27.2.04

Yesss.....nokkrir klukkutímar... (13,5 klst ) þangað til ég fæ TITIL...yesss...er hýperspennt...sit við tölvuna mína og er að velja mér klæði til þess að skarta á serímóníjunni.....

Mæli með þessu..henda bara fatabunkanum á rúmið...gjóa augunum af og til í átt að rúminu og leika sér á netinu...hvað annars eiga næstum því titla manneskjur að gera af sér á föstudagskveldi..??? Ég hef ekki verið svona spennt síðan...jólin 2000...er virkilega að fara á geðinu...þar sem ég hef ekki gert annað en að rugla saman útskriftarveislunni minni við fermingu...DÆMI...(kvót) Pabbi eigum við bara að hafa kók í fermingaaar....( og þá fattaði ég ....aha...slæmt keis ).

Mér fannst ég aldrei vera meðtekin í fullorðinnamannatölu við fermingu ..kannski það gerist á morgun.....

Allavega...þá verður eintóm gleði eftir nokkrar klst og hátíðarhöldin munu standa frá 12:15 til kl 07:05 á sunnudagsmorgni...Einnig er ég náttúrlega að halda upp á það að það eru BARA 100 dagar þar til ég fer til Rómar.....sem er einnig tilefni til hátíðargleðskapar....


24.2.04

Ég þoli bara ekki feminista...
Viðurkennist það hér með opinberlega!!!


Hvað er verið að gera karlmönnunum okkar!!...Þetta er ekki jafnrétti frekar en ég er næsti forseti landsins....Það er markvíst verið að búa til aumingja sem hægt er að hafa undir háhæluðumsóla kvennamannsins...

Feministar tala alltaf um menn og konur....og gleyma því að konur eru líka menn...og það er engin skömm af því.....menn eru mannfólk.....og konur eru menn og karlar eru menn...karlmenn og kvenmenn.....og staðreyndin er sú að við erum einfaldlega ÓLÍK....sem er einmitt ástæða þess að mannfólk var skapað í tveimur ÓLÍKUM myndum....( sem gerir lífið miklu skemmtilegra,fjölbreytilegra og líflegra fyrir vikið).

Formæður mínar vita ekki hvað þær hafa gert okkur kvenmönnum enda fengu þær kannski ekki beint að uppskera sínar hugsjónir ( flestar undir torfu )...og við sitjum í súpunni....með nokkuð sem kallast FEMINISTAR...

Prinsinn á hvíta hestinum situr nú í kvensöðli sem er hreint út sagt ÓSEXY

Hellisbúinn er í útrýmingarhættu og ættu hin ýmsu samtök að fara að beina orku sinni að friðun þeirrar tegundar í stað þess að bjarga sniglum.

Hinn sanni íslenski karlmaður setur upp svuntu og passar sig að smyrja rakakreminu vel í hendur sínar af ótta við öldrunareinkenni...

Karlmenn geta ekki einu sinni horft í friði á sínar íþróttir þar sem KVK auglýsingar birtast hist og her um skjáinn í auglýsingahléum, dömubindi,andlitsmeik og annað húllumhæ blasir nú við þeim er þeir reyna að viðhalda karlmennsku sinni......þar sem jú VIÐ viljum líka vera memm í heimi íþróttanna...

Og karlmenn eiga náttúrlega að vera memm í shoppíng og hafa gaman af...þegar þeim einfaldlega LEIÐAST slíkar uppákomur...en hvað sér maður ekki um helgar í Kringlunni....KARLMENN Í BANDI....með Vísa í vasanum...svona einhvers konar féhirðir...sem fær að borga þegar við á.....

Vera memm...vera memm alltaf og alls staðar....Það yrði nú eitthvað sagt ef karlmenn færu að krefjast þess að fá að vera memm í leynisamtökum kvenna..þ.e..saumaklúbbunum frægu sem haldnir eru víðsvegar um landið..þá yrði nú eitthvað sagt!!....

Ég held að eini staðurinn þar sem karlmenn mega vera karlmenn sé hjá Oddfellow..( enn sem komið er ) ....En það er nú einnig verið að tönglast á því....því við konur viljum vera memm þar líka.....sjá hvað gerist innan veggja samtakanna....og margar okkar hafa farið hamförum í því máli...

Feministar.....NEI TAKK...
MANNRÉTTINDI fyrir alla....og sér í lagi fyrir KARLMENN......

Verum við sjálf alveg eins og við erum ( AFBRENGLAÐ KVÓT ÚR BRIDGET JONES DIARY).....Einmitt það gerir lífið þess virði að lifa því....

Lifi fjölbreytileikinn....

Karlmenn- og Kvenmenn
Byltingarpistli er hér með lokið....

19.2.04

Ég fékk launamiða inn um lúguna í dag....þar sem mér er tjáð að ég hafi unnið mér inn fyrir einhverjum krónum hjá fyrirtæki sem ég bara kannast ekki við að hafa unnið hjá!!!....Ok...annað hvort er ÉG orðin alzheimerssjúklingur á háalvarlegu stigi eða einfaldlega sé um furðuleg mistök að ræða...því ég er nú eina KBV á landinu!!..Thank you very much...

Annars er allt ágætt að frétta....loksins um helgina var draumastarfið mitt auglýst...og mun ég sko sækja um ...

Gleymdi að loka glugganum hjá mér í nótt svo kvefpestin kom aftur í heimsókn...er að reyna að hunsa hana....því ég NEITA að leggjast í rúmið í þriðja sinn á þessu ári!!.....Ef þetta heldur svona áfram hjá mér þá þarf ég einfaldlega að fá mér einkahjúkrunarkonu, au-pair eða ná í gamla bangsann minn í geymslu....því ég er orðin leið á að hanga alltaf ein í þessu volæði..

Til þess að reyna að hunsa þetta kvef mitt ætla ég að skella mér á Vetrarhátíðina..sem hefst í kvöld...fullt af skemmtilegum uppákomum...
Glæpaganga um miðbæinn,skjálýsingar á hafnarbakkanum...jazzhátíð á Hressó...( sem by the way selur besta kakóið í heimi!)

En talandi um kaffihús þá uppgötvaði ég um daginn ,,NÝTT" kaffihús ...sem er kannski ekki frásögu færandi á þessum klaka þar sem ný kaffihús opna nánast daglega...nema jú...ég held að þetta kaffihús sé búið að vera til í 100 ár!!....(eða eitthvað)
Ógeðslega kósý og þjóðfræðilegt ;) ....er búin að fá leyfi hjá eigendum um að mega eigna mér eitt hornið... Tíu dropar heitir það...mæli eindregið með því!

Fór á skemmtilegan fyrirlestur í gær sem fjallaði um matarsiði í brúðkaupum til forna....allt frá miðöldum til dagsins í dag....Menn kunnu sko að halda alvöru veislur í denn....algengt að brúðkaupsveislur stæðu yfir í þrjá daga...og sumar heimildir greina jafnvel frá tveggja vikna hátíðarhöldum!!!.....Veislurnar gengur jú auðvitað út á drykkjuskap að íslenskum sið og var drukkið út í eitt.....ein heimild greinir frá því að presturinn hafi orðið svo fullur að það gleymdist að gefa hjónakornin löglega saman....en það hafði víst ekkert haft áhrif á þeirra samband þar sem þau unnu við sitt í ,,syndugri sambúð" til dauðadags...

Í þessum veislum var einstaklingum raðað niður eftir stöðu þeirra í samfélaginu....Heldri manna fólk fékk bestu sætin,besta matinn og besta stellið...En ég hafði nú aldrei pælt í því að menn áttu náttúrlega ekkert 50 manna matarstell á þessum tíma ;) svo þetta hefur sko verið þvílíkt mál að fá lánað út um allar sveitir. Í veislunni voru svo framreiðslumenn sem báru ábyrgð á ákveðnu stelli ( ekkert postulín ..ó nei...tin og viðarstell ;)...þar sem það var víst títt að menn stálu þessu bara....Svo var algengt að boðflennur mættu til veislu til þess eins að valda usla......s.s..eilíft stuð...í gamladaga....

Ég gæti lengi haldið áfram að telja upp áhugaverðar staðreyndir um þessi hátíðarhöld en læt hér staðar numið....

17.2.04

Eeeelska þorramat!!!...
Fór í þorramat til pabba þar sem ég naut þess í botn að horfa á systkini mín kúgast yfir þessum líka eðal mat!!!:..UNGT FÓLK Í DAG.....ótrúlegt hvað það þolir lítið....Þetta var ekta matur þar sem á boðstólum var nánast allt sem hugurinn girnist..svo sem...

Lundabaggar: Mjög góðir...passlega súrir
Hrútspungar: Ágætir....hefðu mátt vera súrari...
Slátur: Ekki alveg nógu súrt en engu að síður gott
Svið: Mmmm....neðri kjálkinn er bara það besta sem hægt er að fá!!
Rófustappa: Góð...
Kartöflustappa: Góð...
Harðfiskur: Ótrúlega góður....vel þéttur
Smjör: nammi namm...
Rúgbrauð: Hefði geta verið betra...
Flatkaka: Bregst aldrei
Hákarl: YESSS...( borðaði 14 bita, en það var víst talið ofan í mig)
Súrhvalur: OJJJJJ...eina sem mér fannst ekki gott...en grillaður a la ANDRI OG GUNNI...borða slíkt hvenær sem er!!!!.....
Bringukollur: Allt í lagi..
Saltkjöt: Heitt....ekki séð það áður á þorramatsborði...
Hangikjöt:Borðaði það ekki enda jólamatur.

Og þessu var skolað niður með séríslensku kóki.....og í eftirrétt var súkkulaðikaka með hundgömlum rjóma..nammi namm....

Svo var systa með þetta líka frábæra skemmtiatriði...Hún gerði díl við litla bróður um að ef hann gæti borðað STÓRAN BRÚNAN bita af hákarli ( einn sá óálitlegasti biti sem ég hef nokkurn tíma séð ) þá ætlaði hún að láta útistandandi skuld hans falla niður ( heilar 7000 kr sem er mikið fyrir 14 ára gamalt gerpi)...Nú hann tók dílnum....undirbjó sig vel...setti nammi á borðið,tyggjó ( tilbúinn að innbyrgja það strax í kjölfarið )og fullt glas af kóki...opnaði ruslafötuna..JUST IN CASE..ef hann myndi kasta upp....Svo horfðum við öll...skellihlægjandi á gerpið tárast og kúgast við að reyna að koma þessum 7000 kr bita niður....sem endaði náttúrlega með því að allt fór í ruslafötuna...
...s.s..allir græddu....( nema brósi ) Við fengum hláturskast aldarinnar og systa á enn inni hjá honum 7000 kr....
Eftir herlegheitin sagði brósi...; Þetta er ógeðslegt...eins og að tyggja þurrt nautakjöt EN ÞAÐ VAR SAFI....hehe...smá ammmmmoníak...skaðar engan....

Til þess að bæta aðeins fyrir þetta...skeltum við systkinin okkur í bíó og sáum GOTHIKA svo þeir sem væru enn svangir gætu fengið sér popp og kók!
Fínt kvöld!

13.2.04

Hlustaði á fréttir í gær....og fékk SJOKK..
Hvað er eiginlega að gerast á þessu blessaða skeri okkar!!..
Meðan Americus..er í sjokki yfir vinstri kvenmannsbrjósti eru menn á Íslandi að vígbúast í litla gettói borgarinnar með göfflum og öðru bitastæðum áhöldum, útlendingum komið fyrir kattarnef á grimmilegasta máta að hætti verstu drápsaðferða sem fyrirfinnst aðeins hjá mafíuósum (að ég held )og bíómyndatöffurum...morðingjar með of mikið samviskubit gefa sig fram og taldir ótrúverðugir...þar sem afar sjaldgæft er að slíkt gerist í þessum blessaða heimi!!...Því megin reglan hjá harðsvífum morðingjum er náttúrlega að myrða og komast upp með það!

Ég er orðin gömul!....Ég man hvernig allt var svo gott og ljúft í den....öll dýrin í skóginum voru vinir...en það eru víst breyttir tímar...það er víst..


10.2.04

Það er rautt veður úti!!...
Ég horfi út um gluggann og það er allt rauðbleikt á lit...furðulegt!!....
Svona eldgosakjarnorkuslysaveður...jammm...

Nú..ég er ofsa kát í dag þar sem ég veit loksins hver er að fara út í Júró...aðallega kát yfir því að við eigum tvölfaldan möguleika á því að vinna....kát yfir því að það ríkir jafnrétti í tónlistarbransanum....Ég meina..Sandy er búin að fara út....þá er náttúrlega ekkert annað en sjálfsagt að Danny Zuko fái líka að fara....kát yfir því að Þorvaldur Bjarna sé THE MAINMAN í íslenskri útsetningartónlistarflóru......kát yfir því að geta velt því fyrir mér ( í meiri en mánuð ) í hvernig fötum hann Jónsi karl mun klæðast...og og og..hvort það verði bakraddir...kannski ný andlit? ...dansarar...og hvernig verða þeir þá klæddir...hver mun kynna....hver mun fara út með stóðinu...hvernig hárgreiðslan verður...koma fram ókunnug húðflúr....ég er bara KÁT.....get vart beðið....er farin að undirbúa júródrykkjuleikinn.....en kátust er ég yfir því ....að loks þegar að keppninni kemur ( lokalokaloka) þá þá þá....eru eingöngu 3 vikur og 1 dagur þar til ég fer til ÚTLANDA.......

Fengum staðfestingu á höllinni í dag (FYRIR ÞÁ SEM EKKI VITA..) og og og og....nú bara skella sér á útsölur í leit að hlébarðabikiní....og og og...jú...er búin að fjárfesta í megalíkamsræktarkorti....It's NOW or NEVER.....duga eða drepast...láta hendu standa fram úr ermum...og lyfta lóðum....
HLAKKA SVO TIL!
Það er til mikils að vinna!!!!
Veðbankar hafa opnað...ef einhver vill veðja um hversu mörg kg verða fokin af háttvirtri fyrir 1 júní!!!.....Sá sem kemst næst.....fær vegleg verðlaun...

Jæja...gotta gó...gulrótarsafinn bíður mín......

8.2.04

Hæ....
Ég varð næstum því svo heppin að fá næstum því að sjá Kalla Bjarna í dag.....sem er í raun og veru merkileg frásögn ef ég væri 14 ára táta með Idolmegaáhuga...en þar sem ég er að nálgast fertugsaldurinn og sá ekki Idolþættina þá er þetta furðulegt komment!!...Allavega röddin söng í vinnunni í dag..og mátti heyra rödd goðsins óma út um alla Kringlu...ásamt skrílspíkuskrækjum frá óðum kvkskara...til þess að svala forvitni minni ákvað ég að skreppa snöggvast úr vinnu og bera guðdómleikann augum....en svo varð allt í einu mikið að gera og loks er ég komst í burtu þá var bara furðulegur töframaður að galdra á sviðinu í stað raddarinnar.

Ég ákvað samt..víst ég var á annað borð komin út fyrir búðarborðið (sniðug setning)....að fylgjast skamma stund með þessum kjólklædda furðumanni...og sé sko EKKI EFTIR ÞVÍ...því hann kunni sko alls konar brellur....

Það sem mig hefur ALLTAF langað til þess að sjá er.....Töframann sem kann að galdra ALVÖRU LIFANDI KANÍNU ÚR HATTINUM sínum....OG það gerðist í dag!!!....Þarna stóð ég á annarri hæði í Kringlunni ....BESTI ÚTSÝNISSTAÐURINN...til þess að fylgjast með svindlaratöframönnum ( sem hann var ekki by the way).......Hann hókusaði og pókusaði yfir hattinn....horfði svo í hann....og sagði;Sko...Kanína!!....

En ég og hinir áhorfendurnir sáum enga kanínu og fékk hann því eina konu úr skaranum fyrir framan sviðið til þess að staðfesta þessa furðukanínu í hattinum...sem og hún gerði!!!....en við vorum enn jafn hissa...þar sem við sáum ekkert kvikindi á lífi í þessum hatti..

Tók minn maður þá ekki blað upp úr hattinum sem á stóð
KANÍNA
og...sagði: ( Kvót ) Meiri að segja LIFANDI KANÍNA.....og blaðið féll í sundur ( segir maður það??? blaðið s.s. stækkaði ;)...eehhh ) en allavega þegar við fengum að sjá meira af blaðinu þá stóð
LIFANDI
KANÍNA

Og þá sagði minn galdrus...; Meiri að segja ALVÖRU LIFANDI KANÍNA...og sló aðeins í blaðið svo það stækkaði enn frekar svo á stóð
ALVÖRU
LIFANDI
KANÍNA....

þETTA FINNST MÉR FYNDIÐ......Þegar ég verð stór ætla ég að giftast fyndnum töframanni.....


6.2.04

Mæ god talandi um bíbiflensuna.....
Nu skutu Flugleidir sig i "haensnfotinn"!

Eg sit her heima og bara brosi...Veit ekki hvort thad se hitinn eda veikindin en eg var ad skoda videobladid Myndir manadarins sem haegt er ad fa uti a videoleigu og a thridju bls er merkileg auglysing fra Flugleidum.....

Eins og althjod veit tha eru ekki bara Dabbi og Oli i filu heldur lika Flugleidir og their sem eru ordnir leidir a flugi th.e. Iceland Express. En theirra a milli ( eins og Dabba og Ola ) er hafin aesi spennandi og merkileg baratta sem forvitnilegt verdur ad fylgjast med...En vikjum ad tilviki flugleidifelaganna theirra baratta snyst adallega um hver megi eiga orð og takn.......

Til thess ad gera langa sogu enn lengri tha held eg med Iceland Express.....

En vikjum ad thessari nyjustu auglysingu Flugleida:

Nyi Farfuglinn*

(:)) Netsmellur - alltaf odyrast a netinu Netsmellir fra 19.500 kr a mann

Og inn a milli thessa texta er RISASTOR MYND AF ,,INNFAEDDRI" BRUNNI ISLENSKRI HAENU SEM STENDUR A STOLBAKI A SJALFRI LEIFSTOD!!

HELLO::::::...........
THAD ER HAENUFARALDUR I HEIMINUM...... =0) Mer finnst thetta bara fyndid.....

Hvenaer fae eg vinnu a auglysingaskrifstofu......EG YRDI BESTUST!!!!

PS...Imyndid ykkur...einhver FoR med thessa haenu ut a flugvoll til thess aa taka MYND AF HENNI!!

thar foru stafirnir minir i filu!!!

5.2.04

Enn...veik.... =0(
Ég er viss um það að ef fuglaflensan kemur í heimsókn til Íslands þá kemur hún fyrst í heimsókn til mín...

...og já ég vorkenni mér ENN jafn mikið...Ég man hvað það var gaman að vera veik er ég var yngri. Mamma svoleiðis stjanaði við mig...keypti fullt af bókum og frostpinnum...þá gat maður sko lesið og borðað...núna bloggar maður bara og pantar sér Nings sem er svo hitaður upp þar til hann klárast!!!

Að vísu er ég ekki ein um það í fjölskyldunni að vera veik þar sem mútta og móðursystir mín eru einnig veikar með sömu pestina...Mér finnst að mæður eiga ekkert að vera veikar þegar börn þeirra eru veik...ég man ALDREI eftir múttunni veikri...NEVER.....hún var sko alltaf til staðar ;)

Ég stakk upp á því í dag við þær að við myndum bara vera allar veikar saman heima hjá mér ;) og þar sem mútta smitaði okkur þá eigi hún að sjá um að færa okkur mat í rúmið og stjana smá við okkur... einhverja hluta vegna varð niðurstaðan ekki í mína þágu...

Það er ákveðin huggun að fleiri séu veikir en bara ég......því það er alltaf gaman að tala í síma við aðra veika manneskju...hósta saman og sjúga upp í nefið saman... og tala saman með þessari líka furðulega sexy vískí rödd..

Enginn þorir að heimsækja mig að ótta við smit....ég gæti alveg eins verið í sóttkví....Að vísu gerðust ems-in mín og Lilja frænkuvinkona svo djarfar að bjóðast til þess....en samviskan mín einfaldlega leyfði ekki slíkt...gat ekki hugsað mér að þær hlytu sömu örlög og ég....ems-in svo ástfangin að hún má ekkert vera í veikindarstússi og Lilja allt of upptekin í móðurhlutverkinu til þess að leggjast í bælið.

Ég held að ef ég hef einhvern tíma átt möguleika á því að gerast símavændisdama þá sé það akkúrat núna....afar hentugt..get unnið heima...liggjandi upp í rúmi og bara blaðrað.....á kaupi!!!....

Jæja..ég er hætt þessu væli...enda búin að vera á fótum í 2klst!!!!!...sem er einfaldlega OF MIKIÐ......

Legusárið kveður að sinni.........

p.s.. ELSKA ÞESSI PRÓF...STELPUR HVAR FINNIÐ ÞIÐ ÞETTA!!!Which Pirates of the Caribbean character are you?

3.2.04

ÓÞOLANDI!!! &"%#=(=## !!!!!
Ég er ALLTAF VEIK!!!!..............Hef eflaust smitast við að fara inn á síðu Dívunnar er hún var veik.....Þetta er engan veginn ásættanlegt!!!....Hef nóg annað að gera við tímann en að liggja uppi í rúmi og sjúga upp í nefið.......nú t.d.....að sækja um vinnu.....laga til... ;) ......netast enn meira en ég treysti mér til akkúrat núna....
En það er vonandi að þetta fari fljótlega...Ladý-in brást snart við og fékk ég heilan kassa af Limsippi í kvöld....THANK YOU DARLÍNG.....Hvar væri ég án Limsippsins....???....
Lét Nings elda ofan í mig í kvöld þar sem enginn var til staðar fyrir slikt....múttan veik,systa að vinna, hin systa týnd og tröllum gefinn.....

Jæja..svaf til 18 í dag með nokkrum stuttum truflunum inn á milli.....en kominn tími á svefn....furðulegt að ég GETI SOFIÐ....búin að sofa eiginlega samfleytt síðan á Sunnudaginn...

1.2.04

Hverjum hefði dottið í hug að ég væri DRAMA.....:)
Showofffrík en engu að síður mjög VITUR OG SNJÖLL OG FRÁBÆR..þegar ÉG vil....ohh..lýsir mér í hnotskurn..Snillingur á sviði frásagna....( enda búin að mennta mig í því í 5 ár!!! samtals)....Elska athygli ..jájájájá..gaman gaman...og hef jafnframt mótað með mér hæfileika til þess að HALDA HENNI.... Bókmenntir og Kvikmyndir eru vinir mínir...yesss...Drama
You are Drama.
You are extroverted and like to show off, but can
be very subtle and intelligent when you want.
As an expert at story-telling, you love
attention and have developed the skill of
keeping it.
You get along well with Literature and Film.


What form of art are you?
brought to you by Quizilla

Ekki slæmt það...;).....eða??
Díva..við þurfum að hittast og Dramast saman ;)