30.4.05

Gædalæti...
Yess....byrjuð að leiðsegja. Ég hef aldrei byrjað svona snemma og er bara nokkuð sátt. Er að vísu ekki búin að fá nema 2 ferðir í maí fullt í júlí og ágúst en ég hef engar áhyggjur af júní,nei nei nei nei....Fullt af vinnu þar sem Brynkan er fjarri öllu gamni þetta sumarið sökum??

...eeh..já...innan ,,ferðaheimsins" ganga ýmsar furðusögur um ástand Brynku og ég verð að viðurkenna að nokkrar þeirra hafa látið mig efast um óléttu Brynkunnar.
Nú ein sagan segir að þetta sé bara bjórvömb...ég meina...höfum við einhverja sönnun fyrir lifandi bumbubúa? Ég hef ekki fundið fyrir neinu sparki..og það er hægt að kaupa sónarmyndir hvar sem er....Ég ætla ekki einu sinni að fara nánar út í hinar sögusagnirnar...úff...

Allavega...draumur minn hefur verið að fá að vera með Brynkunni minni í ferð og það má eiginlega segja að sá draumur hafi ræst í dag!....
Við Brynkusinn gegnum því ábyrgðahlutverki þessa dagana að vera fylgdarkonur 115 Ungverja...sem er sérstök lífsreynsla.
Eftir að hafa unnið við þetta dásamlega starf í fjölda mörg ár :) hélt ég að ég væri nú búin að upplifa flest...en nei nei nei það er alltaf verið að koma manni á óvart.

Ég veit vart hvar ég á að byrja varðandi þessa Ungverja ( fínt fólk ) en fararstjórar þeirra eru mjög spes....sérstaklega ein þeirra sem fékk sko að heyra það frá Brynkunni minni í dag!!...AND IT WAS ABOUT TIME....
Spurningar þeirra eru furðulegar og eiginlega ósvaranlegar... svona í anda...hvað er langt í næst hestastóð? Hvað er maður lengi að keyra frá þúfu 1 til þúfu 2. Hvað heitir þessi kirkja ( afdalakirkja sem enginn veit hvað heitir) og hver er saga hennar, hvað eru mörg sæti í kirkjunni og hversu oft hefur hún verið máluð????

Jebb...stundum getur maður einfaldlega ekki svarað,brosað eða grátið....

Á morgun ætla ég að skella mér í Hvalaskoðun og svo í Bláa Lónið með Brynkunni minni, það verður sko stuð...
Ég er búin að undirbúa mig ÞVÍLÍKT og get alveg svarað spurningum eins og....

Hvað eru margir HVALIR í sjónum AKKÚRAT NÚNA...?
Hvað eru þeir gamlir?
Eiga þeir maka?
Hvert hafa þeir ferðast?
Hvað borðuðu þeir í gær?

Svör mín verða á þessa leið

Fleiri hvalir í sjónum í dag en í gær
Þeir eru eldri í dag en þeir voru í gær
Þeir áttu maka í gær en engan í dag, allir makar voru veiddir í morgun
Þeir hafa ferðast meira í dag en í gær
Þeir borðuðu meira í gær en í dag

Æm the perfect gæd...yesss æ am.....

25.4.05

Tíðindi úr kvikmyndaheiminum!!!
Katarína hin mikla hefur tekið að sér hlutverk í æsispennandi sannsögulegum rússneskum "thriller". Kvikmyndatökur hefjast í júní....
Þetta verður nú ekki í fyrsta ( og eflaust ekki síðasta ) skipti sem leikkonan mun sjást( ekki sjást ) á kvikmyndatjaldinu. Hver man ekki eftir henni í glamúrmyndinni MONSTER sem tekin var hér á landi forðum daga. Þar fór hún snilldarlega með hlutverk blaðaljósmyndara, maður fann svo fyrir nærveru hennar í þeirri mynd að ég hef aldrei skilið afhverju hún var ekki tilnefnd til verðlauna fyrir frammistöðu sína.

Í þetta sinn mun hún taka að sér hlutverk amerískrar flugkonu í seinni heimstyrjöldinni. Kata í hermannabúningi...nammi namm....

Ástin þú ert landi og þjóð til sóma! Eflaust ekki margir íslenskir leikarar sem hafa afrekað að komast á launaskrá sem leikkona í Rússaveldi.

Ég verð að segja að ein magnaðasta rullan sem snótin hefur leikið á sínum frækna ferli var hlutverk gömlu konunnar í púðurtunnunni!!!....Ég varð AGNDOFA....Hún var ótrúleg (ég veit ég er systir en hún var MÖGNUÐ...Ég er harður gagnrýnandi og það veit Katan sjálf...) Maður sá bara hundgamla konu á sviðinu, þvílík líkamstjáning!
Nú svo má nú ekki gleyma er Katan lék Snæfríði Íslandssól....sem var frekar frábærlega gert af rauðhærðu dísinni, eflaust fyrsta ef ekki eina skiptið í sögu íslenskrar leiklistar sem hið ljósa man leit út sem logandi eldur....

Kata til hamingju með sumarvinnuna ;) ...

p.s spr um að senda manni nokkrar áritaðar myndir...

24.4.05

O Fortuna...velut luna...
Ohh...var að koma heim af yndislegum tónleikum með Söngsveit Fílharmóníu....CARMINA BURANA-CARL ORFF....Þetta er hreint út sagt ( samhliða Puccini ) snilldin ein.
Mig langaði bókstaflega að stökkva upp á svið og fá að syngja með, klæjaði í raddböndin, iðaði í sætinu, brosti út að eyrum, lauk aftur augum og táraðist...sniff...

Brynkusinn stóð sig eins og hetja og söng alltaf þegar hinir sungu og þagði þegar aðrir þögðu, fallega klædd í svörtu og fjólubláu með bumbubúann standandi út í loftið, svo stoltur af múttunni sinni.
Það var svolítið skrítið að sitja og fá ekki að taka þátt því fyrir utan söngsveitina, drengjakórinn og sópraninn þá var þetta sama fólkið og tróð upp með mér forðum daga...

Talandi um sópraninn...Hún Hallveig er ...mig vantar lýsingarorð! Þvílík rödd, svo tær og falleg. Ef til eru englar sem syngja þá er Hallveig forustuengillinn.

Þorgeir J. Andrésson er frábær í svanasöngnum og persónulega finnst mér að hann eigi ALLTAF- ALLS STAÐAR að syngja það hlutverk út um ALLAN heim!

Úff..ég er í góðu tilfinningalegu uppnámi eftir þessa kvöldstund...

Takk fyrir mig!

23.4.05

I am nerdier than 24% of all people. Are you nerdier? Click here to find out! ">

jebb...heil 24%....uss... varla telst það vera nörd....Mér finnst nú samt furðulegt að ég skuli vera með hærri stig en sumir...eiginlega bara óskiljanlegt!

Ég krefst þess að það verði gerð ný skilgreining á NERÐI...Mér fannst þetta próf vera lúðalegt próf og held enn í minni barnslegri einlægni að systa hafi haft rétt fyrir sér!
Wannabe nörd my &$#...

22.4.05

Kæru vinir, vandamenn og aðrir er málið varðar

Ég Kristín Berglind Valdimarsdóttir mun ekki svara í síma næstu daga samkvæmt læknisráðum.
Ástæða?....Júhú..hún er til staðar....Í hvert sinn er ég tala í síma þá hitna eyrun mín ansi mikið (þarf ekkert endilega að tala lengi)...ég verð pirruð...fæ seyðing í hnakkann og bakvið eyrun og verð ótrúlega óþolinmóð og eiginlega bara illskeytt...verð að losna hið fyrsta úr símanum...Þetta er búið að vera svona í nokkurn tíma og nú á að komast að því eitt skipti fyrir öll hvort að ég sé komin með ,,SÍMAVEIKINA"...jamm....

Símaveiki er svona furðuveiki sem herjar á furðufólk....Sumir segja að hún sé til aðrir (sem halda því fram að alls konar bylgjur hafi ekki áhrif á mann)segja að þetta sé bara ruglumbullum....Ég allavega þarf að komast að því hvort að þetta lagist ekki hjá mér ef ég hvíli símann. Ef svo verður þá mun ég fjárfesta hið snarasta í handfrjálsum dýrum og flottum búnaði og sjá hvaða afleiðingar það hefur fyrir mig...Nú...ef árangur næst ekki þá mun ég bara einfaldlega leggja helv..símanum því ég get ekki HÖNDLAÐ ÞETTA LENGUR...sniff...

kveðja
Berglind hin pirraða

19.4.05

Að vera eða vera ekki NÖRD....
Mér hefur verið sagt að ég sé algjörlega að rangtúlka skilgreininguna á NERÐI og verð ég bara að viðurkenna að ég er í hálfgerðu sjokki yfir því. Hingað til hef ég alltaf falið mig á bakvið það að hafa verið NÖRD og jafnvel verið mjög stolt af því...allt þar til sumir og aðrir dembdu á mig rökhlöðnum orðum um að ég væri bara algjörlega að misskilja allt frá upphafi til enda...svo nú svíf ég um í einhverju þyngdarleysi þar sem ég er farin að efast um æsku mína...þarf jafnvel að fara að skilgreina allt upp á nýtt...og það er bara sárt...því í stað fallega orðsins NÖRD þá hefur læðst inn í huga minn ekki eins fallegt orð ...LÚÐI...

Hvað er Nörd?
Hvað þarf maður að gera/gera ekki til þess að vera NÖRD?
Er ég / eða var ég NÖRD?

Svör óskast hið fyrsta.....Er ég NÖRD?

12.4.05

Bloggedíblogg blogg
Ég tek fúslega undir með vinkonu minni einni sem var svo alúðlega að bendla þessu fallega bloggi mínu við aumingjablogg.
Ég bara hef ekkert að segja!!!....( right! )...
Líf mitt þessa dagana snýst eingöngu í kringum NÁMIÐ..það eru verkefni og ritgerðir og skýrslur og starfsnám og VERKEFNI og svo önnur verkefni sem eru að gera mér lífið leitt!!...Sál mín er á gjörgæslu ...gjörrrrssamlega búin á því. En það er líf framundan....fyrr en seinna. Til þess að höndla þetta yndislega álag þá hlusta ég á Eruovison 2004 aftur og aftur og aftur....og svo eitt lag með Sting inn á milli.
Er að hlusta á Möltu núna...frekar hallærislegt lag en axlirnar komast alltaf í stuð og dilla sig í takt við nóturnar...on again off again....

Talandi um Eurovison hvenær er það eiginlega???

SKÓLINN ER BÚINN Í NÆSTU VIKU...JEEEEHHAAAAAA...og ég hætti í lok mánaðar í vinnunni og byrja í nýju vinnunni og svo er múttan að koma heim eftir langa skiptinemadvöl svo það er bara ansi margt skemmtilegt framundan.
Jemm..einmitt...framundan...en ekki akkúrat núna.
Ég sit sveitt heima að reyna að bjarga því sem bjargað verður af útvarpsþættinum mínum sem ég var búin að gera en er allt í einu HORFINN....voðalegt fjör...Á stundum sem þessum er ég ofboðslega fegin að eiga nokkur Pollýönnu gen í mér.

Annars kom Brynkus og reddaði geðheilsunni í heila klukkustund. En hún sagði að það væri svo gott veður úti að ég yrði bara að fara með henni og fá ís...ég elska ís...og ég elska líka að reyna að forðast að læra...og það veit hún ;)
Ísinn var góður, veðrið var ...ja ekki eins heitt eins og þessi bumbukúla var búin að lofa og lærdómurinn beið mín er ég kom heim.....jæja nú er ég farin að eyða tíma bara til þess að eyða honum...þekki mína sko....nú vil ég BARA BLOGGA og forðast að horfast við raunveruleikann.....LÆRDÓMUR ÓGURLEGI...HÉR KEM ÉG.....

4.4.05

Í dag eru 17 ár síðan ég fermdist!!!
Í tilefni dagsins, sem er senn á enda, vil ég óska vinkonum mínum til hamingju með daginn!!...Hugsið ykkur stelpur...17 ár síðan að ófreskju myndin var tekin af okkur.

Ég man ansi margt frá þessum degi enda vart hægt að gleyma heilum degi sem var alfarið tileinkaður manni. Ég fór í hárgreiðslu á fermingardaginn eins og flest allar stelpur gera, sem var nokkuð áhugaverð. Ég var með mjög ákveðnar hugmyndir um hvað mætti og hvað mætti ekki gera við hárið mitt og eitt af því sem ekki mátti gera var að spreyja hárlakki í það. Eftir nokkuð brölt á stofunni endaði hárgreiðsluferðin með því að fermingarbarnið ákvað að greiða sér sjálf, hárgreiðslukonan fékk að raða blómum í hárið og mamma fékk að borga. Ég var í hvítum blúndukjól, með hvíta uppháa satín blúnduhanska í hvítum sokkabuxum, hvítum háhæluðum ( ca 2 cm ) skóm ...ja...bara eins og brúður ...ef ekki hefði verið fyrir BLEIKA VARALITINN.... Já bleikur,ógeðslegur varalitur. Ég er enn ekki búin að fyrirgefa múttu fyrir að hafa LEYFT mér að bera þennan óþvera.
Ekki það að ófreskjumyndin hefði verið eitthvað skárri án hans....
Já..minningar minningar.....

1.4.05

Allt í plati fyrsti apríl....
Platdagurinn er liðinn í garð og bíða menn eflaust spenntir eftir að sjá hverju fjölmiðlar reyna að gabba í landann. Það sem mér hefur þótt leiðinlegast við þennan annars skemmtilega dag er hvað hefðin er að breytast. Í stað þess að láta menn hlaupa apríl er þetta orðið að allsherjar lygaralubbadegi þar sem markmiðið er bara að ljúga einhverju að fólki án þess að það þurfi að hreyfa sig fet.

En þetta árið er 1. apríl ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að eftir u.þ.b. 8 klukkustundir og 47 mínútur mun nýr fréttastjóri útvarps hefja störf og bíð ég óþolinmóð eftir að fá fregnir af því fjölmiðlafári.

Það er aldrei lognmolla við starfsráðningar hjá ríkisfjölmiðlinum enda um að ræða útdeilingu á pólitísku sæti. Út frá umræðum fjölmiðla undanfarna daga er augljóst að framundan eru mikil átök enda menn ekki á eitt sáttir um þessa starfsráðingu sem er eflaust að verða sú umdeildasta í sögu starfsráðninga hér á landi.
Það er skiljanlegt að fréttamönnum þyki vegið að hlutleysi fréttastofunnar með ráðningunni og einnig skiljanlegt að mönnum kvíði fyrir því sem dagurinn mun bera úr skauti.

Í stórum vel reknum fyrirtækjum vita þeir sem ráða að starfskrafturinn er mikilvægasti auður fyrirtækisins. Í stórum ríkisreknum fyrirtækjum virða áherslurnar vera annars lags. Og það er einmitt þær áherslur sem eru merkilegar. Yfirmenn leggja ekki hlustir við þau mótmæli sem hafa farið fram innan Rúv. Það er ekki talað við starfsmenn, ekki hlustað á þá og eiginlega bara engin viðbrögð. Starfsmenn eiga bara að þegja og kyngja því sem í þá er hent. Sem er merkileg stjórnun. Akkúrat engin viðleitni heldur kúgun a la silent treatment...jamm vald þagnarinnar er mikið...

Ráðamenn vonast og eflaust trúa að allt muni þetta ganga yfir þegar þar að kemur, menn fallist í faðma og brosi út að eyrum.
Það sem er sorglegt og í raun erfitt í stöðu starfsmanna Rúv er að þeir eru fréttamenn og bera fyrst og fremst skyldu til sinna hlustenda/áhorfenda. Í öðrum fyrirtækjum ættu starfsmenn auðveldara með að fá menn til þess að hlusta á sínar skoðanir með því t.d. að leggja niður störf. Mótmæli fréttamanna eru erfiðari fyrir vikið og því forvitnilegt að sjá næstu daga hvernig þeir ætla að takast á við þessa baráttu.