26.4.04

Ég er Í snælduvitlausu skapi.....get ekki kommentað á vinkonur mínar á blogginu....get ekki tengst msn-inu mínu....get ekki opnað póst,sent póst úr tölvunni minni...get ekki...... get ekki...... vil ekki skil ekki kann ekki.....HJÁLP!!!......SNIFF...

Annars er allt ágætt að frétta....Ég komst að því í dag að ég er að fara út EFTIR nokkra daga.....;) Tíminn líður...sko....ogogog...hlébarðabikiníið....mitt TÝNT OG TRÖLLUM GEFIÐ....thank GOD....Kannski maður dragi það fram um jólin...enda eflaust raunhæfara markmið en ég setti mér í byrjun.......annars gengur grasafæðið bara vel....Ég elska gúrkur og blaðsalat og ísbergskálblöð og sellerí ( sem bragðast eins og grenitré ) og jamm.....allt sem er grænt grænt....finnst mér vera fallegt....lalalalalallalaa.....

Jamm...en talandi um tölvuna mína...hún er með einhverja frekjustæla við mig...bölvuð tíkin sú tarna.....held hún sé að heimta einhver ný forrit....og varnir...og veit ekki hvað og hvað......Hún sem sagt er farin í verkfall sem útskýrir þetta bloggleysi,kommentaleysi og póstleysi frá mínum bæ.........þarf að fara að panta tíma hjá lækni fyrir hana.......nú eða hjá böðlinum......ó well....þið verðið bara að fyrirgefia mér þetta um sinn....og ekki treysta á póstinn hjá mér þar sem ég kemst ekki daglega í tölvu...jebbs.....

Er í símavændisvinnunni minni....voða gaman.....er svo fjölhæf.....

22.4.04

Sumardagurinn fyrsti var FRÁBÆR dagur...

.......Meiriháttar gaman....
Nú ég byrjaði á því að vakna eee...um hádegi ;) og í kjölfarið dróg Brynkus mig út að hjóla í þessu líka yndislega veðri.....en við vorum nú ekki búnar að hjóla lengi þegar okkur datt þetta líka snjallræði í hug að skella okkur í kajakróður í Nauthólsvíkinni.....sem var bara gaman....ég elska þessa báta....frábær ferðamáti...nú bara að fjárfesta í einu eintaki....( eins og ég ætlaði nú að gera forðum daga er við vinkonurnar fórum í svipaðan túr ).

Eftir skemmtilegan róður þá var förinni haldið á KR völlinn þar sem við hittum Lilju + Jóhannes og dætur ( tilvonandi fjölskylda mín ..þar sem ég hef nú farið fram á það við skötuhjúin að þau ættleiði mig)...

Þar sem veðrið var svona meiriháttar þá náttúrlega dróg Jói fram bátinn sem var ekki leiðinlegt....þvílík frelsistilfinning að þjóta svona um ...Brynkus og ég stóðumst ekki mátið og sungum ( öskruðum ) fullum hálsi....THE HILLS ARE ALIVE.....sem var mjög viðeigandi....ferðuðumst um Skerjafjörðinn....fórum alla leið inn í smábátahöfn Kópavogs þar sem Brynkus ætlaði að leika áhættuatriði sem AÐEINS SÉST Í GEÐVEIKUM spennimyndum....úff...hjartað sló ansi hratt :=)...nú við náttúrulega litum við hjá Dorrit og Óla....bögguðum nokkra fugla.....bara gaman...

Maður fær frábæra sýn á borginni að ferðast svona um á zodíak ;) ......nú það var vart hægt að hætta þessum skemmtilegheitum svo eftir að hafa staldrað fáeinar mínútur við Sörlaskjólið tók Lilja við stjórn og enn og aftur þutum við um öldurnar syngjandi ( öskrandi ) THE HILLS ARE ALIVE.....í þetta sinn var ferðinni heitið til Hafnarfjarðarhafnar...en þar fór mín í land.....enda orðin næstum því of sein í afmæli.....

Ég VERÐ að eignast hús við ströndina,fjöruborðið....því það er stórkostlegt að geta bara skellt sér út á haf ef manni langar til.....

Eins og ég segi...meiriháttar dagur....nú sit ég þreytt við tölvuna...með allt of mikið súrefni í blóðinu...rjóðar kinnar,úfið hár og svo þreytt.......verður gott að sofna....

16.4.04

Ótrúúúlegur dagur...ég sit hérna ANDLAUS fyrir framan tölvuskjáinn eftir erfiðan dag.....og ég sem hélt að HANDAVINNUKENNSLA yrði pís of keik...en ó nei ó nei....aldeilis ekki....tek að mér dönskukennslu HVENÆR SEM ER!!!
Fyrsti dagurinn minn af sex vikna kennslu í handavinnu....FYRSTI....mægod...kennarar eru HETJUR...og ég er sko aldeilis orðin fráhverf því að gerast kennari UM SINN....er búin að vera með dúndrandi höfuðverk í allan dag sem fór ekki að lagast fyrr ég hafði gleypt 1500gr af eiturlyfjum....sem var nauðsynlegt því ég þurfti að fara í meiraprófstíma í kvöld....sem var erfitt...allt voða erfitt í dag..meiri að segja emsin mín hafði áhyggjur af mér er hún talaði við mig í símanum áðan....fannst ég hljóma svo ÞREYTULEGA....En Brynkan sú tarna hún gerði vart annað en að hlægja...enda finnst henni voða gaman að sjá mig takast á við það sem hún hefur gert daglega undanfarin ár.....en sko unglingadeildin er fín...það er allavega hægt að rökræða við krakkana...en litlu 6 ára krílin...þau eru ...já...say no more...æ rest mæ keis.....spr hvort það þurfi ekki frekar dýratemjara í kennslustofur í dag....

En já meiraprófið.....þriðja helgin framundan sem þýðir væntanlega að það eru bara tvær helgar eftir....yessss......Við stúlkukindurnar höguðum okkur voða illa í kvöld...Ég er viss um að Jói sé að blóta okkur í sand og ösku þessa stundina....og ég bara skil hann VEL.....okkur einfaldlega LEIÐIST....höfum takmarkaða þekkingu á því sem verið er að tala um...og allar samræðu miðast við að maður VITI UM HVAÐ VERIÐ ER AÐ TALA....sem við náttúrlega gerum ekki.....flissum,röbbum saman..teiknum og reynum að gera allt til þess að trufla tímann.....

Jæja...verð að koma mér í háttinn svo ég geti haldið flissinu áfram í tíma í fyrramálið....gúdnæt...

9.4.04

Jæja...já....sumir eru að reyna að sannfæra mig um að ég sé ekki bara karlmaður heldur einnig HOMMI....Ég hef alltaf verið nokkuð sátt við nafnið mitt þar til eftir lestur þessa pistils sem litla kvikindið hann bróðir minn sendi mér!!!

Enn eitt innleggið í sjálfskoðun mína þetta árið....merkilegt!

Annars er það að frétta að ég er með brjóstsviða dauðans....þessar fermingarveislur gera út af við mig....samansullumbull af alls konar hráefnum...hrært saman í sjónvænar kræsingar....ekki alveg minn matur...segir líkaminn...en heilinn er alltaf jafn sæll er augun bera þennan ósóma augu....ég ætla ALDREI að læra af mistökum fyrri ára....sniff...

Páskarnir eru sannarlega hátíð fjölskyldunnar þetta árið....Við hittumst í fyrradag.... gær....frí í dag...nema fyrir þá allra sjúkustu þá er tækifæri á að hittast í eina klst í kvöld...samverustund laugardaginn og sunnudaginn OG MÁNUDAGINN.....og fólk talar um PÁSKAFRÍ!!!!....

Ég held ég sofi bara í sparifötunum..sé ekki fram á að fara úr þeim næstu daga!

5.4.04

Takk fyrir síðast vinir !!!

Þykist vera að læra undir próf 2 í meiraprófinu...það gengur bara ,,vel" NOT......ótrúlegt hvað maður þarf eiginlega að kunna skil á....er eiginlega viss um að ég eigi eftir að útskrifast sem bifvélavirki eftir þetta blessaða nám.

Um helgina fengum við í meiraprófinu að fara niður og skoða ALVÖRU stóran bíl sem var svartur að lit...rosa flottur ;Þ

...Eyddum heilli klukkustund í að fara yfir bílinn....sem var mjög merkilegt þar sem ég bara....var ekki alveg að finna mig í þessum samræðum....kannski of þunn til þess...veit ekki....en ég bara...já...hmm...Allavega þarna stóð ég við hlið kennarans ..undir bílnum í gryfju ásamt fleiri nemendum og þar sem ég var svo HEPPIN að standa við hlið kennarans þá beindi hann alltaf fyrirlestrinum að mér....svona eins og hann væri VIRKILEGA AÐ TALA VIÐ MIG.....s.s..virkilega að tala við manneskju sem VISSI um hvað hann væri að tala....og jú jú...ég kinkaði kolli og þóttist rosalega forvitin og áhugasöm um þetta allt saman...sem ég bara sorrý var ekki....alls ekki....

Svo í lokin sagði hann ;EINHVERJAR SPURNINGAR??? Eina sem var ofarlega í huga mínum var að fá svör við því hvort við mættum fara fyrr í hádegismat eða hvort ég mætti leggja mig í kojuna sem fylgir bílnum...en ó nei....nei nei....það voru víst margir með ansi margt í kollinum sem þeir vildu leggja fyrir þennan lærimeistara okkar....og hann virtist alveg skilja það sem þeir spurðu hann um (annað en ég). Þessir einstaklingar hefðu allt eins getað verið að tala rússnesku....skiliningur minn var ENGINN WHAT SO EVER....og við fengum ekki að fara fyrr í hádegismat :(
sem var eiginlega nauðsynlegt þar sem ég var að deyja úr þynnku....og sá fyrir mér sveittan hamborgara í hillingum....

Allavega ég fékk ekki að prófa kojuna...en N.B. það sem ég lærði á þessum klukkutíma var að bílstjórar hafa það bara þokkalega þægilegt í þessum glæsikerrum og svo lærði ég líka hvernig maður fer út úr svona STÓRUM BÍLUM...en það er nú ekki sama hvernig það er gert!!!

Það er mjög forvitnilegt og þjóðfræðilega merkileg reynsla ;) að sitja í tímum með þessum 50 karlmönnum og 3 stúlkum. Að vísu er mikið hlegið enda kennararnir hrottalega fyndir á köflum en svo koma millikaflar sem maður er ekkert alveg að fíla þ.e. karlremba á HÁU stigi....neðanbeltishúmor og hallærislegar athugasemdir um kynsystur mínar. En eins og ég segi merkileg lífsreynsla...nú þarf ég bara að fara að borga upp þetta nám mitt svo ég geti farið að keyra um götur borgarinnar á rútu eins og Brynkus gerði í dag ;) Ekkert smá stolt af henni....og by the way....hún hafði gaman af ;).....ég hef þá trú að ef góðir samningar nást ekki hjá kennurum þá megum við allt eins eftir að sjá Brynkus enormus keyrandi um götur borgarinnar á megastórum bílum ;)....em æ ræt or em æ ræt??

4.4.04

Til hamingju með daginn elskurnar mínar ;)
Ánægjuleg stund sem við áttum í gær..Vil ég þakka Andra og Kristjáni SÉRSTAKLEGA fyrir skemmtilegt skemmtiatriÐi sem ég vil kalla TITANICMÚNIÐ.....stórkostlegur gjörningur....sem VERÐUR að endurtaka síðar...þar sem sumir sáu það ekki alveg nógu vel...eehh....og ekki verra ef hægt verður að festa það á filmu til frekari yndisauka....og jú bæta því í kvikmyndaalbúmið okkar!!

Hafið Bláa stendur fyllilega fyrir sínu... ótrúlega góður matur og flott útsýni...mæli sko með þeim stað.

Það var MJÖG ERITT að vakna full í morgunsárið .... og enn verra að halda sér vakandi í tíma í dag....en eftir .... hmmm..3-4 kaffibolla,1/2 líter af trópí og sveittan hamborgara tókst það og finnst mér ég vera algjör hetja að hafa lifað daginn af...

Talandi um kaffi...eins og Þetta sullumbullum er ógeðslegt þá veit ég vel að án þess væri ég eflaust búin að sofa yfirum í tímum.....Enda er frekar erfitt að halda sér vakandi í tímum þar sem kennd eru viðfangsefni sem maður hefur ENGAN SKILNING Á...

Jæja ég er orðin þreytt....vansvefta og enn þunn....nenni ekki neinu....