappa...en ég hef grun um að dróttkvæðin komi eitthvað við sögu í þeirra flutningi...og og og..Steindór karlinn mætir líka og ætlar að ,,rímnast" eitthvað...s.s..voða voða gaman og áhugavert..Svo var eitthvað meira sem ég bara man ekki....Miðaverð er 500kr ...jamm..ákvað að koma þessu svona nokkurn vegin til skila þar sem ég lofaði því....alltaf að standa við allt sem maður lofar...nema þegar maður getur það ekki....
Ok..svo eitt sko!!!..Veit nú ekki hvað er AÐ MÉR....búin að týna fram allt spennandi sem er að gerast þessa vikuna og gleymi AÐALATRIÐINU!!!.....TODMOBILE tónleikar með Sinfó....á föstudaginn....bara gaman....lét fjárfesta í miða fyrir mig .....langt síðan ég hef farið á tónleika.....

hmm..var það Meatloaf..árið...nei...hmm.....síðustu tónleikar? Úff...ætli það hafi ekki bara verið Sigurrós....held það bara...annars er ég svo gleymin...man aldrei neitt...En það var samt gaman..man eftir því...FÓR EIN....ótrúlegt fólk sem maður þekkir....eina manneskjan sem gat hugsað sér að koma með mér bjó í U.K!...en ég fékk hákarl og það var fjör...sitja og hlust á tónleika með hákarlspoka í fanginu....ekki vinsæl ;) ...
Ætli Todmobile bjóði upp á hákarl til sölu á föstudaginn??....

11.11.03

Hæ hæ ....Ég er sko þvílíkt sæl núna..komin með deit á jólahlaðborðið....Var nú farin að hafa áhyggjur af því að verða EINI EINSTAKLINGURINN...og í örvæntingu auglýsti ég eftir einhleypum vinum,pöbbum,öfum,kunningjum og ja...bara allra kk kvikindum ;) ......Fékk rosa flott tilboð áðan og er sko vel sátt...Verð með flottasta deit EVER....En ég verð nú að viðurkenna að ég vona að amma fari ekki á sama jólahlaðborð og ég......Deitið mitt myndi staðfesta frekar hennar hugmyndir um MIG......;)

Það er bara of mikið að gera þessa dagana og FULLT FULLT af skemmtilegum uppákomum í þessari viku.....t.d..Haustfundur leiðsögumanna í kvöld á þessum stað og svo ÓKINDARKVÖLD fimmtudaginn 13.nóvember á þessum stað. Segi ykkur betur frá því á morgun......en uppákoma sem engin má missa af ;)......nú..á föstudaginn þá fara þjóðfræðinemar í bæjarferð með þessum aðila og verður svaka gaman að fá að sitja í farþegasætinu ...ef ég fer...;) og og og ....svo laugardaginn þá sko stendur til boða að fara með þjóðfræðinemum EÐA leiðsögumönnum í ferð á slóðir drauga......Sem sagt nóg að gera í félagslífinu....EN þar sem ég er að skrifa á fullu þessa dagana þá má ég víst ekki velja þetta allt því það þýðir að tvö kvöld, einn eftirmiðdagur og einn heill dagur er farinn til ,,spillis" svo ég ætla að velja A.M.K.....Ókindarkvöldið....enda verður einn uppáhalds kennarinn minn sem gerði þessa bók þar með áhugaverða mynd sem hann gerði um kórenskt pönk ;) .......

P.S...
Svör við ritgerðinni góðu sem ég þurfti að gefa mér einkunn fyrir....

ÉG: 8
Hann: Þú ofmetur þig....EN þú getur náð þessari einkunn MEÐ því að vinna betur í ritgerðinni.....Þú ert með ÁGÆTIS grunn.....

Svo mörg voru þau orð....
En við höfum nú öll saman viku til þess að lagfæra svo ég er bjartsýn......og þið líka!!!....
I'll keep you posted on this subject....:Þ

7.11.03

Jess....helgin er komin hjá mér...jebb...var að koma frá kennara mínum en ég afhennti honum 79+28+18+2+4 blaðsíður og þegar ég tala um blaðsíður þá er ég ekki að tala um RITGERÐINA sem slíka ...heldur viðtöl og greiningu á þeim ...allavega hann var bara...JÁjá...

Hann: Hmmmm....hvað er þetta eiginlega margra eininga ritgerð hjá þér?
Ég: Tvær.... ( brosandi eins og geit )
Hann: Jáá!!...jájá...þetta er rosalega mikið efni hjá þér...
Ég: Já...svo gaman sko.....
Hann: Þú verður nú að gera eitthvað úr þessu...
Ég: Jújú..það er markmiðið sko...síðar meir...

Svo töluðum við heillengi saman...þ.e..ég talaði voða mikið...jámm...þegar ég gekk út úr herberginu hjá honum var ég fegin að það væri ekki myndavél því ég ranghvolfdi augum og átti í internal dialog við sjálfa mig ( eins og Dr Phil segir alltaf ) þar sem ég skammaði mig fyrir að hafa kjaftað svona mikið ...

Ég: Skamm Berglind..skamm skamm. Ó þú kjaftóða kvendi...ekki segja allt alltaf við alla...


Jamm... eitt af áramótaheitunum verður að læra að þegja....

En talandi um internal dialog....þá sko ELSKA ég þennan mann. Horfði á þáttinn í gær ( síðari sýningu :/ ) og bara hló og hló og hló....þvílík skemmtun....

Ætli ég geti farið í þáttinn til hans???? Mig laaangar svoooooooooooo.........

Jæja..góða góða helgi....og hafið það sem allra allra best......

3.11.03

Úff...hvar á ég að byrja..!!...Helgin var baaaara skemmtileg. Skellti mér á djammið ( óJÁ!!! ) loksins fór ég út....Fór með megaskutlunni og kynþokkahöstlerinum BRYNKUS sem var ekki leiðinlegt...Þegar konan er í misssjón...er eins gott að vera nálægt...mjög fræðilega skemmtilegt OG OG OG..spennandi...;)
Hmm..ég hef grun um að ég megi ekki tala allt of mikið um þetta kvöld okkar.... og því ætla ég bara að velta fyrir mér hver ætlun okkar ,,VAR" tengd þessu kvöldi...og hver hún ,,VARÐ" svo...

Planið var.....að mála bæinn rauðan...Planið varð...nokkrir karlmenn voru málaðir rauðir...

Planið var.....að verða fullar......Planið varð....urðum megafullar EN DÖMULEGAR...

Planið var....að taka enga gísla......Planið varð...gíslarnir vildu ekki fara....og eltu okkur..

Planið var.....að dansa.....Planið varð.....dansa????

Planið var....að kíkja á nokkra staði.....Planið varð....EINN STAÐUR....nóg af efni....

Planið var...láta fræga fólkið í friði.....Planið varð.....hehehehe ;) .....

Planið var....að gefa ÖLLUM strákum tækifæri.....Planið varð..Ákveðinn ,,tegund" af strákum fékk okkar óskiptu athygli...

Planið var ....að horfa bara á sæta dyraverði.....Planið varð ANNAÐ..

Planið var....að fara EKKI í grímubúningi....Planið varð...liturinn svartur og Megahöstler

Planið var....að vera saman.....Planið varð....hmm...now you see me...now you don't.......

Planið var...að nota óspart glataðar pikköpplínur...Planið varð að ákveðnum aðila dugði EIN merkilega glötuð en engu að síður KYNÞOKKAFULL lína....

Planið var...að hafa gaman...Planið varð....MEIRIHÁTTAR skemmtun með þokkalegra skemmtilegri vinkonu....

Takk fyrir mig Brynkus....nú get ég sest við skriftir og upplifað minningar næstu tvo mánuði ;).....


P.s...gaf mér átta fyrir verkefnið ....nennti ekki að reikna út hvað ég ætti skilið.....og átta er tala óendanleikans því fannst mér hún vel við hæfi.. ;)